„Íslenska leyniþjónustan“ hafi kynt undir mótmælaölduna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. júní 2023 08:01 Mohammed Kazemi er yfirmaður leyniþjónustu íranska hersins. IFMAT Mohammed Kazemi, herforingi og yfirmaður leyniþjónustu íranska hersins, sakar leyniþjónustur tuttugu ríkja um að kynda undir mótmælaölduna sem geisað hefur í landinu í tæpt ár. Ísland er þar á meðal. Í viðtali á íranska vefnum Khamenei á þriðjudag lýsti Kazemi hvernig téðar leyniþjónustur eiga að hafa komið að mótmælunum sem hófust eftir að hin kúrdíska Mahsa Amini lést í varðhaldi siðgæðislögreglunnar í Tehran, þann 16. september. Hún var sökuð um að brjóta slæðulög en grunur leikur á að hún hafi verið myrt af lögreglumönnum. Að sögn Kazemi eru þetta meðal annarra leyniþjónustur frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi, Ástralíu, Sádi Arabíu, Ísrael og Íslandi. Ísrael er reyndar ekki nefnt á nafn heldur aðeins „hernámsstjórn síonista.“ Lýsti hann því meðal annars að evrópskar stofnanir hafi notað bæði Evrópumenn og Asíumenn til þess a safna upplýsingum um mótmælin. Þetta hafi leitt til þess að Íranir hafi handtekið um 40 einstaklinga í Khorasan Razavi héraði. Þá hafi bandaríska leyniþjónustan, CIA, dreift fréttum af mótmælunum á netinu og veitt mótmælendum aðstoð við að komast hjá fjarskiptatakmörkunum stjórnvalda. En írönsk stjórnvöld hafa heft netnotkun mikið síðan mótmælin hófust. Einnig að CIA, hin ísraelska Mossad og breska MI6 hafi reynt að ráða íranska kjarnorkuvísindamenn og hernaðarsérfræðinga af dögum. Ekki er greint frá því hvernig hin meinta íslenska leyniþjónusta á að hafa komið að því að kynda undir mótmælaölduna. Engin leyniþjónusta „Á Íslandi starfar ekki leyniþjónusta, aðeins lögregla,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra. Gera íslensk lög ekki ráð fyrir því að leyniþjónusta starfi í landinu. Gunnar segir hins vegar að greiningardeild ríkislögreglustjóra sé sú deild innan íslenska ríkisins sem eigi í samtali við öryggis- og leyniþjónustur annarra landa, til að mynda Norðurlandanna og annarra Evrópuþjóða, um upplýsingar er gætu varðað öryggi þjóðarinnar eða æðstu stjórnenda ríkisins. Að sögn Gunnars er enginn leyniþjónusta á Íslandi.Ríkislögreglustjóri „Íslenska lögreglan beitir sér ekki í málefnum annara ríkja. Embætti ríkislögreglustjóra og greiningardeild embættisins hafa á engan hátt hlutast til í málefnum Íran,“ segir Gunnar Hörður. Fordæma ofríki gagnvart konum Áslaug Karen Jóhannsdóttir, sérfræðingur í upplýsingadeild Utanríkisráðuneytisins, tekur í sama streng. Engin leyniþjónusta sé rekin á Íslandi. Einnig að Ísland hafi ekki átt neina aðkomu að mótmælunum í Íran og ekkert íslenskt sendiráð sé rekið í landinu. „Utanríkisráðherra hefur hins vegar fordæmt það ofríki sem konur í Íran þurfa að búa við, og leiddi meðal annars til dauða Möhsu Amini, og þá hörku og ofbeldi sem mótmælendur urðu fyrir í kjölfarið,“ segir Áslaug. „Þá framfylgir Ísland þeim þvingunaraðgerðum sem Evrópusambandið hefur gripið til gagnvart Íran vegna aðildar þarlendra stjórnvalda að dauða Mahsa Amini og ofsóknum gegn friðsömum mótmælendum.“ Dregið úr mótmælunum Mótmælin hófust strax eftir dauða Amini og standa enn þá yfir. Írönsk stjórnvöld hafa brugðist við þeim af fullri hörku, með handtökum og ofbeldi, og talið er að meira en 500 mótmælendur hafi dáið. Þá hafa sjö mótmælendur verið dæmdir til dauða og hengdir, að sögn stjórnvalda fyrir árásir á lögreglumenn og hermenn. Frá því í mars hefur dregið mjög úr mótmælunum en um tíma var litið á þau sem eina mestu ógn sem steðjað hefur að stjórnvöldum frá því að klerkastjórninni var komið á árið 1979. Meðal annars vegna víðtækra verkfalla sem þóttu minna um margt á verkföllin í aðdraganda byltingarinnar árið 1979. Íran Mótmælaalda í Íran Utanríkismál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Í viðtali á íranska vefnum Khamenei á þriðjudag lýsti Kazemi hvernig téðar leyniþjónustur eiga að hafa komið að mótmælunum sem hófust eftir að hin kúrdíska Mahsa Amini lést í varðhaldi siðgæðislögreglunnar í Tehran, þann 16. september. Hún var sökuð um að brjóta slæðulög en grunur leikur á að hún hafi verið myrt af lögreglumönnum. Að sögn Kazemi eru þetta meðal annarra leyniþjónustur frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi, Ástralíu, Sádi Arabíu, Ísrael og Íslandi. Ísrael er reyndar ekki nefnt á nafn heldur aðeins „hernámsstjórn síonista.“ Lýsti hann því meðal annars að evrópskar stofnanir hafi notað bæði Evrópumenn og Asíumenn til þess a safna upplýsingum um mótmælin. Þetta hafi leitt til þess að Íranir hafi handtekið um 40 einstaklinga í Khorasan Razavi héraði. Þá hafi bandaríska leyniþjónustan, CIA, dreift fréttum af mótmælunum á netinu og veitt mótmælendum aðstoð við að komast hjá fjarskiptatakmörkunum stjórnvalda. En írönsk stjórnvöld hafa heft netnotkun mikið síðan mótmælin hófust. Einnig að CIA, hin ísraelska Mossad og breska MI6 hafi reynt að ráða íranska kjarnorkuvísindamenn og hernaðarsérfræðinga af dögum. Ekki er greint frá því hvernig hin meinta íslenska leyniþjónusta á að hafa komið að því að kynda undir mótmælaölduna. Engin leyniþjónusta „Á Íslandi starfar ekki leyniþjónusta, aðeins lögregla,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra. Gera íslensk lög ekki ráð fyrir því að leyniþjónusta starfi í landinu. Gunnar segir hins vegar að greiningardeild ríkislögreglustjóra sé sú deild innan íslenska ríkisins sem eigi í samtali við öryggis- og leyniþjónustur annarra landa, til að mynda Norðurlandanna og annarra Evrópuþjóða, um upplýsingar er gætu varðað öryggi þjóðarinnar eða æðstu stjórnenda ríkisins. Að sögn Gunnars er enginn leyniþjónusta á Íslandi.Ríkislögreglustjóri „Íslenska lögreglan beitir sér ekki í málefnum annara ríkja. Embætti ríkislögreglustjóra og greiningardeild embættisins hafa á engan hátt hlutast til í málefnum Íran,“ segir Gunnar Hörður. Fordæma ofríki gagnvart konum Áslaug Karen Jóhannsdóttir, sérfræðingur í upplýsingadeild Utanríkisráðuneytisins, tekur í sama streng. Engin leyniþjónusta sé rekin á Íslandi. Einnig að Ísland hafi ekki átt neina aðkomu að mótmælunum í Íran og ekkert íslenskt sendiráð sé rekið í landinu. „Utanríkisráðherra hefur hins vegar fordæmt það ofríki sem konur í Íran þurfa að búa við, og leiddi meðal annars til dauða Möhsu Amini, og þá hörku og ofbeldi sem mótmælendur urðu fyrir í kjölfarið,“ segir Áslaug. „Þá framfylgir Ísland þeim þvingunaraðgerðum sem Evrópusambandið hefur gripið til gagnvart Íran vegna aðildar þarlendra stjórnvalda að dauða Mahsa Amini og ofsóknum gegn friðsömum mótmælendum.“ Dregið úr mótmælunum Mótmælin hófust strax eftir dauða Amini og standa enn þá yfir. Írönsk stjórnvöld hafa brugðist við þeim af fullri hörku, með handtökum og ofbeldi, og talið er að meira en 500 mótmælendur hafi dáið. Þá hafa sjö mótmælendur verið dæmdir til dauða og hengdir, að sögn stjórnvalda fyrir árásir á lögreglumenn og hermenn. Frá því í mars hefur dregið mjög úr mótmælunum en um tíma var litið á þau sem eina mestu ógn sem steðjað hefur að stjórnvöldum frá því að klerkastjórninni var komið á árið 1979. Meðal annars vegna víðtækra verkfalla sem þóttu minna um margt á verkföllin í aðdraganda byltingarinnar árið 1979.
Íran Mótmælaalda í Íran Utanríkismál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira