„Íslenska leyniþjónustan“ hafi kynt undir mótmælaölduna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. júní 2023 08:01 Mohammed Kazemi er yfirmaður leyniþjónustu íranska hersins. IFMAT Mohammed Kazemi, herforingi og yfirmaður leyniþjónustu íranska hersins, sakar leyniþjónustur tuttugu ríkja um að kynda undir mótmælaölduna sem geisað hefur í landinu í tæpt ár. Ísland er þar á meðal. Í viðtali á íranska vefnum Khamenei á þriðjudag lýsti Kazemi hvernig téðar leyniþjónustur eiga að hafa komið að mótmælunum sem hófust eftir að hin kúrdíska Mahsa Amini lést í varðhaldi siðgæðislögreglunnar í Tehran, þann 16. september. Hún var sökuð um að brjóta slæðulög en grunur leikur á að hún hafi verið myrt af lögreglumönnum. Að sögn Kazemi eru þetta meðal annarra leyniþjónustur frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi, Ástralíu, Sádi Arabíu, Ísrael og Íslandi. Ísrael er reyndar ekki nefnt á nafn heldur aðeins „hernámsstjórn síonista.“ Lýsti hann því meðal annars að evrópskar stofnanir hafi notað bæði Evrópumenn og Asíumenn til þess a safna upplýsingum um mótmælin. Þetta hafi leitt til þess að Íranir hafi handtekið um 40 einstaklinga í Khorasan Razavi héraði. Þá hafi bandaríska leyniþjónustan, CIA, dreift fréttum af mótmælunum á netinu og veitt mótmælendum aðstoð við að komast hjá fjarskiptatakmörkunum stjórnvalda. En írönsk stjórnvöld hafa heft netnotkun mikið síðan mótmælin hófust. Einnig að CIA, hin ísraelska Mossad og breska MI6 hafi reynt að ráða íranska kjarnorkuvísindamenn og hernaðarsérfræðinga af dögum. Ekki er greint frá því hvernig hin meinta íslenska leyniþjónusta á að hafa komið að því að kynda undir mótmælaölduna. Engin leyniþjónusta „Á Íslandi starfar ekki leyniþjónusta, aðeins lögregla,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra. Gera íslensk lög ekki ráð fyrir því að leyniþjónusta starfi í landinu. Gunnar segir hins vegar að greiningardeild ríkislögreglustjóra sé sú deild innan íslenska ríkisins sem eigi í samtali við öryggis- og leyniþjónustur annarra landa, til að mynda Norðurlandanna og annarra Evrópuþjóða, um upplýsingar er gætu varðað öryggi þjóðarinnar eða æðstu stjórnenda ríkisins. Að sögn Gunnars er enginn leyniþjónusta á Íslandi.Ríkislögreglustjóri „Íslenska lögreglan beitir sér ekki í málefnum annara ríkja. Embætti ríkislögreglustjóra og greiningardeild embættisins hafa á engan hátt hlutast til í málefnum Íran,“ segir Gunnar Hörður. Fordæma ofríki gagnvart konum Áslaug Karen Jóhannsdóttir, sérfræðingur í upplýsingadeild Utanríkisráðuneytisins, tekur í sama streng. Engin leyniþjónusta sé rekin á Íslandi. Einnig að Ísland hafi ekki átt neina aðkomu að mótmælunum í Íran og ekkert íslenskt sendiráð sé rekið í landinu. „Utanríkisráðherra hefur hins vegar fordæmt það ofríki sem konur í Íran þurfa að búa við, og leiddi meðal annars til dauða Möhsu Amini, og þá hörku og ofbeldi sem mótmælendur urðu fyrir í kjölfarið,“ segir Áslaug. „Þá framfylgir Ísland þeim þvingunaraðgerðum sem Evrópusambandið hefur gripið til gagnvart Íran vegna aðildar þarlendra stjórnvalda að dauða Mahsa Amini og ofsóknum gegn friðsömum mótmælendum.“ Dregið úr mótmælunum Mótmælin hófust strax eftir dauða Amini og standa enn þá yfir. Írönsk stjórnvöld hafa brugðist við þeim af fullri hörku, með handtökum og ofbeldi, og talið er að meira en 500 mótmælendur hafi dáið. Þá hafa sjö mótmælendur verið dæmdir til dauða og hengdir, að sögn stjórnvalda fyrir árásir á lögreglumenn og hermenn. Frá því í mars hefur dregið mjög úr mótmælunum en um tíma var litið á þau sem eina mestu ógn sem steðjað hefur að stjórnvöldum frá því að klerkastjórninni var komið á árið 1979. Meðal annars vegna víðtækra verkfalla sem þóttu minna um margt á verkföllin í aðdraganda byltingarinnar árið 1979. Íran Mótmælaalda í Íran Utanríkismál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Í viðtali á íranska vefnum Khamenei á þriðjudag lýsti Kazemi hvernig téðar leyniþjónustur eiga að hafa komið að mótmælunum sem hófust eftir að hin kúrdíska Mahsa Amini lést í varðhaldi siðgæðislögreglunnar í Tehran, þann 16. september. Hún var sökuð um að brjóta slæðulög en grunur leikur á að hún hafi verið myrt af lögreglumönnum. Að sögn Kazemi eru þetta meðal annarra leyniþjónustur frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi, Ástralíu, Sádi Arabíu, Ísrael og Íslandi. Ísrael er reyndar ekki nefnt á nafn heldur aðeins „hernámsstjórn síonista.“ Lýsti hann því meðal annars að evrópskar stofnanir hafi notað bæði Evrópumenn og Asíumenn til þess a safna upplýsingum um mótmælin. Þetta hafi leitt til þess að Íranir hafi handtekið um 40 einstaklinga í Khorasan Razavi héraði. Þá hafi bandaríska leyniþjónustan, CIA, dreift fréttum af mótmælunum á netinu og veitt mótmælendum aðstoð við að komast hjá fjarskiptatakmörkunum stjórnvalda. En írönsk stjórnvöld hafa heft netnotkun mikið síðan mótmælin hófust. Einnig að CIA, hin ísraelska Mossad og breska MI6 hafi reynt að ráða íranska kjarnorkuvísindamenn og hernaðarsérfræðinga af dögum. Ekki er greint frá því hvernig hin meinta íslenska leyniþjónusta á að hafa komið að því að kynda undir mótmælaölduna. Engin leyniþjónusta „Á Íslandi starfar ekki leyniþjónusta, aðeins lögregla,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra. Gera íslensk lög ekki ráð fyrir því að leyniþjónusta starfi í landinu. Gunnar segir hins vegar að greiningardeild ríkislögreglustjóra sé sú deild innan íslenska ríkisins sem eigi í samtali við öryggis- og leyniþjónustur annarra landa, til að mynda Norðurlandanna og annarra Evrópuþjóða, um upplýsingar er gætu varðað öryggi þjóðarinnar eða æðstu stjórnenda ríkisins. Að sögn Gunnars er enginn leyniþjónusta á Íslandi.Ríkislögreglustjóri „Íslenska lögreglan beitir sér ekki í málefnum annara ríkja. Embætti ríkislögreglustjóra og greiningardeild embættisins hafa á engan hátt hlutast til í málefnum Íran,“ segir Gunnar Hörður. Fordæma ofríki gagnvart konum Áslaug Karen Jóhannsdóttir, sérfræðingur í upplýsingadeild Utanríkisráðuneytisins, tekur í sama streng. Engin leyniþjónusta sé rekin á Íslandi. Einnig að Ísland hafi ekki átt neina aðkomu að mótmælunum í Íran og ekkert íslenskt sendiráð sé rekið í landinu. „Utanríkisráðherra hefur hins vegar fordæmt það ofríki sem konur í Íran þurfa að búa við, og leiddi meðal annars til dauða Möhsu Amini, og þá hörku og ofbeldi sem mótmælendur urðu fyrir í kjölfarið,“ segir Áslaug. „Þá framfylgir Ísland þeim þvingunaraðgerðum sem Evrópusambandið hefur gripið til gagnvart Íran vegna aðildar þarlendra stjórnvalda að dauða Mahsa Amini og ofsóknum gegn friðsömum mótmælendum.“ Dregið úr mótmælunum Mótmælin hófust strax eftir dauða Amini og standa enn þá yfir. Írönsk stjórnvöld hafa brugðist við þeim af fullri hörku, með handtökum og ofbeldi, og talið er að meira en 500 mótmælendur hafi dáið. Þá hafa sjö mótmælendur verið dæmdir til dauða og hengdir, að sögn stjórnvalda fyrir árásir á lögreglumenn og hermenn. Frá því í mars hefur dregið mjög úr mótmælunum en um tíma var litið á þau sem eina mestu ógn sem steðjað hefur að stjórnvöldum frá því að klerkastjórninni var komið á árið 1979. Meðal annars vegna víðtækra verkfalla sem þóttu minna um margt á verkföllin í aðdraganda byltingarinnar árið 1979.
Íran Mótmælaalda í Íran Utanríkismál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira