Ráðherrar til bjargar Reykvíkingum? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. júní 2023 07:01 Á síðustu dögum þingsins samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um breytingu á lögum um útlendinga. Breytingin sneri m.a. að rýmkuðum reglum um dvalarleyfi á grundvelli samnings um vistráðningu (au pair). Nú verður því heimilt að endurnýja leyfin í eitt ár, að hámarki í tvö ár, en áður var ekki heimilt að endurnýja slík dvalarleyfi. Í vetur hvatti ég ráðherra einmitt til að gera þessa breytingu sem kemur sér vonandi vel og gerir sitt til að minnka pressuna á foreldra ungra barna í Reykjavík. Þar bíða hátt í þúsund börn eftir leikskólaplássi og meðalaldur barna við innritun á leikskóla er 23 mánuðir. Þetta er þung staða og kjósendur meirihlutans í Reykjavík, sem létu m.a. glepjast af margendurunnu kosningaloforði um leikskólapláss fyrir 12 mánaða borgarbúa, eru orðnir þreyttir á ástandinu. Ég verð ekki mjög hissa ef þeir endurvekja mótmælin frá s.l. hausti og mæta í Ráðhúsið eftir sumarleyfi. Fróðlegt verður líka að fylgjast með stöðunni á frístundamálum borgarinnar í haust. Ég hef fengið samhljóða tölvupóst öll mín ár sem foreldri grunnskólabarns í Reykjavík – „Barn á biðlista um sinn“ – og læt mér því ekki bregða ef hann poppar upp núna í ágúst. Ég leyfi spenntum lesendum hér á Vísi að fylgjast með framvindunni. Ég er þingmaður Reykvíkinga og er boðin og búin að aðstoða íbúana í mínu kjördæmi eftir fremsta megni. Það er jákvætt að ríkið hafi tekið skref til að koma til móts við foreldra í dagvistunarmálum. Munar um það vegna vangetu sumra sveitarfélaga til að brúa bilið frá fæðingarorlofi. Ég hef því áfram augun opin varðandi önnur mál í borginni okkar, a.m.k. þar til ný stjórnvöld sem forgangsraða í þágu grunnþjónustu borgarbúa taka þar við stjórnartaumunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Alþingi Fjölskyldumál Leikskólar Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum þingsins samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um breytingu á lögum um útlendinga. Breytingin sneri m.a. að rýmkuðum reglum um dvalarleyfi á grundvelli samnings um vistráðningu (au pair). Nú verður því heimilt að endurnýja leyfin í eitt ár, að hámarki í tvö ár, en áður var ekki heimilt að endurnýja slík dvalarleyfi. Í vetur hvatti ég ráðherra einmitt til að gera þessa breytingu sem kemur sér vonandi vel og gerir sitt til að minnka pressuna á foreldra ungra barna í Reykjavík. Þar bíða hátt í þúsund börn eftir leikskólaplássi og meðalaldur barna við innritun á leikskóla er 23 mánuðir. Þetta er þung staða og kjósendur meirihlutans í Reykjavík, sem létu m.a. glepjast af margendurunnu kosningaloforði um leikskólapláss fyrir 12 mánaða borgarbúa, eru orðnir þreyttir á ástandinu. Ég verð ekki mjög hissa ef þeir endurvekja mótmælin frá s.l. hausti og mæta í Ráðhúsið eftir sumarleyfi. Fróðlegt verður líka að fylgjast með stöðunni á frístundamálum borgarinnar í haust. Ég hef fengið samhljóða tölvupóst öll mín ár sem foreldri grunnskólabarns í Reykjavík – „Barn á biðlista um sinn“ – og læt mér því ekki bregða ef hann poppar upp núna í ágúst. Ég leyfi spenntum lesendum hér á Vísi að fylgjast með framvindunni. Ég er þingmaður Reykvíkinga og er boðin og búin að aðstoða íbúana í mínu kjördæmi eftir fremsta megni. Það er jákvætt að ríkið hafi tekið skref til að koma til móts við foreldra í dagvistunarmálum. Munar um það vegna vangetu sumra sveitarfélaga til að brúa bilið frá fæðingarorlofi. Ég hef því áfram augun opin varðandi önnur mál í borginni okkar, a.m.k. þar til ný stjórnvöld sem forgangsraða í þágu grunnþjónustu borgarbúa taka þar við stjórnartaumunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun