Bensínstöðin sem ferðamenn míga við verður færð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júní 2023 08:46 Bensínstöðin umdeilda verður flutt. Íbúarnir kvarta yfir hlandlykt og óþrifnaði. Skjáskot/Google Maps Sveitarfélagið Múlaþings hefur ákveðið að færa bensínstöð N1 á Djúpavogi út fyrir íbúabyggðina. Ferðamenn kasta af sér vatni við stöðina íbúum til ama og fyrirtækin á svæðinu vilja ekki kosta salernisaðstöðu. Á mánudag samþykkti umhverfis og framkvæmdaráð Múlaþings tillögu heimastjórnar Djúpavogs að færa stöðina. Var hún samþykkt samhljóða í ráðinu. „Forsendur fyrir staðsetningu á eldsneytisdælum á Djúpavogi hafa gjörbreyst samhliða stóraukinni umferð í tengslum við ferðaþjónustu og þungaflutninga. Hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa og ásýnd svæðisins,“ segir í tillögunni. Verði þegar hafist við að breyta gildandi aðalskipulagi með það fyrir augum að bensínstöðinni verði fundinn staður fjær íbúabyggð. Íbúar við fimm hús í Djúpavogi, við göturnar Búland og Steina, höfðu farið fram á að starfsleyfi bensínstöðvarinnar yrði fellt úr gildi. Því erindi vísað umhverfis og framkvæmdaráð til Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Fyrirtæki vildu ekki setja upp klósett Eins og kom fram í frétt Vísis frá því í maí síðastliðnum eru íbúar afar ósáttir við óþrifnað og hlandlykt sem fylgir bensínstöðinni, sem er sjálfsafgreiðslustöð. Hún stendur við helsta verslunarkjarna þorpsins þar sem Samkaup, Landsbankinn, ÁTVR og Íslandspóstur eru með aðstöðu. Heimastjórn óskaði eftir að þessi fyrirtæki tækju sig saman og settu upp salernisaðstöðu. Sveitarfélagið gæti ekki sjálft gert það á einkalóð. Enginn vilji reyndist hins vegar vera fyrir því hjá fyrirtækjunum. Báru sum þeirra það fyrir sig að þau væru aðeins leigjendur en ekki eigendur hússins. Myndavélar dugðu ekki til Mál bensínstöðvarinnar hefur verið til umræðu hjá sveitarstjórn í meira en ár. En stöðin var á sínum tíma byggð án grenndarkynningar eða samráðs við íbúa í nágrenninu. „Það er búið að reyna að gera allt. Það er búið að girða og setja upp myndavélar. Fólki er nákvæmlega sama því það veit að það er enginn sem situr við skjáinn og starir á það,“ sagði Oddný Anna Björnsdóttir, fulltrúi í heimastjórn Djúpavogs í Múlaþingi við Vísi í maí. Ferðamenn búist við að finna salerni við bensínstöðina en þegar henni væri ekki til að dreifa gera þeir þarfir sínar undir berum himni. Múlaþing Umhverfismál Verslun Skipulag Bensín og olía Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
Á mánudag samþykkti umhverfis og framkvæmdaráð Múlaþings tillögu heimastjórnar Djúpavogs að færa stöðina. Var hún samþykkt samhljóða í ráðinu. „Forsendur fyrir staðsetningu á eldsneytisdælum á Djúpavogi hafa gjörbreyst samhliða stóraukinni umferð í tengslum við ferðaþjónustu og þungaflutninga. Hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa og ásýnd svæðisins,“ segir í tillögunni. Verði þegar hafist við að breyta gildandi aðalskipulagi með það fyrir augum að bensínstöðinni verði fundinn staður fjær íbúabyggð. Íbúar við fimm hús í Djúpavogi, við göturnar Búland og Steina, höfðu farið fram á að starfsleyfi bensínstöðvarinnar yrði fellt úr gildi. Því erindi vísað umhverfis og framkvæmdaráð til Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Fyrirtæki vildu ekki setja upp klósett Eins og kom fram í frétt Vísis frá því í maí síðastliðnum eru íbúar afar ósáttir við óþrifnað og hlandlykt sem fylgir bensínstöðinni, sem er sjálfsafgreiðslustöð. Hún stendur við helsta verslunarkjarna þorpsins þar sem Samkaup, Landsbankinn, ÁTVR og Íslandspóstur eru með aðstöðu. Heimastjórn óskaði eftir að þessi fyrirtæki tækju sig saman og settu upp salernisaðstöðu. Sveitarfélagið gæti ekki sjálft gert það á einkalóð. Enginn vilji reyndist hins vegar vera fyrir því hjá fyrirtækjunum. Báru sum þeirra það fyrir sig að þau væru aðeins leigjendur en ekki eigendur hússins. Myndavélar dugðu ekki til Mál bensínstöðvarinnar hefur verið til umræðu hjá sveitarstjórn í meira en ár. En stöðin var á sínum tíma byggð án grenndarkynningar eða samráðs við íbúa í nágrenninu. „Það er búið að reyna að gera allt. Það er búið að girða og setja upp myndavélar. Fólki er nákvæmlega sama því það veit að það er enginn sem situr við skjáinn og starir á það,“ sagði Oddný Anna Björnsdóttir, fulltrúi í heimastjórn Djúpavogs í Múlaþingi við Vísi í maí. Ferðamenn búist við að finna salerni við bensínstöðina en þegar henni væri ekki til að dreifa gera þeir þarfir sínar undir berum himni.
Múlaþing Umhverfismál Verslun Skipulag Bensín og olía Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira