Amazon sakað um bellibrögð með Prime-áskriftir Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2023 11:34 Viðskiptavinir Amazon skráðu sig stundum óafvitandi í áskrift að Prime en það var hægara sagt en gert að segja henni upp aftur samvæmt stefnu FTC. AP/Gene J. Puskar Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) stefndi tæknirisanum Amazon fyrir að blekkja viðskiptavini sína til þess að skrá sig í áskriftarþjónustu og gera þeim erfitt fyrir að segja henni upp. Fyrirtækið hafnar ásökununum alfarið. Amazon Prime, áskriftarþjónusta Amazon, veitir viðskiptavinum Amazon þjónustu eins og skemmri afhendingartíma gegn gjaldi. Í stefnu FTC er stórfyrirtækið sakað um að notað blekkjandi hönnun til þess að narra viðskiptavini til þess að gerast áskrifendur. Það hafi brotið lög um viðskiptahætti og lög um neytendarvernd í netverslun. Þannig er Amazon sagt hafa gert viðskiptavinum erfitt að kaupa vörur án þess að gerast áskrifendur að Prime. Í sumum tilfellum fengu viðskiptavinir upp hnapp til þess að ganga frá kaupum án þess að þeim væri ljóst að með því að smella á hann gerðust þeir áskrifendur að Prime. Kenndu uppsagnarferlið við langdregið umsátur um Tróju Flókið var fyrir viðskiptavini að segja áskriftinni upp og stjórnendur Amazon drógu lappirnar eða höfnuðu breytingum sem hefðu gert það auðveldara, að því er segir í stefnunni. Innanhúss var uppsagnarferlið kallað Ilíonskviða, forngrísku ljóði um lang umsátur um Trjóju, að sögn AP-fréttastofunnar. „Amazon gabbaði og festi fólk í áframhaldandi áskrift án samþykkis þess sem olli notendum ekki aðeins angri heldur kostaði þá umtalsverða fjármuni. Þessar óheiðarlegu aðferðir sköðuðu neytendur og löghlýðin fyrirtæki,“ sagði Line Khan, forstöðumaður FTC. Amazon segir ásakanir FTC rangar. Þvert á móti sagði Heather Layman, talskona Amazon, að viðskiptavinir „elskuðu“ Prime og að það væri bæði skýrt og einfalt að skrá sig í og úr áskrift. Fyrr í þessum mánuði samþykkti Amazon að greiða um 25 milljónir dollara í sekt vegna ásakana um að fyrirtækið hefði brotið gegn persónuvernd barna með því að geyma gögn úr Alexu, raddstýrðum hátalara, þrátt fyrir að foreldrar hefðu óskað eftir því. Sömuleiðis féllst fyrirtækið á að greiða sekt vegna starfsmanna sem skoðuðu upptökur úr dyrabjöllumyndavélum viðskiptavina og samstarfsmanna. Amazon Bandaríkin Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Amazon Prime, áskriftarþjónusta Amazon, veitir viðskiptavinum Amazon þjónustu eins og skemmri afhendingartíma gegn gjaldi. Í stefnu FTC er stórfyrirtækið sakað um að notað blekkjandi hönnun til þess að narra viðskiptavini til þess að gerast áskrifendur. Það hafi brotið lög um viðskiptahætti og lög um neytendarvernd í netverslun. Þannig er Amazon sagt hafa gert viðskiptavinum erfitt að kaupa vörur án þess að gerast áskrifendur að Prime. Í sumum tilfellum fengu viðskiptavinir upp hnapp til þess að ganga frá kaupum án þess að þeim væri ljóst að með því að smella á hann gerðust þeir áskrifendur að Prime. Kenndu uppsagnarferlið við langdregið umsátur um Tróju Flókið var fyrir viðskiptavini að segja áskriftinni upp og stjórnendur Amazon drógu lappirnar eða höfnuðu breytingum sem hefðu gert það auðveldara, að því er segir í stefnunni. Innanhúss var uppsagnarferlið kallað Ilíonskviða, forngrísku ljóði um lang umsátur um Trjóju, að sögn AP-fréttastofunnar. „Amazon gabbaði og festi fólk í áframhaldandi áskrift án samþykkis þess sem olli notendum ekki aðeins angri heldur kostaði þá umtalsverða fjármuni. Þessar óheiðarlegu aðferðir sköðuðu neytendur og löghlýðin fyrirtæki,“ sagði Line Khan, forstöðumaður FTC. Amazon segir ásakanir FTC rangar. Þvert á móti sagði Heather Layman, talskona Amazon, að viðskiptavinir „elskuðu“ Prime og að það væri bæði skýrt og einfalt að skrá sig í og úr áskrift. Fyrr í þessum mánuði samþykkti Amazon að greiða um 25 milljónir dollara í sekt vegna ásakana um að fyrirtækið hefði brotið gegn persónuvernd barna með því að geyma gögn úr Alexu, raddstýrðum hátalara, þrátt fyrir að foreldrar hefðu óskað eftir því. Sömuleiðis féllst fyrirtækið á að greiða sekt vegna starfsmanna sem skoðuðu upptökur úr dyrabjöllumyndavélum viðskiptavina og samstarfsmanna.
Amazon Bandaríkin Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira