Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi er ólögmæt Árni Sæberg skrifar 27. júní 2023 16:48 Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi kemur til með að taka breytingum. Grímsnes- og Grafningshreppur Innviðaráðuneytið hefur úrskurðað að gjaldskrá sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir sundlaug og íþróttamiðstöðina Borg sé ekki í samræmi við jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og þar af leiðandi ólögmæt. Málið sneri að því fyrirkomulagi sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. Björgvin Njáli Ingólfssyni, sem á sumarbústað í Grímsnes- og Grafningshreppi og sveið það að fá ekki að njóta sömu kjara og þeir sem eru með skráð lögheimili í sveitarfélaginu, vildi meina að gjaldskrá sundlaugarinnar stæðist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, meginregluna um bann við mismunun eftir búsetu og sömuleiðis að gjaldskráin sé ekki í samræmi við lögmætis- eða réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. Því ákvað hann að kvarta til ráðuneytisins. Nú hefur ráðuneytið gefið út þau fyrirmæli í áliti sínu að sveitarfélagið breyti gjaldskrá sinni og færi hana í lögmætt horf. Sveitarfélagið taldi mismunun málefnalega Í svörum sínum vegna málsins taldi sveitarfélagið mismunun í gjaldskrá byggja á málefnalegum ástæðum, það er til að auka lýðheilsu íbúa og almenna hreyfingu. Jafnframt hélt sveitarfélagið því fram að rekstur sundlauga væri ólögbundið verkefni sveitarfélaga og því hefði það svigrúm til að ákvarða gjaldskrá. Þá taldi sveitarfélagið að ráðuneytið hefði ekki eftirlitshlutverk með ólögbundnum verkefnum sveitarfélaga. Í áliti innviðaráðuneytisins eru reifuð sjónarmið sem gilda um ólögbundin verkefni sveitarfélaga og gjaldtökuheimildir þeirra. Þá eru reifaðar grundvallarreglur sem gjaldtaka sveitarfélaga verður að byggja á, svo sem jafnræði og meðalhóf. Þá er rökstutt að það fellur undir eftirlitshlutverk ráðuneytisins að taka til skoðunar hvort sveitarfélög hafi gætt að almennum reglum stjórnsýsluréttar í ólögbundnum verkefnum. Ýmsar aðrar leiðir færar Ráðuneytið horfir til þess að þótt markmið að huga að lýðheilsu íbúa kunni að vera málefnalegt, þurfi að gæta að því að ganga ekki lengra en nauðsynlegt er til að ná markmiðinu. Ljóst sé að ýmsar leiðir væru til staðar til að ná því markmiði að auka lýðheilsu og auka hreyfingu íbúa sveitarfélaga, svo sem með veitingu sérstakra íþrótta- og frístundastyrkja. Í álitinu segir að ráðuneytinu telji auðséð að hægt væri að ná slíkum markmiðum með verkefnum sem ekki fela í sér mismunandi gjaldtöku fyrir almenning. Grímsnes- og Grafningshreppur Stjórnsýsla Sundlaugar Neytendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Þetta tíðkast víðar en við höldum“ Nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps mun taka til skoðunar kvörtun frá sumarbúastaðareiganda sem segir ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aðkomufólk borga hærra gjald en heimamenn fyrir íþróttir og sund brjóta í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Sveitarstjórinn segir fyrirkomulagið ekki ólíkt Loftbrúnni svokölluðu og frístundastyrkjum. 29. september 2022 12:36 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira
Málið sneri að því fyrirkomulagi sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. Björgvin Njáli Ingólfssyni, sem á sumarbústað í Grímsnes- og Grafningshreppi og sveið það að fá ekki að njóta sömu kjara og þeir sem eru með skráð lögheimili í sveitarfélaginu, vildi meina að gjaldskrá sundlaugarinnar stæðist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, meginregluna um bann við mismunun eftir búsetu og sömuleiðis að gjaldskráin sé ekki í samræmi við lögmætis- eða réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. Því ákvað hann að kvarta til ráðuneytisins. Nú hefur ráðuneytið gefið út þau fyrirmæli í áliti sínu að sveitarfélagið breyti gjaldskrá sinni og færi hana í lögmætt horf. Sveitarfélagið taldi mismunun málefnalega Í svörum sínum vegna málsins taldi sveitarfélagið mismunun í gjaldskrá byggja á málefnalegum ástæðum, það er til að auka lýðheilsu íbúa og almenna hreyfingu. Jafnframt hélt sveitarfélagið því fram að rekstur sundlauga væri ólögbundið verkefni sveitarfélaga og því hefði það svigrúm til að ákvarða gjaldskrá. Þá taldi sveitarfélagið að ráðuneytið hefði ekki eftirlitshlutverk með ólögbundnum verkefnum sveitarfélaga. Í áliti innviðaráðuneytisins eru reifuð sjónarmið sem gilda um ólögbundin verkefni sveitarfélaga og gjaldtökuheimildir þeirra. Þá eru reifaðar grundvallarreglur sem gjaldtaka sveitarfélaga verður að byggja á, svo sem jafnræði og meðalhóf. Þá er rökstutt að það fellur undir eftirlitshlutverk ráðuneytisins að taka til skoðunar hvort sveitarfélög hafi gætt að almennum reglum stjórnsýsluréttar í ólögbundnum verkefnum. Ýmsar aðrar leiðir færar Ráðuneytið horfir til þess að þótt markmið að huga að lýðheilsu íbúa kunni að vera málefnalegt, þurfi að gæta að því að ganga ekki lengra en nauðsynlegt er til að ná markmiðinu. Ljóst sé að ýmsar leiðir væru til staðar til að ná því markmiði að auka lýðheilsu og auka hreyfingu íbúa sveitarfélaga, svo sem með veitingu sérstakra íþrótta- og frístundastyrkja. Í álitinu segir að ráðuneytinu telji auðséð að hægt væri að ná slíkum markmiðum með verkefnum sem ekki fela í sér mismunandi gjaldtöku fyrir almenning.
Grímsnes- og Grafningshreppur Stjórnsýsla Sundlaugar Neytendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Þetta tíðkast víðar en við höldum“ Nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps mun taka til skoðunar kvörtun frá sumarbúastaðareiganda sem segir ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aðkomufólk borga hærra gjald en heimamenn fyrir íþróttir og sund brjóta í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Sveitarstjórinn segir fyrirkomulagið ekki ólíkt Loftbrúnni svokölluðu og frístundastyrkjum. 29. september 2022 12:36 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira
„Þetta tíðkast víðar en við höldum“ Nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps mun taka til skoðunar kvörtun frá sumarbúastaðareiganda sem segir ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aðkomufólk borga hærra gjald en heimamenn fyrir íþróttir og sund brjóta í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Sveitarstjórinn segir fyrirkomulagið ekki ólíkt Loftbrúnni svokölluðu og frístundastyrkjum. 29. september 2022 12:36