Kvikan það grunnt að ekki er hægt að styðjast lengur við GPS-gögn Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2023 16:57 Kvikan hefur ekki enn leitað upp á yfirborðið. Vísir/Vilhelm Lítið sem ekkert er að frétta af stöðu kvikunnar á Reykjanesi frá því í hádeginu í dag og staðan nokkuð óbreytt. Þá hefur skjálftavirknin á svæðinu verið með mjög svipuðu móti. „Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Áfram sé miðað við að það geti ýmist tekið kvikuna klukkustundir eða daga að komast upp á yfirborðið. Áður var greint frá því að nýjustu GPS-gögn bendi til þess að kvikan sé á um kílómetra dýpi og jafnvel grynnra en það. Liggur hún nú það grunnt undir yfirborðinu að ekki er lengur hægt að styðjast við GPS-gögn til að átta sig á stöðunni. „Landsigið er að hægja á sér næst kvikuinnskotinu og við metum sem svo að kvikan er komin það nálægt yfirborði að GPS-stöðin, sem stendur þarna næst um einn til tvo kílómetra frá, að áhrifasvæðið nær ekki til hennar,“ bætir Lovísa við. Langt í næstu gervihnattarmyndir Sérfræðingar styðjast einnig við InSAR gervihnattarmyndir af Reykjanesskaga til að greina stöðu landsigsins en ekki er von á slíkum myndum næst fyrr en eftir tæpa viku þegar gervihnötturinn er aftur á sporbaug yfir Íslandi. Rúmir 1.100 jarðskjálftar hafa mælst í kringum kvikuinnskotið frá Fagradalsfjalli og út fyrir Keili frá því um miðnætti og mældist sá stærsti sem var 3,5 að stærð klukkan 11:30. Hægt hefur á jarðhræringum á svæðinu að undanförnu. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að breytingarnar væru ekki miklar á nýjustu gögnunum og að hugsanleg túlkun að kvikan sé komin verulega nærri yfirborði en að önnur túlkun sé að kvikan sé að hægja á sér. Hægt er að fylgjast með svæðinu með vefmyndavél Vísis. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Kvikan hugsanlega komin verulega nærri yfirborði Ný GPS gögn benda til þess að kvikan á Reykjanesi sé á kílómetra dýpi, eða jafnvel grynnra dýpi en það. Skjálftar mælast bæði á svæðinu á milli Keilis og Fagradalsfjalls og Eldey en þó færri en í upphafi hrinunnar. 8. júlí 2023 11:50 Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Áfram sé miðað við að það geti ýmist tekið kvikuna klukkustundir eða daga að komast upp á yfirborðið. Áður var greint frá því að nýjustu GPS-gögn bendi til þess að kvikan sé á um kílómetra dýpi og jafnvel grynnra en það. Liggur hún nú það grunnt undir yfirborðinu að ekki er lengur hægt að styðjast við GPS-gögn til að átta sig á stöðunni. „Landsigið er að hægja á sér næst kvikuinnskotinu og við metum sem svo að kvikan er komin það nálægt yfirborði að GPS-stöðin, sem stendur þarna næst um einn til tvo kílómetra frá, að áhrifasvæðið nær ekki til hennar,“ bætir Lovísa við. Langt í næstu gervihnattarmyndir Sérfræðingar styðjast einnig við InSAR gervihnattarmyndir af Reykjanesskaga til að greina stöðu landsigsins en ekki er von á slíkum myndum næst fyrr en eftir tæpa viku þegar gervihnötturinn er aftur á sporbaug yfir Íslandi. Rúmir 1.100 jarðskjálftar hafa mælst í kringum kvikuinnskotið frá Fagradalsfjalli og út fyrir Keili frá því um miðnætti og mældist sá stærsti sem var 3,5 að stærð klukkan 11:30. Hægt hefur á jarðhræringum á svæðinu að undanförnu. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að breytingarnar væru ekki miklar á nýjustu gögnunum og að hugsanleg túlkun að kvikan sé komin verulega nærri yfirborði en að önnur túlkun sé að kvikan sé að hægja á sér. Hægt er að fylgjast með svæðinu með vefmyndavél Vísis.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Kvikan hugsanlega komin verulega nærri yfirborði Ný GPS gögn benda til þess að kvikan á Reykjanesi sé á kílómetra dýpi, eða jafnvel grynnra dýpi en það. Skjálftar mælast bæði á svæðinu á milli Keilis og Fagradalsfjalls og Eldey en þó færri en í upphafi hrinunnar. 8. júlí 2023 11:50 Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Kvikan hugsanlega komin verulega nærri yfirborði Ný GPS gögn benda til þess að kvikan á Reykjanesi sé á kílómetra dýpi, eða jafnvel grynnra dýpi en það. Skjálftar mælast bæði á svæðinu á milli Keilis og Fagradalsfjalls og Eldey en þó færri en í upphafi hrinunnar. 8. júlí 2023 11:50
Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37