Á degi leiðtogafundar NATO í Litháen Ámundi Loftsson skrifar 11. júlí 2023 07:00 Orðsending til félagsmanna og kjörinna fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Nú eru daprir tímar í sögu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Flokkur ykkar er í ríkisstjórn sem styður og stendur að sívaxandi hernaðarbrölti. Nú hefur verið ákveðið að láta Úkraínumenn hafa svokallaðar klasasprengur, drápstól sem eru svo ógeðsleg og villimannleg að jafnvel hörðustu hernaðarsinnum ofbýður og hafna notkun þeirra, enda eru þau nær allstaðar bannaðar í hernaði. Þrátt fyrir þetta og fulla vitneskju ykkar um að þessi hernaður verður ekki stöðvaður með auknum vopnasendingum eiga þær sér engu að síður stað með ykkar samþykki. Þó ekkert heyrist frá ykkur um þetta hernaðarbrjálæði er sú þögn himinhrópandi. Það á reyndar það sama við um þá flokka annarra landa sem kenna sig við frið og hernaðarandstöðu. Það heyrist hvorki hósti né stuna frá þeim um þennan hernað. Sama á við um friðarsamtök, bæði á Íslandi og annarstaðar. Það heyrist ekki múkk frá þeim. Það er eins og þau séu ekki lengur til. Hafi gufað upp. Samt blasir við að eina leiðin útúr þessum hernaði eru friðarumleitanir. Sama hve vonlaust það kann að virðast og ógeðfellt það er. Ef ekki verður leitað viðræðna um frið mun ástandið einungis versna, manntjón og eyðilegging halda áfram og aukast og friður verður sífellt fjarlægari. Framtíðarskipan mála og yfirráð Úkraínu verða ekki ákveðin með hervaldi á þann hátt að varanlegur friður verði þar um. Friður fenginn með hervaldi verður hvorki sannur né langlífur. Það mun uppúr sjóða á ný. Varanleg viðskipta- og stjórnmálaeinangrun Rússlands frá umheiminum er heldur ekki ástand sem getur orðið varanlegt til langs tíma. Eina leiðin til að koma samskiptum Rússa við önnur lönd í ásættanlegt horf eru viðræður. Aukinn hernaður gerir þá möguleika æ erfiðari og fjarlægari. Ef samtök ykkar eiga að rísa undir nafni sem friðarsamtök og fyrir andstöðu við hernað verðið þið tafarlaust að láta af stuðningi ykkar við þetta fáránlega hernaðarbrölt og koma ykkur á ykkar rétta stað í stjórnmálunum og fara að tala fyrir friðsamlegum lausnum á þessu ástandi. Nema þá að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé orðinn hernaðarflokkur sem vill láta af andstöðu sinni við aðild Íslands að NATO og mælir almennt með hernaðarlausnum í erfiðum samskiptum milli þjóða. Þá væri líka réttara að þið mynduð kveða uppúr með það þannig að enginn þurfi að velkjast í vafa um það frekar. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi og fyrrum félagi í VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Úkraína Hernaður NATO Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Orðsending til félagsmanna og kjörinna fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Nú eru daprir tímar í sögu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Flokkur ykkar er í ríkisstjórn sem styður og stendur að sívaxandi hernaðarbrölti. Nú hefur verið ákveðið að láta Úkraínumenn hafa svokallaðar klasasprengur, drápstól sem eru svo ógeðsleg og villimannleg að jafnvel hörðustu hernaðarsinnum ofbýður og hafna notkun þeirra, enda eru þau nær allstaðar bannaðar í hernaði. Þrátt fyrir þetta og fulla vitneskju ykkar um að þessi hernaður verður ekki stöðvaður með auknum vopnasendingum eiga þær sér engu að síður stað með ykkar samþykki. Þó ekkert heyrist frá ykkur um þetta hernaðarbrjálæði er sú þögn himinhrópandi. Það á reyndar það sama við um þá flokka annarra landa sem kenna sig við frið og hernaðarandstöðu. Það heyrist hvorki hósti né stuna frá þeim um þennan hernað. Sama á við um friðarsamtök, bæði á Íslandi og annarstaðar. Það heyrist ekki múkk frá þeim. Það er eins og þau séu ekki lengur til. Hafi gufað upp. Samt blasir við að eina leiðin útúr þessum hernaði eru friðarumleitanir. Sama hve vonlaust það kann að virðast og ógeðfellt það er. Ef ekki verður leitað viðræðna um frið mun ástandið einungis versna, manntjón og eyðilegging halda áfram og aukast og friður verður sífellt fjarlægari. Framtíðarskipan mála og yfirráð Úkraínu verða ekki ákveðin með hervaldi á þann hátt að varanlegur friður verði þar um. Friður fenginn með hervaldi verður hvorki sannur né langlífur. Það mun uppúr sjóða á ný. Varanleg viðskipta- og stjórnmálaeinangrun Rússlands frá umheiminum er heldur ekki ástand sem getur orðið varanlegt til langs tíma. Eina leiðin til að koma samskiptum Rússa við önnur lönd í ásættanlegt horf eru viðræður. Aukinn hernaður gerir þá möguleika æ erfiðari og fjarlægari. Ef samtök ykkar eiga að rísa undir nafni sem friðarsamtök og fyrir andstöðu við hernað verðið þið tafarlaust að láta af stuðningi ykkar við þetta fáránlega hernaðarbrölt og koma ykkur á ykkar rétta stað í stjórnmálunum og fara að tala fyrir friðsamlegum lausnum á þessu ástandi. Nema þá að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé orðinn hernaðarflokkur sem vill láta af andstöðu sinni við aðild Íslands að NATO og mælir almennt með hernaðarlausnum í erfiðum samskiptum milli þjóða. Þá væri líka réttara að þið mynduð kveða uppúr með það þannig að enginn þurfi að velkjast í vafa um það frekar. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi og fyrrum félagi í VG.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun