Spá því að hraun flæði úr lægðinni á næstu klukkutímum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2023 07:54 Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúrúvá við Háskóla Íslands birtir þessa drónamynd af hrauninu sem er langt komið með að fylla í lægðina austan Kistufells. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands segir líkur á því að hraunið sem safnaðist saman í lægðinni við Kistufell suður af Litla-Hrúti byrji að flæða úr lægðinni sem sé að verða full. Þetta kemur fram í færslu rannsóknarstofunnar á Facebook. Á kortinu að neðan má sjá hermun Litla-Hrúts hraunbreiðunnar til miðnættis í nótt. Kort af gosstöðvunum úr hermilíkani sem rannsóknarstofan styðst við. „Þann 12 júlí flæddi hraunið inn í og safnast fyrir í lægðinni sem er austan við Kistufell og í lok dags var það svo gott sem búið að fylla lægðina af hrauni,“ segir í færslunni. Myndin að ofan er birt til stuðnings en þar sést hvernig hraunið er farið að fylla vel upp í lægðina. „Það er athyglisvert að hermunin sem hér er sýnd spáir því að hraun byrji að flæða út úr lægðinni fyrri hluta dags þann 13 júlí og nú er bara að sjá hvort það raungerist?“ Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. „Í nótt hefur þetta bara mallað áfram,“ segir Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er svipuð virkni og var í gær og engar sérstakar breytingar.“ Elísabet segir að óróinn hafi einnig haldist svipaður. Hún segir að þótt skjálftavirknin sé ekki dottin niður sé hún ekkert í líkingu við það sem var fyrir gos. „Við erum enn að fá skjálfta við Keili og Kleifarvatn og líka eitthvað á sjálfu svæðinu en það er mun minna en var fyrir gos.“ Aðspurð hvernig muni veðra á göngufólks sem hyggst sjá gosið segir Elísabet: „Það er norðlæg átt, 8 til 13 metrar á sekúndur en svo mun hvessa aðeins þegar líður á daginn. Þannig að það er gasmengun til suðurs.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir „Krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ hreytt í björgunarsveitarfólk Björgunarsveitarmaður frá Sandgerði segist hafa átt von á að fá yfir sig skít og drullu þegar hann lagði leið sína á gosstöðvarnar til að sinna rýmingu vegna gasmengunar á mánudag. Það hafi heldur betur staðist og hann kallaður krakkaskítur og „helvítis fáviti“ af göngufólki. Langflestir hafi þó verði þakklátir og tekið leiðbeiningum vel. 13. júlí 2023 06:45 Eldgosið mallar áfram: Göngufólk á von á reykjarmekki á leið sinni Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. 13. júlí 2023 06:52 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu rannsóknarstofunnar á Facebook. Á kortinu að neðan má sjá hermun Litla-Hrúts hraunbreiðunnar til miðnættis í nótt. Kort af gosstöðvunum úr hermilíkani sem rannsóknarstofan styðst við. „Þann 12 júlí flæddi hraunið inn í og safnast fyrir í lægðinni sem er austan við Kistufell og í lok dags var það svo gott sem búið að fylla lægðina af hrauni,“ segir í færslunni. Myndin að ofan er birt til stuðnings en þar sést hvernig hraunið er farið að fylla vel upp í lægðina. „Það er athyglisvert að hermunin sem hér er sýnd spáir því að hraun byrji að flæða út úr lægðinni fyrri hluta dags þann 13 júlí og nú er bara að sjá hvort það raungerist?“ Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. „Í nótt hefur þetta bara mallað áfram,“ segir Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er svipuð virkni og var í gær og engar sérstakar breytingar.“ Elísabet segir að óróinn hafi einnig haldist svipaður. Hún segir að þótt skjálftavirknin sé ekki dottin niður sé hún ekkert í líkingu við það sem var fyrir gos. „Við erum enn að fá skjálfta við Keili og Kleifarvatn og líka eitthvað á sjálfu svæðinu en það er mun minna en var fyrir gos.“ Aðspurð hvernig muni veðra á göngufólks sem hyggst sjá gosið segir Elísabet: „Það er norðlæg átt, 8 til 13 metrar á sekúndur en svo mun hvessa aðeins þegar líður á daginn. Þannig að það er gasmengun til suðurs.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir „Krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ hreytt í björgunarsveitarfólk Björgunarsveitarmaður frá Sandgerði segist hafa átt von á að fá yfir sig skít og drullu þegar hann lagði leið sína á gosstöðvarnar til að sinna rýmingu vegna gasmengunar á mánudag. Það hafi heldur betur staðist og hann kallaður krakkaskítur og „helvítis fáviti“ af göngufólki. Langflestir hafi þó verði þakklátir og tekið leiðbeiningum vel. 13. júlí 2023 06:45 Eldgosið mallar áfram: Göngufólk á von á reykjarmekki á leið sinni Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. 13. júlí 2023 06:52 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
„Krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ hreytt í björgunarsveitarfólk Björgunarsveitarmaður frá Sandgerði segist hafa átt von á að fá yfir sig skít og drullu þegar hann lagði leið sína á gosstöðvarnar til að sinna rýmingu vegna gasmengunar á mánudag. Það hafi heldur betur staðist og hann kallaður krakkaskítur og „helvítis fáviti“ af göngufólki. Langflestir hafi þó verði þakklátir og tekið leiðbeiningum vel. 13. júlí 2023 06:45
Eldgosið mallar áfram: Göngufólk á von á reykjarmekki á leið sinni Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. 13. júlí 2023 06:52