Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2023 19:41 Úkraína hefur verið kölluð brauðkarfa heimsins vegna þess mikla magns af korni sem þar er ræktað og alla jafna flutt út til ríkja í Afríku og Asíu. AP//Efrem Lukatsky Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk leiðtoga fjölmargra ríkja hafa í dag fordæmt ákvörðun Rússa um að segja sig frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu. Ákvörðun Rússa felur í sér óbeina hótun um að þeir muni ráðast á skip sem flytja korn og áburð frá Úkraínu um Svartahaf. Rússar vilja með þessu þrýsta á Vesturlönd að láta af ýmsum refsiaðgerðum gegn þeim. Með samkomulagi Sameinuðu þjóðanna fyrir tilstuðlan forseta Tyrklands í fyrra tókst að semja við Rússa um að ógna ekki skipum sem sigla með korn um Svartahaf frá Úkraínu. Nú hóta þeir óbeint að ráðast á skipin.AP/Andrew Kravchenko Þótt þeir segi Vesturlönd hindra þeirra kornútflutning, hafa Rússar slegið met í sínum útflutningi á korni og áburði í sumar. Stjórnvöld í Úkraínu leggja áherslu á að allra leiða verði leitað til að tryggja útflutning þeirra bæði á sjó og á landi. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir að stöðva þurfi skollaleik Rússa með líf allra þeirra sem þurfi á korni frá Úkraínu að halda.AP/Mary Altaffer Dmytro Kulebautanríkisráðherra Úkraínu fundaði með Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og fleirum í New York í dag. Ef pólitískur vilji væri fyrir hendi væri hægt að finna lausn á málinu. „Rússar auka líkurnar á hungursneyð í ríkjum Asíu og Afríku og að verð á matvælum hækki.,“ segir Kuleba. Nú hefðu Rússar gefið umheiminum enn einn hausverkinn. Þessum skollaleik Rússa verði að ljúka. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að á meðan Rússar eru á Krím og að á meðan þeir komast upp með að kúga og þröngva vilja sínum upp á alla aðra verður þessi vandi viðvarandi. Þótt við leysum þennan vanda stöndum við frammi fyrir öðrum vanda eftir einn eða tvo mánuði. Besta lausnin væri því að sigra Rússa og þvinga þá til að draga herlið sitt til baka,“ sagði Dmytro Kuleba í New York í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Ákvörðun Rússa felur í sér óbeina hótun um að þeir muni ráðast á skip sem flytja korn og áburð frá Úkraínu um Svartahaf. Rússar vilja með þessu þrýsta á Vesturlönd að láta af ýmsum refsiaðgerðum gegn þeim. Með samkomulagi Sameinuðu þjóðanna fyrir tilstuðlan forseta Tyrklands í fyrra tókst að semja við Rússa um að ógna ekki skipum sem sigla með korn um Svartahaf frá Úkraínu. Nú hóta þeir óbeint að ráðast á skipin.AP/Andrew Kravchenko Þótt þeir segi Vesturlönd hindra þeirra kornútflutning, hafa Rússar slegið met í sínum útflutningi á korni og áburði í sumar. Stjórnvöld í Úkraínu leggja áherslu á að allra leiða verði leitað til að tryggja útflutning þeirra bæði á sjó og á landi. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir að stöðva þurfi skollaleik Rússa með líf allra þeirra sem þurfi á korni frá Úkraínu að halda.AP/Mary Altaffer Dmytro Kulebautanríkisráðherra Úkraínu fundaði með Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og fleirum í New York í dag. Ef pólitískur vilji væri fyrir hendi væri hægt að finna lausn á málinu. „Rússar auka líkurnar á hungursneyð í ríkjum Asíu og Afríku og að verð á matvælum hækki.,“ segir Kuleba. Nú hefðu Rússar gefið umheiminum enn einn hausverkinn. Þessum skollaleik Rússa verði að ljúka. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að á meðan Rússar eru á Krím og að á meðan þeir komast upp með að kúga og þröngva vilja sínum upp á alla aðra verður þessi vandi viðvarandi. Þótt við leysum þennan vanda stöndum við frammi fyrir öðrum vanda eftir einn eða tvo mánuði. Besta lausnin væri því að sigra Rússa og þvinga þá til að draga herlið sitt til baka,“ sagði Dmytro Kuleba í New York í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00
Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27
Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08