Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir einnig að starf eftirlitsaðila hafi gengið vel í gær og í nótt og engin alvarleg tilfelli hafi verið skráð.
Lokað var inn á svæðið klukkan fimm í gær vegna þess hve slæmt skyggnið var á svæðinu.
Þá segir í tilkynningu að aðrar gönguleiðir samkvæmt korti verði jafnframt opnar í dag.

Lögreglan mælir með að fólk noti rykgrímur til að forðast mengun frá gróðureldum. Einnig er lögð áhersla á að ekki sé farið með börn inn á svæðið og að fólk með hjarta- og lungnasjúkdóma og þungaðar konur gangi ekki að gosinu.