Bayern vill þrjá frá Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2023 14:45 Tuchel ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð. Christina Pahnke/Getty Images Bayern München hefur gert vel á leikmannamarkaðnum í sumar en ljóst er að félagið er hvergi nærri hætt. Það virðist sem Þýskalandsmeistararnir mæti með mikið breytt lið til leiks en Thomas Tuchel, þjálfari, vill þrjá leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni til viðbótar. Fyrir skemmstu var greint frá því að Bayern hefði borgað riftunarákvæði miðvarðarins Min-jae Kim hjá Napoli. Einnig hefur liðið fengið miðjumanninn Konrad Laimer og bakvörðinn Raphaël Guerreiro á frjálsri sölu. Þá hefur varnarmaðurinn Lucas Hernández verið seldur, samningur Daley Blind var ekki framlengdur og ákveðið var að leyfa João Cancelo að fara aftur til Manchester City eftir að lánssamningur hans rann út. Bayern Munich have completed the signing of Min-Jae Kim from Napoli on a five-year deal pic.twitter.com/JIzDTB3swe— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 18, 2023 Tuchel horfir þó enn hýru auga til Manchester-borgar en það virðist sem Kyle Walker, varnarmaður Man City, sé á leið til Bayern ef marka má Sky Sports. Hinn 33 ára gamli Walker á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum í Manchester og væri til í nýja áskorun. Talið er að Bayern geti fengið leikmanninn fyrir aðeins 15 milljónir evra þar sem hann á minna en 12 mánuði eftir af samningi sínum við City. Walker fær tveggja ára samning hjá Bayern með möguleika á árs framlengingu. Bayern Munich are offering Kyle Walker a two-year deal with the option of a further year Manchester City are reportedly only willing to offer Walker a one-year extension on his contract which expires in 2024[via @markmcadamtv] pic.twitter.com/UMPSyZjRZl— Football Daily (@footballdaily) July 21, 2023 Tuchel vill líka ólmur fá Harry Kane, framherja Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, í sínar raðir. Bayern hefur í raun ekki enn fundið eftirmann Robert Lewandowski sem fór til Barcelona fyrir síðustu leiktíð. Þá horfir Tuchel til brasilíska miðjumannsins Fabinho fari svo að hann fari ekki til Sádi-Arabíu. Til að fjármagna kaup á þessum leikmönnum er Tuchel tilbúinn að selja þýska landsliðsmanninn Leon Goretzka sem og Sadio Mané. Sama hvað verður má reikna með því að Bayern verði áberandi í félagaskiptaslúðrinu í ágúst. Fótbolti Þýski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel vill selja Mané og Sané Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, ætlar að hrista verulega upp í leikmannahópi Þýskalandsmeistaranna í sumar. 7. júní 2023 16:01 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Fyrir skemmstu var greint frá því að Bayern hefði borgað riftunarákvæði miðvarðarins Min-jae Kim hjá Napoli. Einnig hefur liðið fengið miðjumanninn Konrad Laimer og bakvörðinn Raphaël Guerreiro á frjálsri sölu. Þá hefur varnarmaðurinn Lucas Hernández verið seldur, samningur Daley Blind var ekki framlengdur og ákveðið var að leyfa João Cancelo að fara aftur til Manchester City eftir að lánssamningur hans rann út. Bayern Munich have completed the signing of Min-Jae Kim from Napoli on a five-year deal pic.twitter.com/JIzDTB3swe— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 18, 2023 Tuchel horfir þó enn hýru auga til Manchester-borgar en það virðist sem Kyle Walker, varnarmaður Man City, sé á leið til Bayern ef marka má Sky Sports. Hinn 33 ára gamli Walker á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum í Manchester og væri til í nýja áskorun. Talið er að Bayern geti fengið leikmanninn fyrir aðeins 15 milljónir evra þar sem hann á minna en 12 mánuði eftir af samningi sínum við City. Walker fær tveggja ára samning hjá Bayern með möguleika á árs framlengingu. Bayern Munich are offering Kyle Walker a two-year deal with the option of a further year Manchester City are reportedly only willing to offer Walker a one-year extension on his contract which expires in 2024[via @markmcadamtv] pic.twitter.com/UMPSyZjRZl— Football Daily (@footballdaily) July 21, 2023 Tuchel vill líka ólmur fá Harry Kane, framherja Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, í sínar raðir. Bayern hefur í raun ekki enn fundið eftirmann Robert Lewandowski sem fór til Barcelona fyrir síðustu leiktíð. Þá horfir Tuchel til brasilíska miðjumannsins Fabinho fari svo að hann fari ekki til Sádi-Arabíu. Til að fjármagna kaup á þessum leikmönnum er Tuchel tilbúinn að selja þýska landsliðsmanninn Leon Goretzka sem og Sadio Mané. Sama hvað verður má reikna með því að Bayern verði áberandi í félagaskiptaslúðrinu í ágúst.
Fótbolti Þýski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel vill selja Mané og Sané Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, ætlar að hrista verulega upp í leikmannahópi Þýskalandsmeistaranna í sumar. 7. júní 2023 16:01 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Tuchel vill selja Mané og Sané Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, ætlar að hrista verulega upp í leikmannahópi Þýskalandsmeistaranna í sumar. 7. júní 2023 16:01
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn