Bandaríkjamenn þurfa að greiða gjald áður en komið er til Íslands Eiður Þór Árnason skrifar 31. júlí 2023 07:54 Mikill fjöldi ferðamanna kemur til Íslands frá Bandaríkjunum á hverju ári og mynda Bandaríkjamenn gjarnan einn stærsta einstaka hóp ferðalanga. Vísir/Vilhelm Til stendur að taka upp nýtt ETIAS-ferðaheimildakerfi á Schengen-svæðinu sem gerir það að verkum að handhafar vegabréfa sem þurftu áður ekki vegabréfsáritun munu þurfa að sækja um ferðaheimild áður en lagt er af stað til Íslands. Mun þetta meðal annars hafa áhrif á handhafa bandarískra og breskra vegabréfa sem mynda tvö stærstu þjóðerni erlendra ferðamanna hér á landi. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu voru tæplega 41 prósent erlendra farþega sem fóru frá Keflavíkurflugvelli síðasta árið ýmist með bandarískt eða breskt ríkisfang. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra telja ekki að nýja ferðaheimildakerfið muni hamla för bandarískra ferðamanna til Íslands. Áætlað er að ETIAS komi í gagnið á næsta ári eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frestaði innleiðingu nýja kerfisins. Svipað og bandaríska ESTA-fyrirkomulagið Með tilkomu ETIAS mun fólk þurfa að sækja um ferðaheimild á netinu, framvísa þar vegabréfi og greiða umsóknargjald sem nemur rúmum þúsund krónum, áður en lagt er af stað til Schengen-ríkis. Ef ferðaheimildin er samþykkt gildir hún í þrjú ár eða þar til vegabréfið rennur út. „Ég held að þetta eigi ekki að hafa hamlandi áhrif á ferðalög Bandaríkjamanna til Evrópu, ekkert frekar en ESTA-kerfið hefur hamlandi áhrif á ferðalög Evrópumanna til Bandaríkjanna,“ segir Jóhannes Þór í samtali við Morgunblaðið og vísar þar til svipaðs kerfis sem hefur lengi verið við lýði í Bandaríkjunum. Hann telur að ferðalangar verði fljótir að venjast kerfinu ef það virki sem skyldi en mikilvægt sé að kynna breytingarnar vel. Jóhannes Þór hefur ekki trú á því að breytingarnar komi til með að draga úr komum bandarískra ferðamanna til Íslands. Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Mun þetta meðal annars hafa áhrif á handhafa bandarískra og breskra vegabréfa sem mynda tvö stærstu þjóðerni erlendra ferðamanna hér á landi. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu voru tæplega 41 prósent erlendra farþega sem fóru frá Keflavíkurflugvelli síðasta árið ýmist með bandarískt eða breskt ríkisfang. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra telja ekki að nýja ferðaheimildakerfið muni hamla för bandarískra ferðamanna til Íslands. Áætlað er að ETIAS komi í gagnið á næsta ári eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frestaði innleiðingu nýja kerfisins. Svipað og bandaríska ESTA-fyrirkomulagið Með tilkomu ETIAS mun fólk þurfa að sækja um ferðaheimild á netinu, framvísa þar vegabréfi og greiða umsóknargjald sem nemur rúmum þúsund krónum, áður en lagt er af stað til Schengen-ríkis. Ef ferðaheimildin er samþykkt gildir hún í þrjú ár eða þar til vegabréfið rennur út. „Ég held að þetta eigi ekki að hafa hamlandi áhrif á ferðalög Bandaríkjamanna til Evrópu, ekkert frekar en ESTA-kerfið hefur hamlandi áhrif á ferðalög Evrópumanna til Bandaríkjanna,“ segir Jóhannes Þór í samtali við Morgunblaðið og vísar þar til svipaðs kerfis sem hefur lengi verið við lýði í Bandaríkjunum. Hann telur að ferðalangar verði fljótir að venjast kerfinu ef það virki sem skyldi en mikilvægt sé að kynna breytingarnar vel. Jóhannes Þór hefur ekki trú á því að breytingarnar komi til með að draga úr komum bandarískra ferðamanna til Íslands.
Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira