Auka viðveru íslenskra stjórnarerindreka í Kænugarði Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2023 08:25 Sendiráð Litáa í Kænugarði þar sem fulltrúar Íslands munu hafa aðstöðu. Stjórnarráðið Íslensk stjórnvöld stefna að því að auka viðveru sína í Úkraínu og hafa gert samkomulag við utanríkisráðuneyti Litáens um að íslenskir stjórnarerindrekar fái vinnuaðstöðu í sendiráði Litáens í Kænugarði. Þetta er sagt liður í þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að sýna úkraínsku þjóðinni samstöðu eftir innrás Rússa. Starfsemi í sendiráði Íslands í Rússlandi var lögð niður í gær. Sem hluti af samkomulaginu fá fulltrúar íslenska ríkisins tryggan aðgang að aðstöðu í höfuðborg Úkraínu til að sinna störfum í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu en engar fjárhagslegar skuldbindingar eru sagðar fylgja samkomulaginu. Hannes Heimisson sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu afhenti Volodymyr Zelensky, forseta landsins, nýverið trúnaðarbréf sitt. Stefna ekki að opnun sendiráðs í Úkraínu „Litáen er ein nánasta vinaþjóð Íslands og samvinna landanna hefur dýpkað jafnt og þétt. Um leið gerum við ráð fyrir að samskipti okkar við Úkraínu eigi eftir að aukast enn frekar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ekki standi til að opna sendiskrifstofu í Kænugarði eins og sakir standa en vonast ráðherrann með þessu að hægt verði að styrkja sambandið við úkraínsk stjórnvöld og sýna þjóðinni samstöðu. Á sama tíma geti fulltrúar Íslands sótt í þá þekkingu og reynslu sem Litáar og aðrar vinaþjóðir Íslands hafi varðandi svæðið. Úkraína er eitt af umdæmisríkjum sendiráðs Íslands í Varsjá í Póllandi þar sem Hannes Heimisson er sendiherra. Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litáens, segir í tilkynningu að samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna hafi eflst á undanförnum árum. „Á sameiginlegum fundi í Kænugarði kölluðum við, ásamt utanríkisráðherra Íslands og annarra norrænna þjóða, eftir auknum aðgerðum bandalagsþjóða við Atlantshafið, til að flýta fyrir sigri Úkraínumanna. Eins og staðan er núna er þétt samstaða Íslands og Litáen ekki aðeins táknræn heldur raunveruleg.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Litháen Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsemi sendiráðsins lögð niður í dag Starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu verður lögð niður í dag. Verkefni ráðuneytisins, sem hefur einnig verið með fyrirsvar gagnvart Armeníu, Belarús, Kasakstan, Kirgistan, Moldóvu, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan færast yfir á utanríkisráðuneytið. 1. ágúst 2023 11:32 Sendiherrann pakkar saman og kveður Moskvu Árni Þór Sigurðsson, sem gegnt hefur embætti sendiherra Íslands í Moskvu síðustu misserin, hefur tekið saman föggur sínar og kvatt rússnesku höfuðborgina. 28. júní 2023 13:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þetta er sagt liður í þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að sýna úkraínsku þjóðinni samstöðu eftir innrás Rússa. Starfsemi í sendiráði Íslands í Rússlandi var lögð niður í gær. Sem hluti af samkomulaginu fá fulltrúar íslenska ríkisins tryggan aðgang að aðstöðu í höfuðborg Úkraínu til að sinna störfum í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu en engar fjárhagslegar skuldbindingar eru sagðar fylgja samkomulaginu. Hannes Heimisson sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu afhenti Volodymyr Zelensky, forseta landsins, nýverið trúnaðarbréf sitt. Stefna ekki að opnun sendiráðs í Úkraínu „Litáen er ein nánasta vinaþjóð Íslands og samvinna landanna hefur dýpkað jafnt og þétt. Um leið gerum við ráð fyrir að samskipti okkar við Úkraínu eigi eftir að aukast enn frekar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ekki standi til að opna sendiskrifstofu í Kænugarði eins og sakir standa en vonast ráðherrann með þessu að hægt verði að styrkja sambandið við úkraínsk stjórnvöld og sýna þjóðinni samstöðu. Á sama tíma geti fulltrúar Íslands sótt í þá þekkingu og reynslu sem Litáar og aðrar vinaþjóðir Íslands hafi varðandi svæðið. Úkraína er eitt af umdæmisríkjum sendiráðs Íslands í Varsjá í Póllandi þar sem Hannes Heimisson er sendiherra. Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litáens, segir í tilkynningu að samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna hafi eflst á undanförnum árum. „Á sameiginlegum fundi í Kænugarði kölluðum við, ásamt utanríkisráðherra Íslands og annarra norrænna þjóða, eftir auknum aðgerðum bandalagsþjóða við Atlantshafið, til að flýta fyrir sigri Úkraínumanna. Eins og staðan er núna er þétt samstaða Íslands og Litáen ekki aðeins táknræn heldur raunveruleg.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Litháen Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsemi sendiráðsins lögð niður í dag Starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu verður lögð niður í dag. Verkefni ráðuneytisins, sem hefur einnig verið með fyrirsvar gagnvart Armeníu, Belarús, Kasakstan, Kirgistan, Moldóvu, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan færast yfir á utanríkisráðuneytið. 1. ágúst 2023 11:32 Sendiherrann pakkar saman og kveður Moskvu Árni Þór Sigurðsson, sem gegnt hefur embætti sendiherra Íslands í Moskvu síðustu misserin, hefur tekið saman föggur sínar og kvatt rússnesku höfuðborgina. 28. júní 2023 13:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Starfsemi sendiráðsins lögð niður í dag Starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu verður lögð niður í dag. Verkefni ráðuneytisins, sem hefur einnig verið með fyrirsvar gagnvart Armeníu, Belarús, Kasakstan, Kirgistan, Moldóvu, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan færast yfir á utanríkisráðuneytið. 1. ágúst 2023 11:32
Sendiherrann pakkar saman og kveður Moskvu Árni Þór Sigurðsson, sem gegnt hefur embætti sendiherra Íslands í Moskvu síðustu misserin, hefur tekið saman föggur sínar og kvatt rússnesku höfuðborgina. 28. júní 2023 13:58
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent