Af hverju er þörf á uppbyggingu í Landmannalaugum? Eggert Valur Guðmundsson skrifar 4. ágúst 2023 18:30 Á undanförnum dögum hefur verið fyrirferðarmikil umræða í fjölmiðlum um fyrirhugaða uppbyggingu Rangárþings ytra í Landmannalaugum. Þessar hugmyndir eru ekki ný fram komnar heldur byggðar á deiliskipulagi sem tók gildi þann 5. apríl 2017. Upphaf málsins má rekja til þess að Umhverfisstofnun setti Landmannalaugasvæðið á rauðan lista árið 2012 vegna mikils ágangs ferðamanna. Í framhaldi af því efndu Rangárþing ytra og Umhverfisstofnun í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta til samkeppni um hönnun og skipulag Landmannalaugasvæðisins árið 2014. Tillaga Landmótunar og VA arkitekta hlaut 1. verðlaun í þeirri samkeppni. Aðalmarkmið tillögunnar er að endurheimta tilfinninguna fyrir ósnortnum víðernum hálendisins og styrkja Landmannalaugasvæðið sem stórbrotið náttúrusvæði. Landmannalaugar eru innan friðlands að Fjallabaki sem var friðlýst var árið 1979 og fer Umhverfisstofnun með umsjón svæðisins. Landmannalaugar eru fjölsóttasti ferðamannastaður á hálendi Íslands og þangað koma um það bil 130.000 ferðamenn á hverju ári langflestir yfir sumartímann. Meginmarkmið þeirra hugmynda sem sveitarfélagið er að vinna með er að leitast við að draga úr neikvæðum áhrifum af þessum mikla ferðamannafjölda, og bæta um leið þjónustu á þessu einstaka landsvæði. Í dag er aðalþjónustan og starfsemin undir Laugahrauni, en gengið er út frá í þessum hugmyndum að færa meginþunga þjónustunar norður fyrir Námshraun og dagdvöl norður fyrir Námskvísl og með þeim hætti hlífa viðkvæmu svæði við Laugahraun. Markmiðið með þessu er að styrkja Landmannalaugar sem einstakt náttúrusvæði og raska sem minnst lífríki staðarins. Að gera ekki neitt er ekki í boði Þó að svæðið sé skilgreint sem friðland fer sveitarfélagið með skipulagsvaldið og ber ábyrgð á hvernig uppbyggingin verður og í hvaða tímaröð. Einnig er svæðið skilgreint sem þjóðlenda en forsætisráðherra fer með málefni þjóðlendna. Engin má hafa afnot af þjóðlendu fyrir sjálfan sig, þar með talið að reisa þar mannvirki, gera jarðrask, eða nýta hlunnindi án leyfis. Til þess að nýta land og landsréttindi innan þjóðlendu þarf því leyfi forsætisráðuneytisins ef nýting er áætluð lengur en til eins árs. Fyrirhuguð uppbygging er því ekki eingöngu á borði sveitarstjórnar heldur ræðst einnig af pólitískum vilja stjórnvalda. Allar framkvæmdir sem til stendur að ráðast í verða afturkræfar og mögulegt að fjarlæga ef til þess kemur. Lögð verður mikil áhersla á að öllu raski verði haldið í lágmarki á meðan framkvæmdir standa yfir en allar hugmyndir um framkvæmdir eru í samræmi við gildandi stefnur á svæðinu. Þegar svæðið verður fullbyggt verður aukningin á gistirýmum 42 frá því sem nú er, en gert ráð fyrir sama fjölda á tjaldsvæði. Rannsóknir hafa sýnt að aukning er á gestum sem koma á svæðið í stuttan tíma en gert er ráð fyrir að koma á móts við þeirra þarfir með veitingasölu og fræðslustofu. Undirritaður tekur undir þær áhyggjur sem hafa komið fram um að nauðsynlegt sé að fara varlega í allar endurbætur og uppbyggingu á svo viðkvæmu svæði eins og hér um ræðir. Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar á umhverfismatskýrslu sem sveitarfélagið lét vinna vegna málsins. Næsta skref er að fagnefndir sveitarfélagsins sem málið varða ,taka til umfjöllunar álit Skipulagsstofnunar og bregðast við þeim tilmælum sem þar koma fram. Í fréttum að undanförnu hafa ekki verið fagrar lýsingar á umgengni og aðstöðuleysi á svæðinu, það hljóta allir að vera sammála um það að þurfi að bregðast við og sýna einni af okkar helstu náttúruperlu virðingu. Sveitarfélagið Rangárþing ytra ætlar að vera virkur þátttakandi í þeirri uppbyggingarvinnu. Höfundur er oddviti Rangárþings ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum hefur verið fyrirferðarmikil umræða í fjölmiðlum um fyrirhugaða uppbyggingu Rangárþings ytra í Landmannalaugum. Þessar hugmyndir eru ekki ný fram komnar heldur byggðar á deiliskipulagi sem tók gildi þann 5. apríl 2017. Upphaf málsins má rekja til þess að Umhverfisstofnun setti Landmannalaugasvæðið á rauðan lista árið 2012 vegna mikils ágangs ferðamanna. Í framhaldi af því efndu Rangárþing ytra og Umhverfisstofnun í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta til samkeppni um hönnun og skipulag Landmannalaugasvæðisins árið 2014. Tillaga Landmótunar og VA arkitekta hlaut 1. verðlaun í þeirri samkeppni. Aðalmarkmið tillögunnar er að endurheimta tilfinninguna fyrir ósnortnum víðernum hálendisins og styrkja Landmannalaugasvæðið sem stórbrotið náttúrusvæði. Landmannalaugar eru innan friðlands að Fjallabaki sem var friðlýst var árið 1979 og fer Umhverfisstofnun með umsjón svæðisins. Landmannalaugar eru fjölsóttasti ferðamannastaður á hálendi Íslands og þangað koma um það bil 130.000 ferðamenn á hverju ári langflestir yfir sumartímann. Meginmarkmið þeirra hugmynda sem sveitarfélagið er að vinna með er að leitast við að draga úr neikvæðum áhrifum af þessum mikla ferðamannafjölda, og bæta um leið þjónustu á þessu einstaka landsvæði. Í dag er aðalþjónustan og starfsemin undir Laugahrauni, en gengið er út frá í þessum hugmyndum að færa meginþunga þjónustunar norður fyrir Námshraun og dagdvöl norður fyrir Námskvísl og með þeim hætti hlífa viðkvæmu svæði við Laugahraun. Markmiðið með þessu er að styrkja Landmannalaugar sem einstakt náttúrusvæði og raska sem minnst lífríki staðarins. Að gera ekki neitt er ekki í boði Þó að svæðið sé skilgreint sem friðland fer sveitarfélagið með skipulagsvaldið og ber ábyrgð á hvernig uppbyggingin verður og í hvaða tímaröð. Einnig er svæðið skilgreint sem þjóðlenda en forsætisráðherra fer með málefni þjóðlendna. Engin má hafa afnot af þjóðlendu fyrir sjálfan sig, þar með talið að reisa þar mannvirki, gera jarðrask, eða nýta hlunnindi án leyfis. Til þess að nýta land og landsréttindi innan þjóðlendu þarf því leyfi forsætisráðuneytisins ef nýting er áætluð lengur en til eins árs. Fyrirhuguð uppbygging er því ekki eingöngu á borði sveitarstjórnar heldur ræðst einnig af pólitískum vilja stjórnvalda. Allar framkvæmdir sem til stendur að ráðast í verða afturkræfar og mögulegt að fjarlæga ef til þess kemur. Lögð verður mikil áhersla á að öllu raski verði haldið í lágmarki á meðan framkvæmdir standa yfir en allar hugmyndir um framkvæmdir eru í samræmi við gildandi stefnur á svæðinu. Þegar svæðið verður fullbyggt verður aukningin á gistirýmum 42 frá því sem nú er, en gert ráð fyrir sama fjölda á tjaldsvæði. Rannsóknir hafa sýnt að aukning er á gestum sem koma á svæðið í stuttan tíma en gert er ráð fyrir að koma á móts við þeirra þarfir með veitingasölu og fræðslustofu. Undirritaður tekur undir þær áhyggjur sem hafa komið fram um að nauðsynlegt sé að fara varlega í allar endurbætur og uppbyggingu á svo viðkvæmu svæði eins og hér um ræðir. Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar á umhverfismatskýrslu sem sveitarfélagið lét vinna vegna málsins. Næsta skref er að fagnefndir sveitarfélagsins sem málið varða ,taka til umfjöllunar álit Skipulagsstofnunar og bregðast við þeim tilmælum sem þar koma fram. Í fréttum að undanförnu hafa ekki verið fagrar lýsingar á umgengni og aðstöðuleysi á svæðinu, það hljóta allir að vera sammála um það að þurfi að bregðast við og sýna einni af okkar helstu náttúruperlu virðingu. Sveitarfélagið Rangárþing ytra ætlar að vera virkur þátttakandi í þeirri uppbyggingarvinnu. Höfundur er oddviti Rangárþings ytra.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun