Viðbragðsaðilar taka goshléi fagnandi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2023 11:01 Meiri ró er að færast yfir gosstöðvarnar. Vísir/einar Erfiðlega gengur að manna vaktir bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum þessa dagana á eldgosasvæðinu á Reykjanesskaga. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur goshlé ekki mikil áhrif á störf viðbragðsaðila á svæðinu sem þó hafi komið á besta tíma. Síðdegis í gær lýsti Veðurstofa Íslands yfir goshléi á eldgosinu við Litla Hrút á Reykjanesskaga, þar sem gosið hefur síðan 10.júlí. Gosórói hafði minnkað jafnt og þétt og klukkan 15 í gær var hann kominn aftur í svipaðan styrkleika og fyrir gos. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar hafa ekki numið neina virkni í nótt en þó þykir enn ekki tímabært að lýsa yfir goslokum þar sem dæmi eru um að gos á þessum slóðum geti hafist á ný eftir að hafa fjarað út. Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum standa enn vaktina á svæðinu. „Veðurstofan kemur til með að endurmeta hættumat sitt í vikunni en að öðru leiti hefur þetta ekki mikil áhrif í sjálfu sér á störf viðbragðsaðila. en það er ljóst að ferðamönnum fer fækkandi dag frá degi á meðan ekki gýs,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann segir aðalega erlenda ferðamenn hafa verið á svæðinu í gær. Áfram verður opið inn að gossvæðinu frá Suðurstrandavegi í dag en þrátt fyrir að hlé hafi orðið á gosinu verður svæðið áfram lokað frá klukkan sex. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að goslok myndu hafa jákvæð áhrif bæði fyrir björgunarsveitir og lögreglu.Vísir/Baldur Gengur erfiðlega að manna vaktir Úlfar segir að séð frá frá sjónarhorni lögreglu hafi goshléið komið á besta tíma. „Það verður að segjast eins og er að okkur gengur mjög erfiðlega að manna vaktir, bæði lögreglu og björgunarsveita, ég tala nú ekki um þessa helgi, Verslunarmannahelgina. En ef það dregur áfram úr þessu og hvað þá ef þetta er búið, þá kemur það til með að hafa jákvæð áhrif bæði fyrir björgunarsveitir og lögreglu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Síðdegis í gær lýsti Veðurstofa Íslands yfir goshléi á eldgosinu við Litla Hrút á Reykjanesskaga, þar sem gosið hefur síðan 10.júlí. Gosórói hafði minnkað jafnt og þétt og klukkan 15 í gær var hann kominn aftur í svipaðan styrkleika og fyrir gos. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar hafa ekki numið neina virkni í nótt en þó þykir enn ekki tímabært að lýsa yfir goslokum þar sem dæmi eru um að gos á þessum slóðum geti hafist á ný eftir að hafa fjarað út. Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum standa enn vaktina á svæðinu. „Veðurstofan kemur til með að endurmeta hættumat sitt í vikunni en að öðru leiti hefur þetta ekki mikil áhrif í sjálfu sér á störf viðbragðsaðila. en það er ljóst að ferðamönnum fer fækkandi dag frá degi á meðan ekki gýs,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann segir aðalega erlenda ferðamenn hafa verið á svæðinu í gær. Áfram verður opið inn að gossvæðinu frá Suðurstrandavegi í dag en þrátt fyrir að hlé hafi orðið á gosinu verður svæðið áfram lokað frá klukkan sex. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að goslok myndu hafa jákvæð áhrif bæði fyrir björgunarsveitir og lögreglu.Vísir/Baldur Gengur erfiðlega að manna vaktir Úlfar segir að séð frá frá sjónarhorni lögreglu hafi goshléið komið á besta tíma. „Það verður að segjast eins og er að okkur gengur mjög erfiðlega að manna vaktir, bæði lögreglu og björgunarsveita, ég tala nú ekki um þessa helgi, Verslunarmannahelgina. En ef það dregur áfram úr þessu og hvað þá ef þetta er búið, þá kemur það til með að hafa jákvæð áhrif bæði fyrir björgunarsveitir og lögreglu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira