Að vera hrædd um líf sitt árið 2023 Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 11. ágúst 2023 11:01 Fólk sem fætt er upp úr miðri 20. öld man vel hættuna á kjarnorkustyrjöld sem spáð var í kalda stríðinu. Fólk átti að hafa matarbirgðir, vatn, teppi og annað í kjöllurum eða öðrum „öruggum“ stöðum sem duga ættu gegn kjarnorkugeislun. Þvílík firra sem borin var á borð fyrir okkur. Fólk vonaði að Bandaríkjamenn og Rússar myndu halda friðinn og að ekki kæmi til gereyðingar jarðarinnar. Í Kúbudeilunni í október 1962 stóð heimurinn síðan á öndinni en sem betur fer völdu ráðamenn heimsins friðinn. Geimferðir fyrir hina ríku Loftslagsvá hefur legið lengi fyrir. Fyrst kom baráttan við ósongatið, sem fór sífellt stækkandi, sérstaklega hér á norðurhveli jarðar. Næst komu meðal annars takmörkun á ýmsum matvælum, fatnaði, umbúðum, bílanotkun og ferðalögum. Síðan hafa ráðandi þjóðir fundið sér hvert landsvæðið af öðru víða um heim til að æfa vopnaburð og framleiða sífellt fullkomnari stríðstól með tilheyrandi losun eiturefna út í andrúmsloftið. Við förum einnig að nálgast geimferðir fyrir þá efnameiri sem munu bruna af jörðinni ef gereyðing jarðarinnar yrði að veruleika. Þorri mannkyns myndi farast og hinir „útvöldu“ eða peningaöflin myndu fljúga hraðbyri til nýrra vídda. Enginn árangur Þeir sem framleiða mesta losun koltvísýrings á jörðinni eru frekar ótrúverðugir til að leggja niður „vopnin“ til að bjarga hnettinum okkar. Þeir væru frekar tilbúnir til að forða sér út í geim í nokkur ár og virða fyrir sér framvindu mála á jörðunni þaðan. Margar alþjóðlegar ráðstefnur sýna á grátlegan hátt hve lítið þjóðir heims hafa gert í varnarmálum jarðarinnar frá ráðstefnunni í París árið 1995. Undanfarnar vikur höfum við séð skelfilegar afleiðingar af loftlagsbreytingum. Hvers kyns öfgar hafa aukist í veðurfari jarðarinnar. Manndrápshiti, söguleg úrhelli og flóð ásamt hnefastórum hagélum. Vísindafólkið er búið að vara okkur lengi við. Það er sem veruleikafirringin sé sú flóttaleið sem flestir stjórnmálamenn taka, í von um að allt reddist að venju eða þannig. En er það raunverulega þannig að þetta reddist? Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Kolbrún S. Ingólfsdóttir Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fólk sem fætt er upp úr miðri 20. öld man vel hættuna á kjarnorkustyrjöld sem spáð var í kalda stríðinu. Fólk átti að hafa matarbirgðir, vatn, teppi og annað í kjöllurum eða öðrum „öruggum“ stöðum sem duga ættu gegn kjarnorkugeislun. Þvílík firra sem borin var á borð fyrir okkur. Fólk vonaði að Bandaríkjamenn og Rússar myndu halda friðinn og að ekki kæmi til gereyðingar jarðarinnar. Í Kúbudeilunni í október 1962 stóð heimurinn síðan á öndinni en sem betur fer völdu ráðamenn heimsins friðinn. Geimferðir fyrir hina ríku Loftslagsvá hefur legið lengi fyrir. Fyrst kom baráttan við ósongatið, sem fór sífellt stækkandi, sérstaklega hér á norðurhveli jarðar. Næst komu meðal annars takmörkun á ýmsum matvælum, fatnaði, umbúðum, bílanotkun og ferðalögum. Síðan hafa ráðandi þjóðir fundið sér hvert landsvæðið af öðru víða um heim til að æfa vopnaburð og framleiða sífellt fullkomnari stríðstól með tilheyrandi losun eiturefna út í andrúmsloftið. Við förum einnig að nálgast geimferðir fyrir þá efnameiri sem munu bruna af jörðinni ef gereyðing jarðarinnar yrði að veruleika. Þorri mannkyns myndi farast og hinir „útvöldu“ eða peningaöflin myndu fljúga hraðbyri til nýrra vídda. Enginn árangur Þeir sem framleiða mesta losun koltvísýrings á jörðinni eru frekar ótrúverðugir til að leggja niður „vopnin“ til að bjarga hnettinum okkar. Þeir væru frekar tilbúnir til að forða sér út í geim í nokkur ár og virða fyrir sér framvindu mála á jörðunni þaðan. Margar alþjóðlegar ráðstefnur sýna á grátlegan hátt hve lítið þjóðir heims hafa gert í varnarmálum jarðarinnar frá ráðstefnunni í París árið 1995. Undanfarnar vikur höfum við séð skelfilegar afleiðingar af loftlagsbreytingum. Hvers kyns öfgar hafa aukist í veðurfari jarðarinnar. Manndrápshiti, söguleg úrhelli og flóð ásamt hnefastórum hagélum. Vísindafólkið er búið að vara okkur lengi við. Það er sem veruleikafirringin sé sú flóttaleið sem flestir stjórnmálamenn taka, í von um að allt reddist að venju eða þannig. En er það raunverulega þannig að þetta reddist? Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun