Enginn túlkur laus og enginn greiðsla fyrir sjálfstætt starfandi túlk! Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 14. ágúst 2023 15:30 Hér er í stuttu máli innsýn í daglegt líf þegar ég þarf á táknmálstúlkun að halda við félagslegar aðstæður. Eitt lítið dæmi sem sýnir þá þröskulda sem við táknmálsfólk / döff þurfum að kljást við, stundum næstum daglega, jafnvel vikulega og stundum bara einhvern tímann á árinu. En þessum tilfellum fækkar þegar við nennum ekki lengur að eiga við þetta og setjum okkur í þá stöðu að vera ekkert að trufla þetta kerfi sem ekki skilur okkar félagslegu þarfir nema að setja okkur í biðstöðu en það er efni í aðra grein. Það sem ég vil segja frá hér að fyrir nokkrum vikum kom upp sú staða með lækni mínum og fótaaðgerðarfræðingi innkirtladeildar LSH að nú yrði ég að fara í göngugreiningu og fá innlegg eða jafnvel sérsmíðaða skó. Saga mín og beina minna er sú að þau brotna eða brákast þegar ég dett og það skerðir lífsgæði mín. Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt að tillögu læknis og fótasérfræðings ríkisins að greiða fyrir innleggið/skóna. Ég veit líka að ég er ekki sú fyrsta að fá þessa afgreiðslu frá SÍ og þar sem öllu er fylgt eftir í hvívetna með mikilvægu regluverki til að viðhalda lífsgæðum skjólstæðinga SÍ, sem ég er ein af. Með samþykkt SÍ pantaði ég tíma í Stoð sem sérhæfir sig í stoðtækjasmíði og er á lista SÍ sem ég má leita til, ég fékk tíma 15. ágúst kl. 14. Þar sem ég er heyrnarlaus og ég þarf því táknmálstúlk í viðtalið þá pantaði ég mér túlk hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra/SHH sem er ríkisstofnun. Því miður vill svo til þrátt fyrir 10 daga fyrirvara að SHH túlkaþjónusta á ekki lausan túlk á þessum tíma. Þannig að ég snéri mér til Tal & túlkun þar sem eru sjálfstætt starfandi táknmálstúlkar. Tal & túlkun getur fengið greitt á fyrir túlkun á heilbrigðissviði, það var frágengið fyrir um 3 árum síðan og hefur gengið eins og á að vera. En allar svona beiðnir þurfa að fá samþykki áður en lagt er í verkefnið og reikningur gerður. Og til að gera langa sögu stutta þá hafnaði SÍ að greiða fyrir túlkinn, sem sagt ekki verkefni á heilbrigðissviði heldur félagslegu. Svona eins og ég ætli nú bara að fara í spjalltíma við stoðtækjafræðinginn, sem er alls ekki. Heldur er þetta viðtal tengt lífnauðsynlegum þætti á líkamlegu og heilsufars lífi mínu og lífsgæðum. Þannig að ég fer víst án táknmálstúlks í tímann á morgun í boði SHH og SÍ. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist í daglegu lífi táknmálsfólks / döff. Þrátt fyrir að við táknmálsfólk erum öll af vilja gerð að leiðbeina ríkinu í okkar þá hefur ekki enn í dag gerst neinn skapaður hlutur til að leysa þetta. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá átta ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hér er í stuttu máli innsýn í daglegt líf þegar ég þarf á táknmálstúlkun að halda við félagslegar aðstæður. Eitt lítið dæmi sem sýnir þá þröskulda sem við táknmálsfólk / döff þurfum að kljást við, stundum næstum daglega, jafnvel vikulega og stundum bara einhvern tímann á árinu. En þessum tilfellum fækkar þegar við nennum ekki lengur að eiga við þetta og setjum okkur í þá stöðu að vera ekkert að trufla þetta kerfi sem ekki skilur okkar félagslegu þarfir nema að setja okkur í biðstöðu en það er efni í aðra grein. Það sem ég vil segja frá hér að fyrir nokkrum vikum kom upp sú staða með lækni mínum og fótaaðgerðarfræðingi innkirtladeildar LSH að nú yrði ég að fara í göngugreiningu og fá innlegg eða jafnvel sérsmíðaða skó. Saga mín og beina minna er sú að þau brotna eða brákast þegar ég dett og það skerðir lífsgæði mín. Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt að tillögu læknis og fótasérfræðings ríkisins að greiða fyrir innleggið/skóna. Ég veit líka að ég er ekki sú fyrsta að fá þessa afgreiðslu frá SÍ og þar sem öllu er fylgt eftir í hvívetna með mikilvægu regluverki til að viðhalda lífsgæðum skjólstæðinga SÍ, sem ég er ein af. Með samþykkt SÍ pantaði ég tíma í Stoð sem sérhæfir sig í stoðtækjasmíði og er á lista SÍ sem ég má leita til, ég fékk tíma 15. ágúst kl. 14. Þar sem ég er heyrnarlaus og ég þarf því táknmálstúlk í viðtalið þá pantaði ég mér túlk hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra/SHH sem er ríkisstofnun. Því miður vill svo til þrátt fyrir 10 daga fyrirvara að SHH túlkaþjónusta á ekki lausan túlk á þessum tíma. Þannig að ég snéri mér til Tal & túlkun þar sem eru sjálfstætt starfandi táknmálstúlkar. Tal & túlkun getur fengið greitt á fyrir túlkun á heilbrigðissviði, það var frágengið fyrir um 3 árum síðan og hefur gengið eins og á að vera. En allar svona beiðnir þurfa að fá samþykki áður en lagt er í verkefnið og reikningur gerður. Og til að gera langa sögu stutta þá hafnaði SÍ að greiða fyrir túlkinn, sem sagt ekki verkefni á heilbrigðissviði heldur félagslegu. Svona eins og ég ætli nú bara að fara í spjalltíma við stoðtækjafræðinginn, sem er alls ekki. Heldur er þetta viðtal tengt lífnauðsynlegum þætti á líkamlegu og heilsufars lífi mínu og lífsgæðum. Þannig að ég fer víst án táknmálstúlks í tímann á morgun í boði SHH og SÍ. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist í daglegu lífi táknmálsfólks / döff. Þrátt fyrir að við táknmálsfólk erum öll af vilja gerð að leiðbeina ríkinu í okkar þá hefur ekki enn í dag gerst neinn skapaður hlutur til að leysa þetta. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá átta ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun