Árnessýsla án sjúkrabíls í 46 tíma Sveinn Ægir Birgisson skrifar 21. ágúst 2023 08:32 Í sumar, líkt og áður, er fólk á faraldsfæti um landið. Margir velja að elta sólina og njóta alls þess sem fallega landið okkar hefur uppá að bjóða. Fjöldi fólks kýs að njóta sumardaganna í sumarbústað eða á tjaldsvæðum víða um land. Þessu fylgir að mörg landsvæði verða mun fjölmennari yfir sumarmánuðina en almennt er aðra mánuði ársins. Árnessýslan er álagspunktur Í Árnessýslu eru átta sveitarfélög og nær landsvæði þess frá Þjórsá í austri til Hellisheiðar í vestri. Á þessu svæði búa um 21 þúsund manns allt árið um kring. Margir vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru í Árnessýslu og er áætlað að 80% ferðamanna sem komi til landsins heimsæki þá. Ekki má heldur gleyma sumarbústöðunum sem eru vel yfir fimm þúsund talsins. Það má því ætla að fólksfjöldi á svæðinu tvöfaldist þegar mest lætur og verði yfir 40 þúsunda manns. Þegar veðrið er gott líkt og hefur verið í sumar má gera ráð fyrir að þessi mikli fjöldi fólks sé í umdæmi Árnessýslu í margar vikur. Fyrir allan þennan fjölda standa aðeins fimm sjúkraflutningamenn vaktina hverju sinni eða tvær áhafnir á tvo sjúkrabíla, ásamt einum varðstjóra til stuðnings og eru áhafnirnar staðsettar á starfsstöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) á Selfossi. Það má velta því fyrir sér hvort að sá mannskapur sé nægur til að sinna öllum mannfjöldanum á svæðinu og hvort að eðlilegt sé að hann sé allur staðsettur á Selfossi? Tvöföldun á fjölda útkalla í Árnessýslu Frá 2007 hafa verið tveir fullmannaðir sjúkrabílar á sólarhringsvakt í Árnessýslu. Þá var íbúafjöldi 14.400 og fjöldi ferðamanna ekki nálægt því sem hann er í dag. Útköllum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Sem dæmi voru þau alls 1.656 árið 2011, 2.259 árið 2015 og 3.431 árið 2022. Þetta er meira en tvöföldun útkalla á ellefu árum en ennþá eru bara tveir fullmannaðir sjúkrabílar í allri sýslunni. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hafa verið 2.144 útköll sem er aukning, samanborið við árið í fyrra. Það sem er þó mest sláandi er að í júní voru útköll umfram mannaða bíla, 46 klukkustundir. Það þýðir að í 46 klukkustundir var ekki hægt að kalla á aðstoð þar sem ekki var mannaður sjúkrabíll til staðar. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti. Ef horft er í íbúafjölda Árnessýslu má sjá að 85% íbúa eru í innan við 15 mínútna akstri fyrir sjúkrabíl. Ef útkall kemur úr uppsveitum Árnessýslu getur viðbragðstíminn verið mun lengri eða allt að 40 mínútur. Á því svæði eru einmitt stærstu tjaldsvæðin, sumarhúsabyggðir og fjölförnustu ferðamannastaðir landsins. Í dag og í raun frá árinu 2011 hefur sjúkrabíll þó ekki verið fyrsta viðbragð í uppsveitum ef upp kemur alvarlegt slys. Frá árinu 2011 hefur verið í gildi samningur við Björgunarfélagið Eyvind á Flúðum um vettvangshjálp. Samningurinn felur í sér að Bf. Eyvindur hefur til taks hóp vettvangsliða sem getur brugðist við ef HSu óskar eftir aðstoð. Sjálfboðaliðar sinna því oft fyrsta viðbragði í alvarlegum útköllum, því miður er þó aldrei öruggt að einhver úr hóp sjálfboðaliða geti mætt á vettvang til að sinna sjúklingi þar til sjúkrabíll kemur á staðinn. Einn sjúkrabíll á vakt í lengri tíma Með aukningu innlendra og erlenda ferðamanna hefur útköllum fjölgað jafn og þétt og er tímalengd hvers útkalls mjög breytileg. Sjúkraflutningar þurfa jafnvel að fara í útköll inn á hálendi, t.d. í Kerlingarfjöll og á afrétti en útköll þangað taka að lágmarki 3 tíma og er þá aðeins einn sjúkrabíll á vakt fyrir allt svæði Árnessýslu í önnur útköll. Í Rangárvallasýslu er svo einn sjúkrabíll á vakt og fari hann í útkall til Reykjavíkur eða inn á hálendi stendur starfsstöðin á Selfossi vaktina fyrir Rangárvallasýslu á meðan í viðbót við Árnessýsluna. Hugsa nýjar leiðir Þingvallaþjóðgarður ákvað að fara nýjar leiðir til að tryggja öryggi gesta í þjóðgarðinum. Stofnunin gerði samning við HSu um að staðsettur væri bráðaliði með ökutæki og viðeigandi búnað til að sinna fyrsta viðbragði á svæðinu. Þessi lausn léttir töluvert undir sjúkraflutningum þó þeir verði að bragðast við og sækja sjúkling þegar um alvarlegt atvik er að ræða. Sjúklingur hefur á meðan fengið skjót og fagleg viðbrögð frá sérfræðingi sem getur undirbúið hann fyrir flutning. Ljóst er að mikið álag er á sjúkraflutningum í Árnessýslu. Yfirvöld þurfa að bregðast hratt við og að tryggja að sjúkraflutningar geti bæði brugðist skjótt við og tryggt að sjúkrabíll sé ávallt til taks á svæðinu þegar þörf er á. Það telst varla boðlegt að bíða eftir aðstoð í neyð, í 40 mínútur á fjölförnum stöðum líkt og við Geysi eða Gullfoss. Hvað þá að sjúkrabíll sé ekki til taks í 46 klukkustundir líkt og gerðist í júní sl. Það er mat undirritaðs að þörf sé á þriðja fullmannaða sjúkrabílnum á svæðinu og prófa leið Þingvallarþjóðgarðs á fleiri stöðum, í stað sjálfboðaliða, til að tryggja styttra viðbragð í neyð. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sjúkraflutningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í sumar, líkt og áður, er fólk á faraldsfæti um landið. Margir velja að elta sólina og njóta alls þess sem fallega landið okkar hefur uppá að bjóða. Fjöldi fólks kýs að njóta sumardaganna í sumarbústað eða á tjaldsvæðum víða um land. Þessu fylgir að mörg landsvæði verða mun fjölmennari yfir sumarmánuðina en almennt er aðra mánuði ársins. Árnessýslan er álagspunktur Í Árnessýslu eru átta sveitarfélög og nær landsvæði þess frá Þjórsá í austri til Hellisheiðar í vestri. Á þessu svæði búa um 21 þúsund manns allt árið um kring. Margir vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru í Árnessýslu og er áætlað að 80% ferðamanna sem komi til landsins heimsæki þá. Ekki má heldur gleyma sumarbústöðunum sem eru vel yfir fimm þúsund talsins. Það má því ætla að fólksfjöldi á svæðinu tvöfaldist þegar mest lætur og verði yfir 40 þúsunda manns. Þegar veðrið er gott líkt og hefur verið í sumar má gera ráð fyrir að þessi mikli fjöldi fólks sé í umdæmi Árnessýslu í margar vikur. Fyrir allan þennan fjölda standa aðeins fimm sjúkraflutningamenn vaktina hverju sinni eða tvær áhafnir á tvo sjúkrabíla, ásamt einum varðstjóra til stuðnings og eru áhafnirnar staðsettar á starfsstöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) á Selfossi. Það má velta því fyrir sér hvort að sá mannskapur sé nægur til að sinna öllum mannfjöldanum á svæðinu og hvort að eðlilegt sé að hann sé allur staðsettur á Selfossi? Tvöföldun á fjölda útkalla í Árnessýslu Frá 2007 hafa verið tveir fullmannaðir sjúkrabílar á sólarhringsvakt í Árnessýslu. Þá var íbúafjöldi 14.400 og fjöldi ferðamanna ekki nálægt því sem hann er í dag. Útköllum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Sem dæmi voru þau alls 1.656 árið 2011, 2.259 árið 2015 og 3.431 árið 2022. Þetta er meira en tvöföldun útkalla á ellefu árum en ennþá eru bara tveir fullmannaðir sjúkrabílar í allri sýslunni. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hafa verið 2.144 útköll sem er aukning, samanborið við árið í fyrra. Það sem er þó mest sláandi er að í júní voru útköll umfram mannaða bíla, 46 klukkustundir. Það þýðir að í 46 klukkustundir var ekki hægt að kalla á aðstoð þar sem ekki var mannaður sjúkrabíll til staðar. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti. Ef horft er í íbúafjölda Árnessýslu má sjá að 85% íbúa eru í innan við 15 mínútna akstri fyrir sjúkrabíl. Ef útkall kemur úr uppsveitum Árnessýslu getur viðbragðstíminn verið mun lengri eða allt að 40 mínútur. Á því svæði eru einmitt stærstu tjaldsvæðin, sumarhúsabyggðir og fjölförnustu ferðamannastaðir landsins. Í dag og í raun frá árinu 2011 hefur sjúkrabíll þó ekki verið fyrsta viðbragð í uppsveitum ef upp kemur alvarlegt slys. Frá árinu 2011 hefur verið í gildi samningur við Björgunarfélagið Eyvind á Flúðum um vettvangshjálp. Samningurinn felur í sér að Bf. Eyvindur hefur til taks hóp vettvangsliða sem getur brugðist við ef HSu óskar eftir aðstoð. Sjálfboðaliðar sinna því oft fyrsta viðbragði í alvarlegum útköllum, því miður er þó aldrei öruggt að einhver úr hóp sjálfboðaliða geti mætt á vettvang til að sinna sjúklingi þar til sjúkrabíll kemur á staðinn. Einn sjúkrabíll á vakt í lengri tíma Með aukningu innlendra og erlenda ferðamanna hefur útköllum fjölgað jafn og þétt og er tímalengd hvers útkalls mjög breytileg. Sjúkraflutningar þurfa jafnvel að fara í útköll inn á hálendi, t.d. í Kerlingarfjöll og á afrétti en útköll þangað taka að lágmarki 3 tíma og er þá aðeins einn sjúkrabíll á vakt fyrir allt svæði Árnessýslu í önnur útköll. Í Rangárvallasýslu er svo einn sjúkrabíll á vakt og fari hann í útkall til Reykjavíkur eða inn á hálendi stendur starfsstöðin á Selfossi vaktina fyrir Rangárvallasýslu á meðan í viðbót við Árnessýsluna. Hugsa nýjar leiðir Þingvallaþjóðgarður ákvað að fara nýjar leiðir til að tryggja öryggi gesta í þjóðgarðinum. Stofnunin gerði samning við HSu um að staðsettur væri bráðaliði með ökutæki og viðeigandi búnað til að sinna fyrsta viðbragði á svæðinu. Þessi lausn léttir töluvert undir sjúkraflutningum þó þeir verði að bragðast við og sækja sjúkling þegar um alvarlegt atvik er að ræða. Sjúklingur hefur á meðan fengið skjót og fagleg viðbrögð frá sérfræðingi sem getur undirbúið hann fyrir flutning. Ljóst er að mikið álag er á sjúkraflutningum í Árnessýslu. Yfirvöld þurfa að bregðast hratt við og að tryggja að sjúkraflutningar geti bæði brugðist skjótt við og tryggt að sjúkrabíll sé ávallt til taks á svæðinu þegar þörf er á. Það telst varla boðlegt að bíða eftir aðstoð í neyð, í 40 mínútur á fjölförnum stöðum líkt og við Geysi eða Gullfoss. Hvað þá að sjúkrabíll sé ekki til taks í 46 klukkustundir líkt og gerðist í júní sl. Það er mat undirritaðs að þörf sé á þriðja fullmannaða sjúkrabílnum á svæðinu og prófa leið Þingvallarþjóðgarðs á fleiri stöðum, í stað sjálfboðaliða, til að tryggja styttra viðbragð í neyð. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun