Íslenski boltinn

Kjána­legt at­hæfi og dýrt spaug fyrir Selfoss: „Ó­­­trú­­lega sorg­­legt“

Aron Guðmundsson skrifar
Það sauð upp úr í leik Selfoss og Þór/KA í Bestu deild kvenna í gær
Það sauð upp úr í leik Selfoss og Þór/KA í Bestu deild kvenna í gær Vísir/Skjáskot

Katla María Þórðar­dóttir, leik­maður Bestu deildar liðs Sel­foss í fót­bolta, missti í gær stjórn á skapi sínu í leik liðsins gegn Þór/KA og fékk verð­skuldað að líta rauða spjaldið. At­vikið var til um­ræðu í upp­gjörs­þættinum Bestu mörkin.

Katla María fékk að líta rauða spjaldið á 42. mínútu í stöðunni 1-1 en tæpum tíu mínútum áður hafði Sel­foss jafnað leikinn eftir að hafa lent undir á upp­haf­smínútunum

„Þetta er svo kjána­legt,“ sagði Sonný Lára Þráins­dóttir, einn af sér­fræðingum Bestu markanna um rauða spjaldið, og tók undir með Helenu Ólafs­dóttur þátta­stjórnanda að á þessum tíma­punkti leiksins hafi Katla María bara misst hausinn.

„Þetta er líka svo leiðin­legt fyrir Sel­foss sem var á þessum tíma­punkti í leiknum ný­búið að jafna leikinn stuttu áður og því hafði verið smá með­byr með þeim þarna.“

Harpa Þor­steins­dóttir, annar sér­fræðingur Bestu markanna, benti einnig á að í kjöl­far marksins sem Sel­foss skoraði hafi brotist út smá slags­mál.

„Það er svo ó­trú­lega mikil­vægt, þegar að þú finnur að þú ert komin í þennan gír, að þú kunnir að hemja þig. Að skilja liðið eftir í þeirri stöðu sem þær voru í, einum færri í heilan hálf­leik út af ein­hverjum kjána­skap. Þetta er bara ó­trú­lega sorg­legt.“

Svo fór að Þór/KA gekk á lagið einum manni fleiri og vann að lokum 2-1 sigur.

„Ég skil það kannski betur að missa hausinn ef það er ekkert að ganga eftir og þú upp­lifir stöðuna þannig að það sé ekkert með þér en á þessum tíma­punkti er Sel­foss bara inn í leiknum,“ sagði Harpa Þor­steins­dóttir.

Tæki­færi á mikil­vægum stigum fyrir Sel­foss fóru í súginn en liðið situr á botni Bestu deildarinnar með ellefu stig, sjö stigum frá öruggu sæti.

Klippa: Katla María missti stjórn á skapi sínu og fékk rautt spjald að launum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×