Hvernig eflum við lífsánægju ungs fólks? Borghildur Sverrisdóttir skrifar 21. ágúst 2023 15:00 Ég held að allir foreldrar óski börnum sínum mest af öllu hamingju, en það getur reynst erfitt að upplifa hana, ekki síst í heimi hraða, samfélagsmiðla og samanburðar og þegar henni er leitað á röngum stöðum. Margt bendir því miður til þess að depurð og kvíði sé að aukast hjá unga fólkinu okkar, meðal annars vegna þessara þátta. Við sem samfélag erum sem betur fer að átta okkur á þessu og reynum að bregðast við ábyrgð. Við sem eigum ungt fólk, við sem kennum ungu fólki og við sem stjórnum samfélögum með ungu fólki berum mikla ábyrgð. Við þurfum að finna leiðir sem sýna marktækt fram á að efli hugarfar þeirra og viðhorf til að takast á við lífið eins og það kemur fyrir, með öllum sínum hæðum og lægðum. Slíkt hugarfar virðist ekki koma af sjálfum sér. Það þarf að tileinka sér það með markvissum hætti og yfir ákveðið tímabil, t.d. í gegnum uppeldi og menntun, til að það skili sér í aukinni velsæld. Við þurfum líka að kenna þeim leiðir ti að efla sjálfsþekkingu sína, samkennd bæði í eigin garð og til annarra og tilfinningalæsi til að geta staðið fastar í straumkastinu. Við vitum að lífsánægja snýst ekki um að gera bara nógu mikið af því sem er skemmtilegt, þó það sé nauðsynlegt að njóta og skemmta sér, heldur snýst hún ekki síst um að geta tekist á við sorg, höfnun, vonbrigði, vanmátt og aðrar erfiðar tilfinningar. Þær eru óumflýjanlegur hluti af lífinu og því erfitt að nýta menntun sína og hæfileika til fulls nema að kunna að gera það. Því er svo mikilvægt að skólakerfi okkar vinni skipulega með slíkar aðferðir og kenni nemendum sínum þær markvisst til að efla lífsánægju þeirra. Flensborg og jákvæð sálfræði Nemendur í áfanganum Jákvæð sálfræði og núvitund í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði hafa tekið þátt í rannsókn í sjö ár eða frá árinu 2017. Rannsóknin snýst um að skoða hvort lífsánægja (e. subjective well-being - SWB) og sjálfsvinsemd (e. self-compassion - SC) ungs fólks á aldrinum 17 til 20 ára geti aukist, með marktækum hætti, með því að kenna þeim aðferðir jákvæðrar sálfræði. Á síðastliðnum tveimur árum hefur að auki verið skoðað hvort lífsánægja og sjálfsvinsemd þeirra sem fengu kennslu í þessum aðferðum aukist marktækt meira en annarra nemenda við skólann á sama tímabili sem ekki fengu slíka kennslu. Flensborg byggir á hugmyndafræði velsældarmenntunar (e. positive education) eða menntun til farsældar eins og skólinn kýs að kalla það en slík hugmyndafræði byggir ekki aðeins á því að efla hina hefðbundnu hæfni til menntunar heldur einnig persónulega og félagslega hæfni til aukinnar lífsánægju. Til dæmis að þekkja styrkleika sína og nota þá, þekkja leiðir til að efla jákvæðar tilfinningar og hugsanir, efla tilfinningalæsi, sjálfsvinsemd og samkennd einstakinga. Áfanginn Jákvæð sálfræði og núvitund sem kenndur er við skólann er einn liður í þeirri hugmyndafræði. Þar er unnið með aðferðir til að efla lífsánægju og sjálfsvinsemd sem er mælt í upphafi og lok áfangans. Til skilgreiningar á lífsánægju er hún huglægt mati einstaklings á upplifun jákvæðra og neikvæðra tilfinninga í lífi sínu og sjálfsvinsemd snýst um góðvild og skilning í eigin garð sérstaklega í erfiðum aðstæðum og gagnvart vanhæfni sinni og mistökum; að leyfa sér að vera mannlegur og sýna sjálfum sér mildi og að vera meðvitaður um eigin hugsanir og tilfinningar. Áfanginn snýst því um að kenna aðferðir jákvæðrar sálfræði sem allar hafa það að markmiði að efla lífsánægju og sjálfsvinsemd nemenda. Stóra spurningin er þó hvort börn og unglingar geti lært að auka lífsánægju sína og sjálfsvinsemd með slíkum aðferðum? Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að svo virðist vera. Langflestir auka lífsánægju sína og sjálfsvinsemd 79% nemenda sem tóku áfangann á þessum sjö árumjuku lífsánægju sína um 3 – 43 prósentustig á tímabilinu sem áfanginn var kenndur eða frá janúar til maí ár hvert. Rúmlega þriðjungur jók lífsánægju sína verulega eða um 20 - 43 prósentustig. Að meðaltali jókst lífsánægja öll árin hjá nemendum áfangans um 11 prósentustig. Slík hækkun á lífsánægju er sannarlega ekki sjálfsögð. Þá jókst sjálfsvinsemdin hjá enn fleiri nemendum, en 89% nemenda sem tóku áfangann á þessum sjö árum juku sjálfsvinsemd sína. 56% þeirra juku sjálfsánægju sína um 10 til 46 prósentustig, þar af nokkrir nemendur yfir 40 prósentustig. Að meðaltali jókst sjálfsvinsemd hjá nemendum áfangans öll árin einnig um 11% prósentustig. Munur á lífsánægju og sjálfsvinsemd nemenda í upphafi og í lok annar var marktækur öll árin. Það er því ánægjulegt að sjá að ungt fólk getur sannarlega nýtt sér aðferðir sem það lærir til aukinnar lífsánægju og sjálfsvinsemdar. Þeir sem fengu ekki kennslu juku lífsánægju sína lítið Á árunum 2022 og 2023 var gerður samanburður á nemendum sem annars vegar fengu kennslu í aðferðum jákvæðrar sálfræði (tilraunahópur) og hins vegar nemendum sem ekki fengu slíka kennslu (samanburðarhópur). Líkt og áður var lífsánægja og sjálfsvinsemd beggja hópa mæld í upphafi og lok tímabils frá janúar til maí. Skemmst er frá því að segja að lífsánægja og sjálfsvinsemd samanburðarhóps jókst lítið á tímabilinu og ekki var marktækur munur í upphafi og lok tímabils. Lífsánægja og sjálfsvinsemd jókst þó marktækt hjá þeim sem fengu kennslu eða um 8 og 9 prósentustig að meðaltali á þessum tveimur árum. Taka má fram að það er aðeins undir meðaltali þeirra sjö ára sem rannsóknin hefur staðið yfir og gefur það vísbendingu um að þrátt fyrir að læra slíkar aðferðir virðist erfiðara nú að auka lífsánægju sína en áður, en á árunum 2018 til 2020 jókst lífsánægja nemenda um 12 til 15 prósentustig að meðaltali. Lífsánægja þeirra sem ekki fengu kennslu jókst þó hjá 45% þeirra, en það aðeins um 3 prósentustig hjá flestum. Til samanburðar jókst lífsánægja 75% þeirra sem fengu kennslu á sama tímabili, þar af jókst lífsánægjan verulega hjá tæplega 40% þeirra. Þá dróst lífsánægja saman hjá 45% nemenda sem ekki fengu kennslu á móti 11% nemenda sem fengu kennslu á sama tímabili þessi tvö ár. Svipað er upp á teningnum þegar sjálfsvinsemdin er skoðuð. Hún jókst þó hjá 63% nemenda sem ekki fengu kennslu í sjálfsvinsemd á tímabilinu, en aðeins um 3 prósentustig hjá langflestum og því óverulega. Sjálfsvinsemd jókst hins vegar hjá 75% nemenda sem fengu kennslu á sama tímabili, þar af jókst sjálfsvinsemdin verulega hjá tæplega 36% þeirra eða um allt að 46 prósentustig. Þessar niðurstöður sýna því að markviss kennsla skilar sér í marktækum breytingum á lífsánægju og sjálfsvinsemd. Af þessu má ráða að ungt fólk er almennt meðtækilegt að læra aðferðir sem getur bætt lífsánægju þeirra og af minni reynslu að dæma, langar til þess. Það er því í okkar höndum; okkar sem ölum upp, kennum og stjórnum að grípa það sem virkar og innleiða það í umhverfi unga fólksins, meðal annars inn í menntakerfið. Menntun á ekki aðeins að snúast um að efla þekkingu, hæfni og leikni einstaklinga á hug- og verkviti heldur einnig að efla sjálfsþekkingu með markvissum og uppbyggjandi hætti. Menntun þarf því líka að búa til færni til að takast við lífið, en ekki bara starfið sem er aðeins hluti af lífinu. Samspil beggja þátta spilar mikilvægt hlutverk í velsæld okkar. Slík hugmyndafræði má ekki bara vera í orði heldur einnig á borði og þarf menntakerfi okkar því að leggja aukna áherslu á velsæld. Slík kennsla er því sannarlega ein leið til að draga úr og fyrirbyggja depurð og kvíða ungs fólks. Kannski ein dýrmætasta gjöf sem við gefum íslensku samfélagi. Höfundur er sálfræðikennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Hafnarfjörður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég held að allir foreldrar óski börnum sínum mest af öllu hamingju, en það getur reynst erfitt að upplifa hana, ekki síst í heimi hraða, samfélagsmiðla og samanburðar og þegar henni er leitað á röngum stöðum. Margt bendir því miður til þess að depurð og kvíði sé að aukast hjá unga fólkinu okkar, meðal annars vegna þessara þátta. Við sem samfélag erum sem betur fer að átta okkur á þessu og reynum að bregðast við ábyrgð. Við sem eigum ungt fólk, við sem kennum ungu fólki og við sem stjórnum samfélögum með ungu fólki berum mikla ábyrgð. Við þurfum að finna leiðir sem sýna marktækt fram á að efli hugarfar þeirra og viðhorf til að takast á við lífið eins og það kemur fyrir, með öllum sínum hæðum og lægðum. Slíkt hugarfar virðist ekki koma af sjálfum sér. Það þarf að tileinka sér það með markvissum hætti og yfir ákveðið tímabil, t.d. í gegnum uppeldi og menntun, til að það skili sér í aukinni velsæld. Við þurfum líka að kenna þeim leiðir ti að efla sjálfsþekkingu sína, samkennd bæði í eigin garð og til annarra og tilfinningalæsi til að geta staðið fastar í straumkastinu. Við vitum að lífsánægja snýst ekki um að gera bara nógu mikið af því sem er skemmtilegt, þó það sé nauðsynlegt að njóta og skemmta sér, heldur snýst hún ekki síst um að geta tekist á við sorg, höfnun, vonbrigði, vanmátt og aðrar erfiðar tilfinningar. Þær eru óumflýjanlegur hluti af lífinu og því erfitt að nýta menntun sína og hæfileika til fulls nema að kunna að gera það. Því er svo mikilvægt að skólakerfi okkar vinni skipulega með slíkar aðferðir og kenni nemendum sínum þær markvisst til að efla lífsánægju þeirra. Flensborg og jákvæð sálfræði Nemendur í áfanganum Jákvæð sálfræði og núvitund í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði hafa tekið þátt í rannsókn í sjö ár eða frá árinu 2017. Rannsóknin snýst um að skoða hvort lífsánægja (e. subjective well-being - SWB) og sjálfsvinsemd (e. self-compassion - SC) ungs fólks á aldrinum 17 til 20 ára geti aukist, með marktækum hætti, með því að kenna þeim aðferðir jákvæðrar sálfræði. Á síðastliðnum tveimur árum hefur að auki verið skoðað hvort lífsánægja og sjálfsvinsemd þeirra sem fengu kennslu í þessum aðferðum aukist marktækt meira en annarra nemenda við skólann á sama tímabili sem ekki fengu slíka kennslu. Flensborg byggir á hugmyndafræði velsældarmenntunar (e. positive education) eða menntun til farsældar eins og skólinn kýs að kalla það en slík hugmyndafræði byggir ekki aðeins á því að efla hina hefðbundnu hæfni til menntunar heldur einnig persónulega og félagslega hæfni til aukinnar lífsánægju. Til dæmis að þekkja styrkleika sína og nota þá, þekkja leiðir til að efla jákvæðar tilfinningar og hugsanir, efla tilfinningalæsi, sjálfsvinsemd og samkennd einstakinga. Áfanginn Jákvæð sálfræði og núvitund sem kenndur er við skólann er einn liður í þeirri hugmyndafræði. Þar er unnið með aðferðir til að efla lífsánægju og sjálfsvinsemd sem er mælt í upphafi og lok áfangans. Til skilgreiningar á lífsánægju er hún huglægt mati einstaklings á upplifun jákvæðra og neikvæðra tilfinninga í lífi sínu og sjálfsvinsemd snýst um góðvild og skilning í eigin garð sérstaklega í erfiðum aðstæðum og gagnvart vanhæfni sinni og mistökum; að leyfa sér að vera mannlegur og sýna sjálfum sér mildi og að vera meðvitaður um eigin hugsanir og tilfinningar. Áfanginn snýst því um að kenna aðferðir jákvæðrar sálfræði sem allar hafa það að markmiði að efla lífsánægju og sjálfsvinsemd nemenda. Stóra spurningin er þó hvort börn og unglingar geti lært að auka lífsánægju sína og sjálfsvinsemd með slíkum aðferðum? Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að svo virðist vera. Langflestir auka lífsánægju sína og sjálfsvinsemd 79% nemenda sem tóku áfangann á þessum sjö árumjuku lífsánægju sína um 3 – 43 prósentustig á tímabilinu sem áfanginn var kenndur eða frá janúar til maí ár hvert. Rúmlega þriðjungur jók lífsánægju sína verulega eða um 20 - 43 prósentustig. Að meðaltali jókst lífsánægja öll árin hjá nemendum áfangans um 11 prósentustig. Slík hækkun á lífsánægju er sannarlega ekki sjálfsögð. Þá jókst sjálfsvinsemdin hjá enn fleiri nemendum, en 89% nemenda sem tóku áfangann á þessum sjö árum juku sjálfsvinsemd sína. 56% þeirra juku sjálfsánægju sína um 10 til 46 prósentustig, þar af nokkrir nemendur yfir 40 prósentustig. Að meðaltali jókst sjálfsvinsemd hjá nemendum áfangans öll árin einnig um 11% prósentustig. Munur á lífsánægju og sjálfsvinsemd nemenda í upphafi og í lok annar var marktækur öll árin. Það er því ánægjulegt að sjá að ungt fólk getur sannarlega nýtt sér aðferðir sem það lærir til aukinnar lífsánægju og sjálfsvinsemdar. Þeir sem fengu ekki kennslu juku lífsánægju sína lítið Á árunum 2022 og 2023 var gerður samanburður á nemendum sem annars vegar fengu kennslu í aðferðum jákvæðrar sálfræði (tilraunahópur) og hins vegar nemendum sem ekki fengu slíka kennslu (samanburðarhópur). Líkt og áður var lífsánægja og sjálfsvinsemd beggja hópa mæld í upphafi og lok tímabils frá janúar til maí. Skemmst er frá því að segja að lífsánægja og sjálfsvinsemd samanburðarhóps jókst lítið á tímabilinu og ekki var marktækur munur í upphafi og lok tímabils. Lífsánægja og sjálfsvinsemd jókst þó marktækt hjá þeim sem fengu kennslu eða um 8 og 9 prósentustig að meðaltali á þessum tveimur árum. Taka má fram að það er aðeins undir meðaltali þeirra sjö ára sem rannsóknin hefur staðið yfir og gefur það vísbendingu um að þrátt fyrir að læra slíkar aðferðir virðist erfiðara nú að auka lífsánægju sína en áður, en á árunum 2018 til 2020 jókst lífsánægja nemenda um 12 til 15 prósentustig að meðaltali. Lífsánægja þeirra sem ekki fengu kennslu jókst þó hjá 45% þeirra, en það aðeins um 3 prósentustig hjá flestum. Til samanburðar jókst lífsánægja 75% þeirra sem fengu kennslu á sama tímabili, þar af jókst lífsánægjan verulega hjá tæplega 40% þeirra. Þá dróst lífsánægja saman hjá 45% nemenda sem ekki fengu kennslu á móti 11% nemenda sem fengu kennslu á sama tímabili þessi tvö ár. Svipað er upp á teningnum þegar sjálfsvinsemdin er skoðuð. Hún jókst þó hjá 63% nemenda sem ekki fengu kennslu í sjálfsvinsemd á tímabilinu, en aðeins um 3 prósentustig hjá langflestum og því óverulega. Sjálfsvinsemd jókst hins vegar hjá 75% nemenda sem fengu kennslu á sama tímabili, þar af jókst sjálfsvinsemdin verulega hjá tæplega 36% þeirra eða um allt að 46 prósentustig. Þessar niðurstöður sýna því að markviss kennsla skilar sér í marktækum breytingum á lífsánægju og sjálfsvinsemd. Af þessu má ráða að ungt fólk er almennt meðtækilegt að læra aðferðir sem getur bætt lífsánægju þeirra og af minni reynslu að dæma, langar til þess. Það er því í okkar höndum; okkar sem ölum upp, kennum og stjórnum að grípa það sem virkar og innleiða það í umhverfi unga fólksins, meðal annars inn í menntakerfið. Menntun á ekki aðeins að snúast um að efla þekkingu, hæfni og leikni einstaklinga á hug- og verkviti heldur einnig að efla sjálfsþekkingu með markvissum og uppbyggjandi hætti. Menntun þarf því líka að búa til færni til að takast við lífið, en ekki bara starfið sem er aðeins hluti af lífinu. Samspil beggja þátta spilar mikilvægt hlutverk í velsæld okkar. Slík hugmyndafræði má ekki bara vera í orði heldur einnig á borði og þarf menntakerfi okkar því að leggja aukna áherslu á velsæld. Slík kennsla er því sannarlega ein leið til að draga úr og fyrirbyggja depurð og kvíða ungs fólks. Kannski ein dýrmætasta gjöf sem við gefum íslensku samfélagi. Höfundur er sálfræðikennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar