Dýrustu sprengjuþoturnar í lágflugi með tilheyrandi látum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2023 16:41 Myndin sýnir B-2 Spirit taka eldsneyti á flugi yfir Atlantshafi þann 6. september síðastliðinn. Á myndinni sést vel hin óvenjulega lögun þessa fljúgandi vængs. U.S. AIR FORCE/RACHEL MAXWELL Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu fengu að kynnast látunum sem fylgja B-2 sprengjuflugvélum eftir hádegið í dag. Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins sunnudaginn 13. ágúst og hefur síðan verið við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir. Uppfært 18:30 - Sprengjuvélarnar voru undir stjórn flugturns Isavia þegar þeim var flogið yfir höfuðborgarsvæðið í dag og voru þær í fjórtán til sautján þúsund feta hæð. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er almennt reynt að forðast að fljúga flugvélum sem þessum yfir höfuðborgarsvæðið en það ku hafa verið ómögulegt núna vegna anna við flugleiðsögu. B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Þessi fljúgandi vængur er jafnframt dýrasta flugvél sögunnar. Þróun og smíði hennar kostaði 260 milljarða króna á hvert eintak en aðeins tuttugu eru til í heiminum. Svo dýr er hún í rekstri að hver flugtími reiknast á 17 milljónir króna. Illugi Jökulsson rithöfundur er meðal Reykvíkinga sem heyrðu vel í drununum í dag án þess þó að sjá þoturnar. Hann greindi frá því á Facebook og fjölmargir til viðbótar deildu sömu reynslu. Albert Jónsson, sérfræðingur í varnarmálum, ræddi komu sprengjuflugvélanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. NATO Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Skæðustu sprengjuþotur heims mættar á Keflavíkurflugvöll Flugsveit bandaríska flughersins er væntanleg til landsins í dag þar sem hún verður við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir. 13. ágúst 2023 14:39 Aukin umsvif á Keflavíkursvæðinu merki um nýjan veruleika Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins í gær til æfinga. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit sprengjuflugvélar og 200 manna liðsafla. Utanríkisráðherra segir miklu máli skipta að sýna samstarfsgetu og vilja til að taka á móti slíkri heimsókn. 14. ágúst 2023 12:46 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins sunnudaginn 13. ágúst og hefur síðan verið við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir. Uppfært 18:30 - Sprengjuvélarnar voru undir stjórn flugturns Isavia þegar þeim var flogið yfir höfuðborgarsvæðið í dag og voru þær í fjórtán til sautján þúsund feta hæð. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er almennt reynt að forðast að fljúga flugvélum sem þessum yfir höfuðborgarsvæðið en það ku hafa verið ómögulegt núna vegna anna við flugleiðsögu. B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Þessi fljúgandi vængur er jafnframt dýrasta flugvél sögunnar. Þróun og smíði hennar kostaði 260 milljarða króna á hvert eintak en aðeins tuttugu eru til í heiminum. Svo dýr er hún í rekstri að hver flugtími reiknast á 17 milljónir króna. Illugi Jökulsson rithöfundur er meðal Reykvíkinga sem heyrðu vel í drununum í dag án þess þó að sjá þoturnar. Hann greindi frá því á Facebook og fjölmargir til viðbótar deildu sömu reynslu. Albert Jónsson, sérfræðingur í varnarmálum, ræddi komu sprengjuflugvélanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum.
NATO Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Skæðustu sprengjuþotur heims mættar á Keflavíkurflugvöll Flugsveit bandaríska flughersins er væntanleg til landsins í dag þar sem hún verður við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir. 13. ágúst 2023 14:39 Aukin umsvif á Keflavíkursvæðinu merki um nýjan veruleika Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins í gær til æfinga. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit sprengjuflugvélar og 200 manna liðsafla. Utanríkisráðherra segir miklu máli skipta að sýna samstarfsgetu og vilja til að taka á móti slíkri heimsókn. 14. ágúst 2023 12:46 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Skæðustu sprengjuþotur heims mættar á Keflavíkurflugvöll Flugsveit bandaríska flughersins er væntanleg til landsins í dag þar sem hún verður við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir. 13. ágúst 2023 14:39
Aukin umsvif á Keflavíkursvæðinu merki um nýjan veruleika Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins í gær til æfinga. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit sprengjuflugvélar og 200 manna liðsafla. Utanríkisráðherra segir miklu máli skipta að sýna samstarfsgetu og vilja til að taka á móti slíkri heimsókn. 14. ágúst 2023 12:46