Hvers eiga bændur að gjalda? Alexandra Rós Jóhannesdóttir skrifar 23. ágúst 2023 16:01 Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið. Má þá spyrja sig hvort að markmiðið með þessu sé að útrýma litlum og miðlungsstórum fjárbúum í landinu. Stuðningur við smáframleiðendur virðist vera af skornum skammti ef marka má nýja gjaldskrá og má ætla að með þessu sé vilji fyrir því að slátrun fari einungis fram í stórum sláturhúsum þar sem að fáir einstaklingar græða meira. Hér má ég til með að nefna kolefnissporið sem fylgir því að senda allt á stóru sláturhúsin í staðin fyrir þau sem eru í héraði eða slátra heima fyrir. Þetta verður til þess engin sala verður hjá þeim sem selja kjötafurðir milliliðalaust og fjölbreytni í landinu fer minnkandi. Það er vaxandi eftirspurn eftir lífrænt vottuðum vörum og er því tækifæri til nýsköpunar fyrir íslenskar sauðfjárafurðir. Einnig er mikil aukning vinsælda er á vörum sem eru beint frá býli um þessar mundir þar sem íslenskir bændur leggja mikið upp úr góðu ræktunarstarfi. Í 2. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998 er skýrt tekið fram að markmið laganna sé að stutt sé við almenn starfsskilyrði við framleiðslu og vinnslu búvara ásamt stuðningi ríkisins stuðli að áframhaldandi hagræðingu, bættri samkeppnishæfni og fjölbreyttu framboði gæðaafurða á sanngjörnu verði. Tel ég að með breyttri gjaldskrá að forsendur séu að breytast og ekki sé verið að hugsa um hag bænda. Ef að við almúginn gætum ekki að velferð smáframleiðanda og látum okkur íslenska matvælaframleiðslu varða hver gerir það þá? Höfundur skipar 2. sæti á L-listanum og er sveitarstjórnarfulltrúi í Hrunamannahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Stjórnsýsla Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið. Má þá spyrja sig hvort að markmiðið með þessu sé að útrýma litlum og miðlungsstórum fjárbúum í landinu. Stuðningur við smáframleiðendur virðist vera af skornum skammti ef marka má nýja gjaldskrá og má ætla að með þessu sé vilji fyrir því að slátrun fari einungis fram í stórum sláturhúsum þar sem að fáir einstaklingar græða meira. Hér má ég til með að nefna kolefnissporið sem fylgir því að senda allt á stóru sláturhúsin í staðin fyrir þau sem eru í héraði eða slátra heima fyrir. Þetta verður til þess engin sala verður hjá þeim sem selja kjötafurðir milliliðalaust og fjölbreytni í landinu fer minnkandi. Það er vaxandi eftirspurn eftir lífrænt vottuðum vörum og er því tækifæri til nýsköpunar fyrir íslenskar sauðfjárafurðir. Einnig er mikil aukning vinsælda er á vörum sem eru beint frá býli um þessar mundir þar sem íslenskir bændur leggja mikið upp úr góðu ræktunarstarfi. Í 2. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998 er skýrt tekið fram að markmið laganna sé að stutt sé við almenn starfsskilyrði við framleiðslu og vinnslu búvara ásamt stuðningi ríkisins stuðli að áframhaldandi hagræðingu, bættri samkeppnishæfni og fjölbreyttu framboði gæðaafurða á sanngjörnu verði. Tel ég að með breyttri gjaldskrá að forsendur séu að breytast og ekki sé verið að hugsa um hag bænda. Ef að við almúginn gætum ekki að velferð smáframleiðanda og látum okkur íslenska matvælaframleiðslu varða hver gerir það þá? Höfundur skipar 2. sæti á L-listanum og er sveitarstjórnarfulltrúi í Hrunamannahreppi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar