Náttúran, næringin og endurgjöfin Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 28. ágúst 2023 10:01 Nýlega las ég úr hvaða frumefnum mannslíkaminn er gerður. Ég hafði lengi vitað að við erum að mestum hluta úr vatni, en ekki pælt mikið meira í þessu. Líkaminn er að mestu byggður upp af súrefni (O), eða um 65%, kolefni (C) 18.5 %, vetni (H) 9.5% og nítur (N) 3.2%, en þetta er um 96% af líkamanum, og svo koma kalk, fosfór, kalín og brennisteinn og fleiri efni og snefilefni. Líkaminn okkar er algjörlega háður því að fá þessi frumefni reglulega. Mest þurfum við af súrefni, vetni og kolefni yfir allan líftímann. Náttúran í kringum okkur gefur okkur þessi efni á hverju degi í ríkum mæli, og oftast án þess að við gefum því mikinn gaum. Talið er að við öndum inn um 500 lítrum af hreinu súrefni á hverjum degi. Við erum með súrefni, vatn og gjöfulla næringu allt í kringum okkur, jörðin er fullkominn staður fyrir okkur. Á Íslandi erum við meira segja svo heppin að við erum með bæði heitt vatn til þess að baða okkur í og ískalt ferskt drykkjarvatn. Vatnið er lífæðin okkar eins og súrefnið. Kolefnið fáum við í gegnum matinn okkar, sem væri ekki til nema fyrir sólina, vatnið og jarðveginn, sem er stútfullur af öllum þeim næringarefnum og snefilefnum sem við erum gerð úr og við þurfum á að halda. Við erum algjörlega háð náttúrunni. Við erum órjúfanlegur hluti af henni. Bæði er náttúran allt í kringum okkur að gefa okkur lífsnauðsynlega líkamlega næringu, en náttúran er líka endalaust að færa okkur andlega næringu, hvíld og styrk. Við finnum fyrir sterkri tengingunni. Samfélagsmiðlar iða af skælbrosandi fólki á fallegum stöðum úti í náttúrunni að nærast, hvílast og styrkjast. Náttúran er endalaust að gefa. En því miður hættir maður stundum að taka eftir því. Þetta verður einhvern veginn allt að sjálfsögðum hlut og svo krefst maður meira og meira. Við erum dugleg við að finnur upp nýjar og nýjar þarfir sem þarf að uppfylla, og alltaf höldum við áfram að fá. Eftir áratuga ofneyslu er komið á ójafnvægi. Það hefur verið tekið of mikið of hratt og endurgjöfin takmörkuð. Loftslagið og vistkerfin raskast, og næringin okkar mengast, og takmarkast. Lífæðin okkar. Líkamlega og andlega næringin er í hættu. Ísland hefur orðið ríkt land á nýtingu náttúruauðlinda. Ísland á stórfengleg fiskimið sem gefa af sér dásamlega næringu. Við erum með einstaklega fallegt land sem fólk ferðast langar leiðir til þess að sjá. Það er náttúran sem hefur og er að gefa okkur auðinn, líkamlegan, andlegan og veraldlegan. Sjáum við það? Það er náttúran sem kallar núna á okkur. Biður okkur um að opna augun og sjá og skynja að núna er kominn tími til þess að stoppa, staldra við og endurhugsa framkomu okkar. Það er kominn tími til þess að hugsa um náttúru-, loftslags- og umhverfisvernd sem sjálfsagða, náttúrulega og lífsnauðsynlega vernd og endurgjöf. Við þurfum á heilbrigðri náttúru að halda til þess að lifa, við erum að fá allt frá náttúrunni. Við þurfum að hugsa um hvað getum við gert fyrir náttúruna? Hvernig lágmörkum við neikvæð áhrif og hámörkum jákvæð áhrif á náttúruna? Þetta ættu að vera spurningarnar sem við spyrjum okkur reglulega með djúpri auðmýkt, virðingu og þakklæti fyrir allt sem við erum að fá, sem er svo stórkostlegt. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega las ég úr hvaða frumefnum mannslíkaminn er gerður. Ég hafði lengi vitað að við erum að mestum hluta úr vatni, en ekki pælt mikið meira í þessu. Líkaminn er að mestu byggður upp af súrefni (O), eða um 65%, kolefni (C) 18.5 %, vetni (H) 9.5% og nítur (N) 3.2%, en þetta er um 96% af líkamanum, og svo koma kalk, fosfór, kalín og brennisteinn og fleiri efni og snefilefni. Líkaminn okkar er algjörlega háður því að fá þessi frumefni reglulega. Mest þurfum við af súrefni, vetni og kolefni yfir allan líftímann. Náttúran í kringum okkur gefur okkur þessi efni á hverju degi í ríkum mæli, og oftast án þess að við gefum því mikinn gaum. Talið er að við öndum inn um 500 lítrum af hreinu súrefni á hverjum degi. Við erum með súrefni, vatn og gjöfulla næringu allt í kringum okkur, jörðin er fullkominn staður fyrir okkur. Á Íslandi erum við meira segja svo heppin að við erum með bæði heitt vatn til þess að baða okkur í og ískalt ferskt drykkjarvatn. Vatnið er lífæðin okkar eins og súrefnið. Kolefnið fáum við í gegnum matinn okkar, sem væri ekki til nema fyrir sólina, vatnið og jarðveginn, sem er stútfullur af öllum þeim næringarefnum og snefilefnum sem við erum gerð úr og við þurfum á að halda. Við erum algjörlega háð náttúrunni. Við erum órjúfanlegur hluti af henni. Bæði er náttúran allt í kringum okkur að gefa okkur lífsnauðsynlega líkamlega næringu, en náttúran er líka endalaust að færa okkur andlega næringu, hvíld og styrk. Við finnum fyrir sterkri tengingunni. Samfélagsmiðlar iða af skælbrosandi fólki á fallegum stöðum úti í náttúrunni að nærast, hvílast og styrkjast. Náttúran er endalaust að gefa. En því miður hættir maður stundum að taka eftir því. Þetta verður einhvern veginn allt að sjálfsögðum hlut og svo krefst maður meira og meira. Við erum dugleg við að finnur upp nýjar og nýjar þarfir sem þarf að uppfylla, og alltaf höldum við áfram að fá. Eftir áratuga ofneyslu er komið á ójafnvægi. Það hefur verið tekið of mikið of hratt og endurgjöfin takmörkuð. Loftslagið og vistkerfin raskast, og næringin okkar mengast, og takmarkast. Lífæðin okkar. Líkamlega og andlega næringin er í hættu. Ísland hefur orðið ríkt land á nýtingu náttúruauðlinda. Ísland á stórfengleg fiskimið sem gefa af sér dásamlega næringu. Við erum með einstaklega fallegt land sem fólk ferðast langar leiðir til þess að sjá. Það er náttúran sem hefur og er að gefa okkur auðinn, líkamlegan, andlegan og veraldlegan. Sjáum við það? Það er náttúran sem kallar núna á okkur. Biður okkur um að opna augun og sjá og skynja að núna er kominn tími til þess að stoppa, staldra við og endurhugsa framkomu okkar. Það er kominn tími til þess að hugsa um náttúru-, loftslags- og umhverfisvernd sem sjálfsagða, náttúrulega og lífsnauðsynlega vernd og endurgjöf. Við þurfum á heilbrigðri náttúru að halda til þess að lifa, við erum að fá allt frá náttúrunni. Við þurfum að hugsa um hvað getum við gert fyrir náttúruna? Hvernig lágmörkum við neikvæð áhrif og hámörkum jákvæð áhrif á náttúruna? Þetta ættu að vera spurningarnar sem við spyrjum okkur reglulega með djúpri auðmýkt, virðingu og þakklæti fyrir allt sem við erum að fá, sem er svo stórkostlegt. Höfundur er verkfræðingur.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun