Dagleg rútína að hefjast Bragi Bjarnason skrifar 30. ágúst 2023 10:31 Það hefur sannarlega verið líf og fjör í Sveitarfélaginu Árborg í sumar þar sem bæjarhátíðir, íþróttamót og aðrir viðburðir hafa verið um nánast hverja helgi fyrir okkur íbúa og gesti að njóta. Hin daglega rútína brestur síðan á nú þegar skólarnir hefjast með tilheyrandi viðbótartraffík á morgnana þegar allir þurfa að komast á sína staði. Það er einhver sjarmi við þennan tíma sem erfitt er að festa fingur á, kannski er það bara að við mannfólkið viljum flest í raun hafa ákveðna rútínu á hlutunum. Ég minni líka ökumenn á að gæta sín og taka tillit til gangandi vegfarenda, ekki síst okkar yngstu samborgara sem nú ganga til mennta. Umhverfið okkar í sumar Það má með sanni segja að þetta sumar hafi verið tvískipt. Eftir blauta og kalda mánuði kom sumarið með hvelli í júlí og varla sér fyrir endann á blíðunni sem hefur haft veruleg áhrif á allan gróður. Færri umsóknir um sumarstörf, verkföll, mikið viðhald á tækjum og skerðing vinnuskóla gerði vinnu umhverfisdeildar sveitarfélagsins erfitt fyrir í sumar en engu að síður hafa starfsmenn umhverfisdeildar unnið frábært starf við að halda flestum svæðum í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins vel hirtum, komið niður sumarblómum og skreytingum svo eftir er tekið. Það viðurkennist þó, án þess að á nokkurn sé hallað, að ekki tókst að halda áætlun um snyrtingu á öllum götum og svæðum eins og vonir stóðu til. Vil ég því þakka öllum þeim íbúum sem hafa af mikilli ósérhlífni tekið sig til og snyrt sitt nánasta umhverfi í sumar. Það er bæði gleðilegt og þakkarvert að sjá og heyra af því hvernig íbúar taka til hendinni og leggja fram aðstoð sína við að halda umhverfinu snyrtilegu. Breyttur opnunartími sundlauga Árborgar Sveitarfélagið hefur undanfarna mánuði staðið í erfiðum aðgerðum til hagræðingar í rekstri. Það hefur m.a. falið í sér skerðingu á þjónustu, frestun framkvæmda og því miður, uppsögnum starfsmanna. Markmið þeirra aðgerða sem ráðist hefur verið í er m.a. að lækka rekstrarkostnaðinn sem hefur vaxið of mikið undanfarin ár í hlutfalli við tekjur. Meðal þeirra þjónustuþátta sem verður fyrir skerðingu eru sundlaugarnar okkar og þrátt fyrir að rekstur þeirra sé ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga, telja flestir þær mikilvægan hluta af daglegu lífi samfélagsins. Undirritaður er í þeim hópi. Það er ekki sjálfsögð eða einföld aðgerð að skerða opnunartíma stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins en nauðsynleg við núverandi aðstæður. Þannig mun breyting á opnunartíma sundlauganna skila sparnaði upp á um 50 milljónir króna á ári, þar af um 20 milljónum vegna sundlaugarinnar á Stokkseyri og 30 milljónum í heildina í Sundhöll Selfoss. Það er langt því frá stefna okkar í bæjarstjórn að skerða framboð til heilsueflingar fólks og helst vildi undirritaður geta bætt í fremur en dregið úr. Aðstæður á þessum tímapunkti knýja okkur því miður til þeirra aðgerða. Það er mín einlæga trú og markmið að hægt verði að auka opnunartímann aftur í báðum sundlaugum fyrr en seinna enda tel ég að við séum öll sammála um að gott aðgengi að sundlaugum landsins sé til hagsbóta fyrir samfélagið. Að lokum hvet ég okkur öll til að líta björtum augum til haustsins og njóta útivistar sem kostur er í okkar fallega umhverfi. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það hefur sannarlega verið líf og fjör í Sveitarfélaginu Árborg í sumar þar sem bæjarhátíðir, íþróttamót og aðrir viðburðir hafa verið um nánast hverja helgi fyrir okkur íbúa og gesti að njóta. Hin daglega rútína brestur síðan á nú þegar skólarnir hefjast með tilheyrandi viðbótartraffík á morgnana þegar allir þurfa að komast á sína staði. Það er einhver sjarmi við þennan tíma sem erfitt er að festa fingur á, kannski er það bara að við mannfólkið viljum flest í raun hafa ákveðna rútínu á hlutunum. Ég minni líka ökumenn á að gæta sín og taka tillit til gangandi vegfarenda, ekki síst okkar yngstu samborgara sem nú ganga til mennta. Umhverfið okkar í sumar Það má með sanni segja að þetta sumar hafi verið tvískipt. Eftir blauta og kalda mánuði kom sumarið með hvelli í júlí og varla sér fyrir endann á blíðunni sem hefur haft veruleg áhrif á allan gróður. Færri umsóknir um sumarstörf, verkföll, mikið viðhald á tækjum og skerðing vinnuskóla gerði vinnu umhverfisdeildar sveitarfélagsins erfitt fyrir í sumar en engu að síður hafa starfsmenn umhverfisdeildar unnið frábært starf við að halda flestum svæðum í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins vel hirtum, komið niður sumarblómum og skreytingum svo eftir er tekið. Það viðurkennist þó, án þess að á nokkurn sé hallað, að ekki tókst að halda áætlun um snyrtingu á öllum götum og svæðum eins og vonir stóðu til. Vil ég því þakka öllum þeim íbúum sem hafa af mikilli ósérhlífni tekið sig til og snyrt sitt nánasta umhverfi í sumar. Það er bæði gleðilegt og þakkarvert að sjá og heyra af því hvernig íbúar taka til hendinni og leggja fram aðstoð sína við að halda umhverfinu snyrtilegu. Breyttur opnunartími sundlauga Árborgar Sveitarfélagið hefur undanfarna mánuði staðið í erfiðum aðgerðum til hagræðingar í rekstri. Það hefur m.a. falið í sér skerðingu á þjónustu, frestun framkvæmda og því miður, uppsögnum starfsmanna. Markmið þeirra aðgerða sem ráðist hefur verið í er m.a. að lækka rekstrarkostnaðinn sem hefur vaxið of mikið undanfarin ár í hlutfalli við tekjur. Meðal þeirra þjónustuþátta sem verður fyrir skerðingu eru sundlaugarnar okkar og þrátt fyrir að rekstur þeirra sé ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga, telja flestir þær mikilvægan hluta af daglegu lífi samfélagsins. Undirritaður er í þeim hópi. Það er ekki sjálfsögð eða einföld aðgerð að skerða opnunartíma stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins en nauðsynleg við núverandi aðstæður. Þannig mun breyting á opnunartíma sundlauganna skila sparnaði upp á um 50 milljónir króna á ári, þar af um 20 milljónum vegna sundlaugarinnar á Stokkseyri og 30 milljónum í heildina í Sundhöll Selfoss. Það er langt því frá stefna okkar í bæjarstjórn að skerða framboð til heilsueflingar fólks og helst vildi undirritaður geta bætt í fremur en dregið úr. Aðstæður á þessum tímapunkti knýja okkur því miður til þeirra aðgerða. Það er mín einlæga trú og markmið að hægt verði að auka opnunartímann aftur í báðum sundlaugum fyrr en seinna enda tel ég að við séum öll sammála um að gott aðgengi að sundlaugum landsins sé til hagsbóta fyrir samfélagið. Að lokum hvet ég okkur öll til að líta björtum augum til haustsins og njóta útivistar sem kostur er í okkar fallega umhverfi. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun