„Stjórnsýsla Íslands er lítil“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. september 2023 12:01 Fjallað var um umfang stjórnarráðsins á Íslandi í fjölmiðlum á dögunum og ekki sízt þá staðreynd að samanlagt störfuðu rúmlega 700 manns í ráðuneytum landsins. Full ástæða er til slíkrar umfjöllunar og um leið er vert að hafa í huga þá staðreynd að kæmi til inngöngu í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni myndi það fyrir utan annað hafa í för með sér umfangsmikla útþenslu stjórnsýslunnar hér á landi svo hún gæti staðið undir þeim kröfum sem fylgdu veru í sambandinu – samkvæmt gögnum þess sjálfs. Forystumenn Viðreisnar hafa annað slagið á liðnum árum átt það til að berja sér á brjóst og gagnrýna umfang stjórnsýslunnar hér á landi harðlega. Meðal annars og ekki sízt ráðuneytanna. Hins vegar er ljóst að hljóð og mynd hefur á engan hátt farið saman í þeim málflutningi enda á sama tíma helzta, og í raun eina, stefnumál flokksins að Ísland skuli ganga í Evrópusambandið sem myndi, eins og áður segir, þýða mikla útþenslu hins opinbera hér á landi sem næg er fyrir. Þetta tvennt getur því á engan hátt farið saman. Telur íslenzku ráðuneytin vera of lítil Fjallað er til að mynda um smæð íslenzku stjórnsýslunnar að mati Evrópusambandsins í skjali frá árinu 2011 sem unnið var af framkvæmdastjórn sambandsins sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ í tengslum við umsókn þáverandi vinstristjórnar um inngöngu í það. Þar leynir sér ekki það álit Evrópusambandsins að stjórnsýslan hér á landi sé vegna smæðar engan veginn í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í sambandið: „Heilt á litið er stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf Evrópusambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan sambandsins krefst. […] Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn.“ Fullkomlega ótrúverðugur málflutningur Með öðrum orðum er ljóst að farið yrði úr öskunni í eldinn þegar kemur að umfangi hins opinbera hér á landi ef til þess kæmi að Ísland gengi í Evrópusambandið. Eins er ljóst að málflutningur þeirra stjórnmálamanna sem gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar á sama tíma og þeir tala fyrir inngöngu í sambandið, eins og forystumanna Viðreisnar, er fullkomlega ótrúverðugur. Þannig liggur fyrir að Evrópusambandið telur það allt of lítið sem forystumenn Viðreisnar vilja telja kjósendum trú um að þeir telji allt of stórt. Hitt er svo annað mál að ekkert af þessu þarf vitanlega að koma á óvart enda taka kröfur Evrópusambandsins um stjórnsýslu eðli málsins samkvæmt mið af milljóna- og tugmilljónaþjóðum. Stjórnsýsla sambandsins bætist síðan allajafna við sem yfirbygging ofan á þá yfirbyggingu sem fyrir er í ríkjum þess og kostnaðinn af henni er greiddur af skattgreiðendum þeirra. Hvernig sem á málið er litið er þannig ljóst að gagnrýni á umfang stjórnsýslunnar getur á engan hátt átt samleið með þeirri stefnu að gengið skuli í Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Evrópusambandið Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjallað var um umfang stjórnarráðsins á Íslandi í fjölmiðlum á dögunum og ekki sízt þá staðreynd að samanlagt störfuðu rúmlega 700 manns í ráðuneytum landsins. Full ástæða er til slíkrar umfjöllunar og um leið er vert að hafa í huga þá staðreynd að kæmi til inngöngu í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni myndi það fyrir utan annað hafa í för með sér umfangsmikla útþenslu stjórnsýslunnar hér á landi svo hún gæti staðið undir þeim kröfum sem fylgdu veru í sambandinu – samkvæmt gögnum þess sjálfs. Forystumenn Viðreisnar hafa annað slagið á liðnum árum átt það til að berja sér á brjóst og gagnrýna umfang stjórnsýslunnar hér á landi harðlega. Meðal annars og ekki sízt ráðuneytanna. Hins vegar er ljóst að hljóð og mynd hefur á engan hátt farið saman í þeim málflutningi enda á sama tíma helzta, og í raun eina, stefnumál flokksins að Ísland skuli ganga í Evrópusambandið sem myndi, eins og áður segir, þýða mikla útþenslu hins opinbera hér á landi sem næg er fyrir. Þetta tvennt getur því á engan hátt farið saman. Telur íslenzku ráðuneytin vera of lítil Fjallað er til að mynda um smæð íslenzku stjórnsýslunnar að mati Evrópusambandsins í skjali frá árinu 2011 sem unnið var af framkvæmdastjórn sambandsins sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ í tengslum við umsókn þáverandi vinstristjórnar um inngöngu í það. Þar leynir sér ekki það álit Evrópusambandsins að stjórnsýslan hér á landi sé vegna smæðar engan veginn í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í sambandið: „Heilt á litið er stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf Evrópusambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan sambandsins krefst. […] Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn.“ Fullkomlega ótrúverðugur málflutningur Með öðrum orðum er ljóst að farið yrði úr öskunni í eldinn þegar kemur að umfangi hins opinbera hér á landi ef til þess kæmi að Ísland gengi í Evrópusambandið. Eins er ljóst að málflutningur þeirra stjórnmálamanna sem gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar á sama tíma og þeir tala fyrir inngöngu í sambandið, eins og forystumanna Viðreisnar, er fullkomlega ótrúverðugur. Þannig liggur fyrir að Evrópusambandið telur það allt of lítið sem forystumenn Viðreisnar vilja telja kjósendum trú um að þeir telji allt of stórt. Hitt er svo annað mál að ekkert af þessu þarf vitanlega að koma á óvart enda taka kröfur Evrópusambandsins um stjórnsýslu eðli málsins samkvæmt mið af milljóna- og tugmilljónaþjóðum. Stjórnsýsla sambandsins bætist síðan allajafna við sem yfirbygging ofan á þá yfirbyggingu sem fyrir er í ríkjum þess og kostnaðinn af henni er greiddur af skattgreiðendum þeirra. Hvernig sem á málið er litið er þannig ljóst að gagnrýni á umfang stjórnsýslunnar getur á engan hátt átt samleið með þeirri stefnu að gengið skuli í Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun