Krefjast fyrirvara ef átt er við hljóð eða mynd í kosningaauglýsingum Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2023 14:38 Merki Google á snjallsímaskjá. Fyrirtækið ætlar að auka gegnsæi í kosningaauglýsingum með því að gera kröfur um að áhorfendur séu upplýstir um að gervigreind sé notuð til þess að eiga við mynd eða hljóð. AP/Matt Slocum Tæknirisinn Google ætlar að skikka þá sem kaupa kosningaauglýsingar á Google eða Youtube til þess að merkja þær skilmerkilega ef átt er við hljóð eða myndefni með gervigreind í þeim. Gervigreindarmyndefni er þegar byrjað að birtast í kosningaauglýsingum vestanhafs. Breytingar sem Google segist ætla að gera á notendaskilmálum leitarvélarinnar og myndbandasíðunnar Youtube í nóvember fela það í sér að auglýsendur verða að gera áhorfendum morgunljóst að átt hafi verið við myndefni. Fyrirvara um það verði að setja á áberandi stað í auglýsingarnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Tækni sem byggist á gervigreind hefur gert það enn auðveldara áður að búa til falsaðar myndir, myndbönd og hljóðbúta. Falsanir sem gervigreindarforrit búa til þykja meira sannfærandi en þær sem þekkst hafa til þessa í kosningaauglýsingum í Bandaríkjunum. Landsnefnd Repúblikanaflokksins birti auglýsingu í apríl sem byggðist alfarið á myndefni sem gervigreindarefni bjó til. Það átti að sýna hvernig Bandaríkin litu út í framtíðinni ef Joe Biden næði endurkjöri. Þar sáust brynvarðir herbílar á götum úti, gluggar verslana sem búið var að byrgja fyrir og innrás innflytjenda. Ron DeSantis, einn frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar næsta árs, lét gervigreind búa til myndir af Donald Trump faðma Anthony Fauci, fyrrverandi yfirmann sóttvarna í Bandaríkjunum, innilega í auglýsingu sem hann birti í júní. Fauci var andlit sóttvarna í kórónuveirufaraldrinum og er fyrir vikið grýla á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hann hefur sætt hatrömmum árásum Trump og stuðningsmanna hans, jafnvel líflátshótunum. Nokkur ríki hafa þegar samþykkt lög um tækni sem er notuð til þess að búa til sannfærandi falsanir á myndefni. Sumir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa einnig lýst áhuga á því að semja lög um blekkingar með gervigreindartólum. Alríkiskjörstjórn Bandaríkjanna vinnur nú að reglum um blekkjandi myndefni sem er framleitt með gervigreind í kosningaauglýsingum fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram á næsta ári. Google Gervigreind Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Breytingar sem Google segist ætla að gera á notendaskilmálum leitarvélarinnar og myndbandasíðunnar Youtube í nóvember fela það í sér að auglýsendur verða að gera áhorfendum morgunljóst að átt hafi verið við myndefni. Fyrirvara um það verði að setja á áberandi stað í auglýsingarnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Tækni sem byggist á gervigreind hefur gert það enn auðveldara áður að búa til falsaðar myndir, myndbönd og hljóðbúta. Falsanir sem gervigreindarforrit búa til þykja meira sannfærandi en þær sem þekkst hafa til þessa í kosningaauglýsingum í Bandaríkjunum. Landsnefnd Repúblikanaflokksins birti auglýsingu í apríl sem byggðist alfarið á myndefni sem gervigreindarefni bjó til. Það átti að sýna hvernig Bandaríkin litu út í framtíðinni ef Joe Biden næði endurkjöri. Þar sáust brynvarðir herbílar á götum úti, gluggar verslana sem búið var að byrgja fyrir og innrás innflytjenda. Ron DeSantis, einn frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar næsta árs, lét gervigreind búa til myndir af Donald Trump faðma Anthony Fauci, fyrrverandi yfirmann sóttvarna í Bandaríkjunum, innilega í auglýsingu sem hann birti í júní. Fauci var andlit sóttvarna í kórónuveirufaraldrinum og er fyrir vikið grýla á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hann hefur sætt hatrömmum árásum Trump og stuðningsmanna hans, jafnvel líflátshótunum. Nokkur ríki hafa þegar samþykkt lög um tækni sem er notuð til þess að búa til sannfærandi falsanir á myndefni. Sumir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa einnig lýst áhuga á því að semja lög um blekkingar með gervigreindartólum. Alríkiskjörstjórn Bandaríkjanna vinnur nú að reglum um blekkjandi myndefni sem er framleitt með gervigreind í kosningaauglýsingum fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram á næsta ári.
Google Gervigreind Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira