Sá sem varað var við hlaut þungan dóm fyrir brot gegn barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2023 11:00 Foreldrar og forráðamenn í Kársnesskóla voru varaðir við einstaklingi sem væri ekki æskilegt að börn væru í kringum. Google Miðlæg rannsóknardeild lögreglu hefur til rannsóknar mál karlmanns sem skólastjórnendur í Kársnesskóla vöruðu við á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er til skoðunar hvort maðurinn hafi gerst sekur um blygðunarsemisbrot í vesturhluta Kópavogs með því að fróa sér í bíl í bænum. Karlmaðurinn á að baki þungan dóm í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn barni. „Viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“ Foreldrum barna í vesturbæ Kópavogs barst póstur frá skólastjórnendum Kársnesskóla um hádegisbil á þriðjudaginn. Tæplega sex hundruð nemendur eru í skólanum á aldrinum sex til fimmtán ára. Tilefni tölvupóstsins voru ábendingar þess efnis að í vesturbæ Kópavogs væri á ferð einstaklingur „sem við viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“. Foreldrar skildu hvorki upp né niður, umræður í hverfis- og foreldrahópum fóru á flug og úr varð að framhaldspóstur barst frá Kársnesskóla þess efnis að einstaklingurinn sem um ræddi hefði sýnt af sér ósæmilega hegðun. Foreldrar voru hvattir til að ræða við börnin sín um að gefa sig ekki að ókunnugum og að vera á varðbergi. Málið hefði verið tilkynnt til lögreglu og vonandi myndi rannsókn ljúka sem fyrst. Braut á stúlku Samkvæmt heimildum fréttastofu snýst málið um karlmann sem hefur endurtekið sést í bíl í vesturhluta Kópavogs nærri stöðum þangað sem börn sækja. Karlmaðurinn er grunaður að hafa í minnsta kosti eitt skipti fróað sér í bíl á meðan börn voru í sjónmáli. Bíllinn er skráður á karlmann á fertugsaldri sem sat inni í tæp átta ár í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á grunnskólaaldri. Hann hefur samkvæmt heimildum fréttastofu verið búsettur á Íslandi í á annað ár. Á borði kynferðisbrotadeildar Þær upplýsingar fengust frá lögreglunni í Kópavogi að málið væri komið á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Deildinni er skipt í tvennt. Annars vegar er kynferðisbrotadeild og hins vegar deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi og meiriháttar afbrotum. Hjá kynferðisbrotadeild lögreglu fengust þær upplýsingar að á borði deildarinnar væri mál til rannsóknar sem gæti tengst umræðunni í vesturbæ Kópavogs. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Karlmaðurinn á að baki þungan dóm í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn barni. „Viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“ Foreldrum barna í vesturbæ Kópavogs barst póstur frá skólastjórnendum Kársnesskóla um hádegisbil á þriðjudaginn. Tæplega sex hundruð nemendur eru í skólanum á aldrinum sex til fimmtán ára. Tilefni tölvupóstsins voru ábendingar þess efnis að í vesturbæ Kópavogs væri á ferð einstaklingur „sem við viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“. Foreldrar skildu hvorki upp né niður, umræður í hverfis- og foreldrahópum fóru á flug og úr varð að framhaldspóstur barst frá Kársnesskóla þess efnis að einstaklingurinn sem um ræddi hefði sýnt af sér ósæmilega hegðun. Foreldrar voru hvattir til að ræða við börnin sín um að gefa sig ekki að ókunnugum og að vera á varðbergi. Málið hefði verið tilkynnt til lögreglu og vonandi myndi rannsókn ljúka sem fyrst. Braut á stúlku Samkvæmt heimildum fréttastofu snýst málið um karlmann sem hefur endurtekið sést í bíl í vesturhluta Kópavogs nærri stöðum þangað sem börn sækja. Karlmaðurinn er grunaður að hafa í minnsta kosti eitt skipti fróað sér í bíl á meðan börn voru í sjónmáli. Bíllinn er skráður á karlmann á fertugsaldri sem sat inni í tæp átta ár í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á grunnskólaaldri. Hann hefur samkvæmt heimildum fréttastofu verið búsettur á Íslandi í á annað ár. Á borði kynferðisbrotadeildar Þær upplýsingar fengust frá lögreglunni í Kópavogi að málið væri komið á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Deildinni er skipt í tvennt. Annars vegar er kynferðisbrotadeild og hins vegar deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi og meiriháttar afbrotum. Hjá kynferðisbrotadeild lögreglu fengust þær upplýsingar að á borði deildarinnar væri mál til rannsóknar sem gæti tengst umræðunni í vesturbæ Kópavogs. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira