Háskólar 21. aldarinnar Davíð Þorláksson og Katrín Atladóttir skrifa 19. september 2023 14:31 Bandaríski hagfræðingurinn Steven Levitt sagði að hvati væri byssukúla eða lykill; oft lítill hlutur sem gæti haft gríðarlega mikil áhrif til breytinga. Það skiptir máli að öll kerfi séu stillt af með réttum hvötum því það hefur mikil áhrif á það hver útkoman úr þeim verður. Ljóst er að núverandi fjármögnunarlíkan íslensku háskólanna, sem var tekið upp á síðustu öld, er barn síns tíma. Það er því mikið fagnaðarefni að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hafi nú kynnt gagngera kerfisbreytingu á fjármögnun háskólanna sem er forsenda þess að íslenskir háskólar geti náð enn betri árangri. Breytingarnar færa okkur nær því sem tíðkast á Norðurlöndunum og hefur skilað góðum árangri þar. Í stað þess t.d. að 65% fjármagnsins byggi á þreyttum einingum verður kennsla ráðandi þáttur með 60% sem skiptist á milli lokinna eininga (42%) og útskriftir (18%). Það skapar augljósan hvata fyrir skóla að tryggja góðan árangur í námi í stað þess að hvatinn snúist fyrst og fremst um að hafa sem allra flesta nema skráða í nám. Aukin og bætt menntun, m.a. í háskólum, er eitt besta tól hins opinbera til að viðhalda góðum lífskjörum og bæta þau til langs tíma. Menntakerfið getur veitt öllum jöfn tækifæri, óháð efnahag. Því er mikilvægt að háskólar séu vel fjármagnaðir og í stakk búnir að veita góða menntun sem stenst alþjóðlegan samanburð. Nýtt fjármögnunarlíkan er mikilvægt skref í þá átt. Höfundar sitja í háskólaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Katrín Atladóttir Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Bandaríski hagfræðingurinn Steven Levitt sagði að hvati væri byssukúla eða lykill; oft lítill hlutur sem gæti haft gríðarlega mikil áhrif til breytinga. Það skiptir máli að öll kerfi séu stillt af með réttum hvötum því það hefur mikil áhrif á það hver útkoman úr þeim verður. Ljóst er að núverandi fjármögnunarlíkan íslensku háskólanna, sem var tekið upp á síðustu öld, er barn síns tíma. Það er því mikið fagnaðarefni að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hafi nú kynnt gagngera kerfisbreytingu á fjármögnun háskólanna sem er forsenda þess að íslenskir háskólar geti náð enn betri árangri. Breytingarnar færa okkur nær því sem tíðkast á Norðurlöndunum og hefur skilað góðum árangri þar. Í stað þess t.d. að 65% fjármagnsins byggi á þreyttum einingum verður kennsla ráðandi þáttur með 60% sem skiptist á milli lokinna eininga (42%) og útskriftir (18%). Það skapar augljósan hvata fyrir skóla að tryggja góðan árangur í námi í stað þess að hvatinn snúist fyrst og fremst um að hafa sem allra flesta nema skráða í nám. Aukin og bætt menntun, m.a. í háskólum, er eitt besta tól hins opinbera til að viðhalda góðum lífskjörum og bæta þau til langs tíma. Menntakerfið getur veitt öllum jöfn tækifæri, óháð efnahag. Því er mikilvægt að háskólar séu vel fjármagnaðir og í stakk búnir að veita góða menntun sem stenst alþjóðlegan samanburð. Nýtt fjármögnunarlíkan er mikilvægt skref í þá átt. Höfundar sitja í háskólaráði Háskóla Íslands.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun