Forvarnir gegn fávisku Birgir Dýrfjörð skrifar 24. september 2023 21:00 Í Kastljósi RUV 20. sept. 2023 birtist furðulegt viðtal við Hildi Sverrisdóttur nýbakaðan formann þingflokks Sjálfstæðiflokksins. Umræðuefnið voru tillögur þingflokks sjálfstæðismanna og kvenna um að auka aðgengi almennings að áfengi. Aukning áfengisneyslu er þó 74% s.l. 30 ár. Skorpulifur, banvænn fylgisjúkdómur áfengis hefur áttfaldast. Mest fyrir bjórdrykkju og létt vín. Formaður þingflokksins sagði bara „Þetta er veruleiki sem við lifum við.“ Við fáum því ekki breytt. Fram kom í viðtalinu að aukið og auðveldað aðgengi að áfengi eykur mjög neyslu þess. Viðmælendur voru sammála, að með aukinni neyslu áfengis hafa aukst mikið afbrot, ofbeldi, slysfarir og sundrun fjölskyldna og brottfall æskufólks úr skólum. Það eykur síðan á vanhæfi þess unga fólks, að láta rætast drauma sína um gott líf, - það verður þá útundan í lífinu. Ríkið á ekki að vera að hafa vit fyrir fullorðnu fólki sagði formaðurinn. Hún upplýsti þó að það væri rifa í frumvarpinu fyrir afsiftasemi Ríkisins. Hún sagði: „Það er kveðið á um það í frumvarpinu okkar að það megiefla forvarnir.“ - Megi. Sem ábyrgur stjórnmálamaður benti hún líka á fjármögnun á kostnaði við forvarnir. „Það má selja Áfengisbúðirnar, þá fengist dágóð summa til að kosta forvarnir,“ sagði hún. (hægt er að sjá og heyra viðtalið á spilara ruv 20.9.´23) Spurt er. Til hvers eru forvarnir? Eru þær ekki til að koma í veg fyrir að eitthvað slæmt gerist. T.d. að það verði aukning á neyslu áfengis og fíkniefna í íslensku samfélagi? Hvernig getur formaður þingflokks sem flytur frumvarp um risaskref til að auka aðgengi að áfengi, og kallar forvarnir forræðishyggju ríkisins, hvernig getur hann í, sömu ræðunni, haldið því fram, að það megi selja fasteignir ríkisins til að fjármagna forvarnir gegn áfengi? Hvaða aulaháttur er þetta? Í hvaða kýrhaus er þetta fólk að draga Sjálfstæðisflokkinn? Besta forvörnin gegn þessari fávisku er, að gott og ærlegt fólk í Sjálfstæðisflokknum sem vissulega er stór hópur þar á bæ, taki höndum saman og visti hluta þingflokksins á skaðaminni stað en nú er. Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í Kastljósi RUV 20. sept. 2023 birtist furðulegt viðtal við Hildi Sverrisdóttur nýbakaðan formann þingflokks Sjálfstæðiflokksins. Umræðuefnið voru tillögur þingflokks sjálfstæðismanna og kvenna um að auka aðgengi almennings að áfengi. Aukning áfengisneyslu er þó 74% s.l. 30 ár. Skorpulifur, banvænn fylgisjúkdómur áfengis hefur áttfaldast. Mest fyrir bjórdrykkju og létt vín. Formaður þingflokksins sagði bara „Þetta er veruleiki sem við lifum við.“ Við fáum því ekki breytt. Fram kom í viðtalinu að aukið og auðveldað aðgengi að áfengi eykur mjög neyslu þess. Viðmælendur voru sammála, að með aukinni neyslu áfengis hafa aukst mikið afbrot, ofbeldi, slysfarir og sundrun fjölskyldna og brottfall æskufólks úr skólum. Það eykur síðan á vanhæfi þess unga fólks, að láta rætast drauma sína um gott líf, - það verður þá útundan í lífinu. Ríkið á ekki að vera að hafa vit fyrir fullorðnu fólki sagði formaðurinn. Hún upplýsti þó að það væri rifa í frumvarpinu fyrir afsiftasemi Ríkisins. Hún sagði: „Það er kveðið á um það í frumvarpinu okkar að það megiefla forvarnir.“ - Megi. Sem ábyrgur stjórnmálamaður benti hún líka á fjármögnun á kostnaði við forvarnir. „Það má selja Áfengisbúðirnar, þá fengist dágóð summa til að kosta forvarnir,“ sagði hún. (hægt er að sjá og heyra viðtalið á spilara ruv 20.9.´23) Spurt er. Til hvers eru forvarnir? Eru þær ekki til að koma í veg fyrir að eitthvað slæmt gerist. T.d. að það verði aukning á neyslu áfengis og fíkniefna í íslensku samfélagi? Hvernig getur formaður þingflokks sem flytur frumvarp um risaskref til að auka aðgengi að áfengi, og kallar forvarnir forræðishyggju ríkisins, hvernig getur hann í, sömu ræðunni, haldið því fram, að það megi selja fasteignir ríkisins til að fjármagna forvarnir gegn áfengi? Hvaða aulaháttur er þetta? Í hvaða kýrhaus er þetta fólk að draga Sjálfstæðisflokkinn? Besta forvörnin gegn þessari fávisku er, að gott og ærlegt fólk í Sjálfstæðisflokknum sem vissulega er stór hópur þar á bæ, taki höndum saman og visti hluta þingflokksins á skaðaminni stað en nú er. Höfundur er rafvirki.
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar