Breytum um kúrs Sigmar Guðmundsson skrifar 27. september 2023 08:00 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni innan verkalýðshreyfingarinnar um þann mikla kostnað sem fylgir krónunni fyrir heimili landsins. Þetta hávaxtabrjálæði sem við búum við þýðir að fjölskyldur greiða sturlaða vexti fyrir það eitt að eignast þak yfir höfuðið. Miklu hærri en í nágrannalöndunum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessi kostnaður lendir ekki bara af fullum þunga á fjölskyldunum heldur líka stærstum hluta atvinnulífsins, sveitarfélögum og ríkissjóði. Ef dæmið er skoðað út frá vaxtamuninum á milli krónu og evru má áætla að kostnaðurinn sé í kringum 300 milljarðar á ári. Þar af lenda um 100 milljarðar á heimilum. Á hverju einasta ári. Annað eins lendir svo á ríkissjóði, bæði beint og sem kostnaður við gjaldeyrisvaraforðann. Það er gott fyrir heimilin og atvinnulífið að verkalýðshreyfingin láti nú til sín taka í þessari umræðu. Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson hafa dregið vagninn og í viðtali á Rás tvö áréttaði forseti ASÍ þá stefnu sambandsins að það vilji sjá hvað kæmi út úr viðræðum við ESB. Svo myndu landsmenn ákveða framhaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki stjórnmálaflokkarnir. Það er ábyrg afstaða. Vilhjálmur leggur svo mikla áherslu á að óháðir erlendir aðilar geri úttekt á kostum og göllum þess að taka upp annan gjaldmiðil. Það er líka ábyrgt og gæti reynst mjög gagnlegt tól upp á framhaldið. Að mínu mati er það frumskylda stjórnmálamanna að leita allra leiða til að bæta hag fólks á Íslandi, enda er það væntanlega ástæða þess að fólk býður sig fram. Að vera meðvitaður um fórnarkostnað krónunnar en vilja ekki skoða möguleikann á því að taka upp annan gjaldmiðil, gengur þvert gegn þeirri frumskyldu. Það er síðan mikilvægt að átta sig á að þetta ferli tekur tíma og leysir ekki vaxtaokur dagsins í dag. En jafnframt ætti það að vera morgunljóst að stöðugra efnahagsumhverfi með nýjum gjaldmiðli, minnkar líkurnar verulega á því að fjölskyldur landsins fái svona vaxta og verðbólguskell á nokkurra ára fresti. Sama gildir auðvitað um atvinnulífið, sveitarfélög og ríkissjóð. Nýverandi stefna er gjaldþrota. Hvers vegna ættum við að sætta okkur við þá bilun að óvertryggðir húsnæðisvextir séu um 11 prósent?! Hvernig má það vera að eina úrræði fólks sé í sífellu að skipta um lánaform í einhverju panikki og valið standi eingöngu á milli mis vonlausra kosta? Af hverju þarf stærstur hluti atvinnulífsins að fjármagna sig á mun verri kjörum en sambærileg fyrirtæki í nágrannalöndunum? Það eru ekki nema tvö ár síðan bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra töluð eins og runnið væri upp sérstakt lágvaxtaskeið á Íslandi. Seðlabankastjóri taldi meira að segja að verðtryggðu lánin væru smám saman að deyja út. Þessir spádómar eldast ekki vel og hagsagan á Íslandi segir okkur að væntingar um stöðugri verðbólgu og vaxtatölur í krónuhagkerfinu eru tálsýnin ein. Það er tímabært að breyta um kúrs. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Íslenska krónan Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni innan verkalýðshreyfingarinnar um þann mikla kostnað sem fylgir krónunni fyrir heimili landsins. Þetta hávaxtabrjálæði sem við búum við þýðir að fjölskyldur greiða sturlaða vexti fyrir það eitt að eignast þak yfir höfuðið. Miklu hærri en í nágrannalöndunum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessi kostnaður lendir ekki bara af fullum þunga á fjölskyldunum heldur líka stærstum hluta atvinnulífsins, sveitarfélögum og ríkissjóði. Ef dæmið er skoðað út frá vaxtamuninum á milli krónu og evru má áætla að kostnaðurinn sé í kringum 300 milljarðar á ári. Þar af lenda um 100 milljarðar á heimilum. Á hverju einasta ári. Annað eins lendir svo á ríkissjóði, bæði beint og sem kostnaður við gjaldeyrisvaraforðann. Það er gott fyrir heimilin og atvinnulífið að verkalýðshreyfingin láti nú til sín taka í þessari umræðu. Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson hafa dregið vagninn og í viðtali á Rás tvö áréttaði forseti ASÍ þá stefnu sambandsins að það vilji sjá hvað kæmi út úr viðræðum við ESB. Svo myndu landsmenn ákveða framhaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki stjórnmálaflokkarnir. Það er ábyrg afstaða. Vilhjálmur leggur svo mikla áherslu á að óháðir erlendir aðilar geri úttekt á kostum og göllum þess að taka upp annan gjaldmiðil. Það er líka ábyrgt og gæti reynst mjög gagnlegt tól upp á framhaldið. Að mínu mati er það frumskylda stjórnmálamanna að leita allra leiða til að bæta hag fólks á Íslandi, enda er það væntanlega ástæða þess að fólk býður sig fram. Að vera meðvitaður um fórnarkostnað krónunnar en vilja ekki skoða möguleikann á því að taka upp annan gjaldmiðil, gengur þvert gegn þeirri frumskyldu. Það er síðan mikilvægt að átta sig á að þetta ferli tekur tíma og leysir ekki vaxtaokur dagsins í dag. En jafnframt ætti það að vera morgunljóst að stöðugra efnahagsumhverfi með nýjum gjaldmiðli, minnkar líkurnar verulega á því að fjölskyldur landsins fái svona vaxta og verðbólguskell á nokkurra ára fresti. Sama gildir auðvitað um atvinnulífið, sveitarfélög og ríkissjóð. Nýverandi stefna er gjaldþrota. Hvers vegna ættum við að sætta okkur við þá bilun að óvertryggðir húsnæðisvextir séu um 11 prósent?! Hvernig má það vera að eina úrræði fólks sé í sífellu að skipta um lánaform í einhverju panikki og valið standi eingöngu á milli mis vonlausra kosta? Af hverju þarf stærstur hluti atvinnulífsins að fjármagna sig á mun verri kjörum en sambærileg fyrirtæki í nágrannalöndunum? Það eru ekki nema tvö ár síðan bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra töluð eins og runnið væri upp sérstakt lágvaxtaskeið á Íslandi. Seðlabankastjóri taldi meira að segja að verðtryggðu lánin væru smám saman að deyja út. Þessir spádómar eldast ekki vel og hagsagan á Íslandi segir okkur að væntingar um stöðugri verðbólgu og vaxtatölur í krónuhagkerfinu eru tálsýnin ein. Það er tímabært að breyta um kúrs. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun