Notaður í auglýsingu með gervigreind án leyfis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2023 11:29 Tom Hanks hefur áður viðrað áhyggjur sínar af þróuninni sem fylgir gervigreindartækninni. EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Tom Hanks hefur varað aðdáendur sína við því að í umferð sé auglýsing á vegum tryggingafyrirtækis þar sem gervigreind er nýtt til að nota leikarann í auglýsingunni. Þetta er án hans aðkomu og samþykkis. Leikarinn birtir færslu á samfélagsmiðlinum Instagram vegna málsins. „Varist! Það er myndband í dreifingu þar sem seldar eru tryggingar vegna tannlæknaþjónustu og gervigreindarútgáfa af mér nýtt í myndbandið. Ég hef ekkert með þetta að gera,“ skrifar leikarinn. Óskarsverðlaunahafinn hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum vegna möguleika gervigreindar í kvikmyndum og sjónvarpi. Tæknin hefur áður verið nýtt meðal annars í Star Wars myndunum þar sem leikarar hafa ýmist verið endurlífgaðir, eða þeir yngdir upp. View this post on Instagram A post shared by Tom Hanks (@tomhanks) Dæmi um þetta má finna í nýjustu Indiana Jones myndinni þar sem Harrison Ford er yngdur upp sem fornleifafræðingurinn í hluta af myndinni. Þá hefur tæknin verið nýtt til að blása lífi í persónur eftir að leikararnir sem léku þær upprunalega eru látnir, líkt og í Star Wars myndunum. „Við vissum að þetta myndi gerast. Við sáum að það yrði hægt að taka saman tölur inn í tölvu og breyta þeim í andlit og í persónu,“ sagði Tom Hanks í hlaðvarpsþætti Adam Buxton um málið í apríl síðastliðnum. Þar sagði hann að leikarar hefðu miklar áhyggjur af stöðu mála en gervigreind hefur verið eitt af þrætueplunum í verkfallsaðgerðum leikara í Hollywood sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði. Leikarar hafa áhyggjur af því að fyrirtækin geti grætt á ásýnd sinni og persónu án allrar aðkomu sjálfra leikaranna. „Það eiga sér stað samræður í öllum félögum, öllum umboðsskrifstofum og lögfræðistofum um að koma upp lagaramma utan um andlit okkar og rödd, svo að þetta verði okkar eign,“ sagði leikarinn. „Einmitt núna gæti ég, ef ég vildi, lagt til að gerðar yrði kvikmyndasería með sjö myndum þar sem ég yrði í aðalhlutverki þar sem ég er 32 ára gamall, núna og til eilífðar. Hver sem er getur endurskapað sjálfan sig með gervigreind,“ sagði leikarinn í hlaðvarpsþættinum. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Gervigreind Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Leikarinn birtir færslu á samfélagsmiðlinum Instagram vegna málsins. „Varist! Það er myndband í dreifingu þar sem seldar eru tryggingar vegna tannlæknaþjónustu og gervigreindarútgáfa af mér nýtt í myndbandið. Ég hef ekkert með þetta að gera,“ skrifar leikarinn. Óskarsverðlaunahafinn hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum vegna möguleika gervigreindar í kvikmyndum og sjónvarpi. Tæknin hefur áður verið nýtt meðal annars í Star Wars myndunum þar sem leikarar hafa ýmist verið endurlífgaðir, eða þeir yngdir upp. View this post on Instagram A post shared by Tom Hanks (@tomhanks) Dæmi um þetta má finna í nýjustu Indiana Jones myndinni þar sem Harrison Ford er yngdur upp sem fornleifafræðingurinn í hluta af myndinni. Þá hefur tæknin verið nýtt til að blása lífi í persónur eftir að leikararnir sem léku þær upprunalega eru látnir, líkt og í Star Wars myndunum. „Við vissum að þetta myndi gerast. Við sáum að það yrði hægt að taka saman tölur inn í tölvu og breyta þeim í andlit og í persónu,“ sagði Tom Hanks í hlaðvarpsþætti Adam Buxton um málið í apríl síðastliðnum. Þar sagði hann að leikarar hefðu miklar áhyggjur af stöðu mála en gervigreind hefur verið eitt af þrætueplunum í verkfallsaðgerðum leikara í Hollywood sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði. Leikarar hafa áhyggjur af því að fyrirtækin geti grætt á ásýnd sinni og persónu án allrar aðkomu sjálfra leikaranna. „Það eiga sér stað samræður í öllum félögum, öllum umboðsskrifstofum og lögfræðistofum um að koma upp lagaramma utan um andlit okkar og rödd, svo að þetta verði okkar eign,“ sagði leikarinn. „Einmitt núna gæti ég, ef ég vildi, lagt til að gerðar yrði kvikmyndasería með sjö myndum þar sem ég yrði í aðalhlutverki þar sem ég er 32 ára gamall, núna og til eilífðar. Hver sem er getur endurskapað sjálfan sig með gervigreind,“ sagði leikarinn í hlaðvarpsþættinum.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Gervigreind Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira