Eru sum sjálfsvíg þolanlegri en önnur? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar 4. október 2023 11:01 Fagstjóri sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu skrifar pistil um sjálfsvíg í Vísi í dag og hvað heilsugæslan er að gera til að koma í veg fyrir þau. Hún tekur fram að „mikilvægt er að hægt sé að vísa í viðeigandi meðferð ef [sjálfsvígs]matið bendir til undirliggjandi geðheilbrigðisvanda þar sem ómeðhöndlaður geðheilbrigðisvandi getur leitt til versnunar á einkennum.“ Ég veit varla hvort ég á að hlæja eða gráta. Það vita allir sem vilja vita að heilsugæslan vísar einhverfum frá geðheilbrigðisþjónustu. Ekki alveg öllum er vísað frá en það heyrir til algjörar undantekningar ef fólk kemst að. Fólki hefur jafnvel verið vísað frá geðheilbrigðisþjónustu heilsugæslunnar vegna gruns um einhverfu. Það er sem sagt rétt að það er hægt að vísa einhverfum í meðferð í geðheilsuteymi eða í viðtöl á heilsugæslu en þeim er vísað frá vegna þess að ekki er til næg þekking á einhverfu. Það er til mikilsvirt rannsókn frá Svíþjóð sem sýnir fram á að næstum því tíu sinnum fleiri einhverfir látast af völdum sjálfsvíga en þeir sem eru ekki einhverfir. Ég endurtek einhverfir eru næstum tíu sinnum líklegri að deyja af völdum sjálfsvíga en óeinhverfir. Af þessum tölum er ljóst að þörf einhverfra eftir þjónustu er gífurleg. Samt er þeim neitað um geðheilbrigðisþjónustu í heilsugæslunni sökum vanþekkingar starfsmanna. Skoðum aðeins hvernig líkamlega heilbrigðiskerfið virkar. Ímyndum okkur að upp komi nýr veirusjúkdómur sem enginn hafi þekkingu á af því að hann er nýr. Köllum hann COVID-19. Hvað myndi gerast í heilbrigðiskerfinu? Myndi heilbrigðiskerfið vísa fólki frá í stórum stíl og segja við þekkjum þetta ekki? Nei, það var ekki það sem það gerðist. Í því tilfelli voru mannslíf metin svo mikils að fólk lagði á sig vinnu til finna út hvað ætti að gera. Það er í hæsta máta óeðlilegt að neita fólki um geðheilbrigðisþjónustu á grundvelli fötlunar, skerðingar eða frávika frá hefðbundnum þroska og er mannréttindabrot. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Fagstjóri sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu skrifar pistil um sjálfsvíg í Vísi í dag og hvað heilsugæslan er að gera til að koma í veg fyrir þau. Hún tekur fram að „mikilvægt er að hægt sé að vísa í viðeigandi meðferð ef [sjálfsvígs]matið bendir til undirliggjandi geðheilbrigðisvanda þar sem ómeðhöndlaður geðheilbrigðisvandi getur leitt til versnunar á einkennum.“ Ég veit varla hvort ég á að hlæja eða gráta. Það vita allir sem vilja vita að heilsugæslan vísar einhverfum frá geðheilbrigðisþjónustu. Ekki alveg öllum er vísað frá en það heyrir til algjörar undantekningar ef fólk kemst að. Fólki hefur jafnvel verið vísað frá geðheilbrigðisþjónustu heilsugæslunnar vegna gruns um einhverfu. Það er sem sagt rétt að það er hægt að vísa einhverfum í meðferð í geðheilsuteymi eða í viðtöl á heilsugæslu en þeim er vísað frá vegna þess að ekki er til næg þekking á einhverfu. Það er til mikilsvirt rannsókn frá Svíþjóð sem sýnir fram á að næstum því tíu sinnum fleiri einhverfir látast af völdum sjálfsvíga en þeir sem eru ekki einhverfir. Ég endurtek einhverfir eru næstum tíu sinnum líklegri að deyja af völdum sjálfsvíga en óeinhverfir. Af þessum tölum er ljóst að þörf einhverfra eftir þjónustu er gífurleg. Samt er þeim neitað um geðheilbrigðisþjónustu í heilsugæslunni sökum vanþekkingar starfsmanna. Skoðum aðeins hvernig líkamlega heilbrigðiskerfið virkar. Ímyndum okkur að upp komi nýr veirusjúkdómur sem enginn hafi þekkingu á af því að hann er nýr. Köllum hann COVID-19. Hvað myndi gerast í heilbrigðiskerfinu? Myndi heilbrigðiskerfið vísa fólki frá í stórum stíl og segja við þekkjum þetta ekki? Nei, það var ekki það sem það gerðist. Í því tilfelli voru mannslíf metin svo mikils að fólk lagði á sig vinnu til finna út hvað ætti að gera. Það er í hæsta máta óeðlilegt að neita fólki um geðheilbrigðisþjónustu á grundvelli fötlunar, skerðingar eða frávika frá hefðbundnum þroska og er mannréttindabrot. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar