Hæstiréttur sneri við dómi sem hefur þegar verið afplánaður Árni Sæberg skrifar 4. október 2023 18:40 Ívar Guðjónsson fyrrverandi forstöðumaður fjárfestinga Landsbankans, krafðist þess að sínu máli yrði vísað til Hæstaréttar vitandi að rétturinn getur ekki veitt honum réttláta málsmeðferð með skýrslutökum. vísir/vilhelm Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Ívar Guðjónssyni, fyrrverandi forstöðumanni eigin fjárfestinga Landsbankans, frá árinu 2014. Hæstiréttur hafði áður dæmt hann til tveggja ára fangelsisvistar en með umdeildri ákvörðun Endurupptökudóms var málið sent aftur til Hæstaréttar. Hann hefur þegar afplánað þann dóm og var því ekki dæmd refsing. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2014 var Ívar sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun á fimm daga tímabili skömmu fyrir bankahrun árið 2008 og dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar, þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir. Með dómi Hæstaréttar sama ár var hann hins vegar sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun yfir samtals 228 viðskiptadaga og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Mál Styrmis Þórs hefur víðtæk áhrif Mál Ívars er eitt fjölmargra svokallaðra hrunmála, sem hafa mörg hver velkst um í dómkerfinu í fjölda ára. Eitt þeirra, mál Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka hefur dregið dilk á eftir sér. Hann var dæmdur til eins árs fangelsisvistar í Hæstarétti, eftir að hafa verið sýknaður í héraði. Hann fór með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð þegar Hæstiréttur sneri við sýknudómi héraðsdóms árið 2013 án þess að hlýða á munnlegan málflutning. Endurupptökudómur féllst á beiðni Styrmis Þórs um endurupptöku dómsins og vísaði því til meðferðar í Hæstarétti árið 2019. Árið 2022 vísaði Hæstiréttur málinu frá dómi, þar sem hann hefur ekki heimild til þess að láta munnlega sönnunarfærslu fara fram og gat því ekki tekið málið til meðferðar. Því stóð dómur héraðsdóms óhaggaður. Niðurstaðan í máli Ívars fyrirsjáanleg Þrátt fyrir þessa niðurstöðu Hæstaréttar hefur Endurupptökudómur haldið áfram að vísa málum, sem varða skort á munnlegri sönnunarfærslu, aftur til Hæstaréttar. Í máli Styrmis Þórs beindi Hæstiréttur því til Endurupptökudóms að vísa málum frekar til Landsréttar, sem hefur heimild til þess að hlýða á munnlega sönnunarfærslu. Í kjölfarið sagði Endurupptökudómur í öðru máli að ótækt væri að vísa málum þangað þar sem orðalagið „að nýju“ var túlkað þannig að mál þurfi að hafa verið tekið fyrir áður af Landsrétti til að hægt sé að vísa málum þangað. Dómar í hrunmálunum féllu auðvitað allir áður en Landsrétti var komið á fót. Því var niðurstaða Hæstaréttar í dag nokkuð fyrirsjáanleg. Hefur þegar afplánað fyrri dóm Ákæruvaldið krafðist þess í seinni umferð málsins fyrir Hæstarétti að dómur héraðsdóms yrði staðfestur og að Ívari yrði ekki gerð sérstök refsing í málinu. Sjálfur krafðist hann sýknu og til var að honum yrði ekki gerð sérstök refsing í málinu. Í seinni dómi Hæstaréttar var tekið fram að eins og málið lægi fyrir réttinum kæmi einungis til álita að sakfella Ívar fyrir það tímabil sem hann hafði verið sakfelldur fyrir í héraði. Krafa ákæruvaldsins um að Ívari yrði ekki gerð sérstök refsing helgaðist af því að hann hafði þegar afplánað tveggja ára dóm Hæstaréttar. Með vísan til þess og forsenda héraðsdóms var dómur héraðsdóms staðfestur en Ívari ekki gerð sérstök refsing. Þá var ákvörðun héraðsdóms um málskostnað látin standa óhögguð en málsvarnarlaun verjanda Ívar í fyrri umferð fyrir Hæstarétti, 7,4 milljónir króna greiðast úr ríkissjóði sem og málsvarnarlaun verjanda hans nú, rétt tæplega tíu milljónir króna. Dómsmál Efnahagsbrot Dómstólar Hrunið Landsbankinn Íslenskir bankar Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2014 var Ívar sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun á fimm daga tímabili skömmu fyrir bankahrun árið 2008 og dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar, þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir. Með dómi Hæstaréttar sama ár var hann hins vegar sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun yfir samtals 228 viðskiptadaga og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Mál Styrmis Þórs hefur víðtæk áhrif Mál Ívars er eitt fjölmargra svokallaðra hrunmála, sem hafa mörg hver velkst um í dómkerfinu í fjölda ára. Eitt þeirra, mál Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka hefur dregið dilk á eftir sér. Hann var dæmdur til eins árs fangelsisvistar í Hæstarétti, eftir að hafa verið sýknaður í héraði. Hann fór með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð þegar Hæstiréttur sneri við sýknudómi héraðsdóms árið 2013 án þess að hlýða á munnlegan málflutning. Endurupptökudómur féllst á beiðni Styrmis Þórs um endurupptöku dómsins og vísaði því til meðferðar í Hæstarétti árið 2019. Árið 2022 vísaði Hæstiréttur málinu frá dómi, þar sem hann hefur ekki heimild til þess að láta munnlega sönnunarfærslu fara fram og gat því ekki tekið málið til meðferðar. Því stóð dómur héraðsdóms óhaggaður. Niðurstaðan í máli Ívars fyrirsjáanleg Þrátt fyrir þessa niðurstöðu Hæstaréttar hefur Endurupptökudómur haldið áfram að vísa málum, sem varða skort á munnlegri sönnunarfærslu, aftur til Hæstaréttar. Í máli Styrmis Þórs beindi Hæstiréttur því til Endurupptökudóms að vísa málum frekar til Landsréttar, sem hefur heimild til þess að hlýða á munnlega sönnunarfærslu. Í kjölfarið sagði Endurupptökudómur í öðru máli að ótækt væri að vísa málum þangað þar sem orðalagið „að nýju“ var túlkað þannig að mál þurfi að hafa verið tekið fyrir áður af Landsrétti til að hægt sé að vísa málum þangað. Dómar í hrunmálunum féllu auðvitað allir áður en Landsrétti var komið á fót. Því var niðurstaða Hæstaréttar í dag nokkuð fyrirsjáanleg. Hefur þegar afplánað fyrri dóm Ákæruvaldið krafðist þess í seinni umferð málsins fyrir Hæstarétti að dómur héraðsdóms yrði staðfestur og að Ívari yrði ekki gerð sérstök refsing í málinu. Sjálfur krafðist hann sýknu og til var að honum yrði ekki gerð sérstök refsing í málinu. Í seinni dómi Hæstaréttar var tekið fram að eins og málið lægi fyrir réttinum kæmi einungis til álita að sakfella Ívar fyrir það tímabil sem hann hafði verið sakfelldur fyrir í héraði. Krafa ákæruvaldsins um að Ívari yrði ekki gerð sérstök refsing helgaðist af því að hann hafði þegar afplánað tveggja ára dóm Hæstaréttar. Með vísan til þess og forsenda héraðsdóms var dómur héraðsdóms staðfestur en Ívari ekki gerð sérstök refsing. Þá var ákvörðun héraðsdóms um málskostnað látin standa óhögguð en málsvarnarlaun verjanda Ívar í fyrri umferð fyrir Hæstarétti, 7,4 milljónir króna greiðast úr ríkissjóði sem og málsvarnarlaun verjanda hans nú, rétt tæplega tíu milljónir króna.
Dómsmál Efnahagsbrot Dómstólar Hrunið Landsbankinn Íslenskir bankar Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira