Er ekki kominn tími á aðra nálgun? Emma Ósk Ragnarsdóttir skrifar 6. október 2023 07:00 Á Íslandi er viðvarandi verðbólga sem hefur gífurleg áhrif á daglegt líf allra kynslóða í landinu. Bakslag í hinsegin málum er orðið sýnilegra með hverjum deginum og fregnir af ofbeldi heyrast nær daglega. Upplýsingaóreiða og pólarísering virðist einkenna samfélagslega umræðu í frekari mæli og erfitt er að komast að sameiginlegri niðurstöðu í mikilvægum málaflokkum. Ekkert svakalega eftirsóknarverð staða, er það nokkuð? Þessi staða kemur hins vegar ekki svo mikið á óvart. Við höfum nefnilega haft sömu ríkisstjórnina við völd í nánast sex ár. Sex ár sem hafa einkennst af innbyrðis átökum um sjálfsköpuð vandamál, þar sem lítill sem enginn tími gefst til þess að bregðast við þeim fjölda áskoranna sem við stöndum frammi fyrir. Á tímum sem þessum er mikilvægt að rödd þeirra sem tala fyrir nýjum lausnum og standa vörð um mannréttindi allra heyrist. Þeirra sem fagna fjölbreytileikanum og öllum þeim tækifærum sem í honum felst, og þeirra sem vilja að íslenskt samfélag einkennist af fjölbreyttum tækifærum, réttlæti og efnahagslegum stöðugleika. Rödd þessara sjónarmiða á sér greiðan farveg í Viðreisn. Við viljum að á Íslandi ríki heilbrigð samkeppni, þar sem neytendur hafa raunverulegt valfrelsi í innkaupum sínum með aðgangi að fleiri mörkuðum og afnámi verndartolla, og fyllast því ekki af áhyggjum þegar þeir sjá verðið á matarkörfunni. Samfélag þar sem gjaldmiðillinn sveiflast ekki í sífellu og veldur óendanlegri óvissu, þar sem fasteignakaup eru ekki fjarlægur draumur, heldur raunverulegur valkostur. Samfélag þar sem jaðarhópar upplifa sig örugga og þurfa ekki að berjast ítrekað fyrir grundvallarmannréttindum. Samfélag þar sem er gott að búa, og þar sem fólk vill búa og byggja upp líf sitt. Ég er tilbúin að sjá Ísland í þessu nýja ljósi, og hef því gefið kost á mér til forseta Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar. Uppreisn er öflug hreyfing sem hefur sýnt í orðum og verki að ungt fólk hefur rödd, og henni ber að taka eftir og hlusta á. Sést slíkt einna helst með nýrri nálgun Viðreisnar í umhverfismálum, sem var keyrð áfram af ungu fólki innan flokksins, og skilaði sér í því að Viðreisn fékk eina hæstu einkunn Sólarkvarðans árið 2021. Við í Uppreisn höfnum íhaldssemi og sjáum tækifæri í því að hugsa hlutina upp á nýtt, vinna með öðrum að sameiginlegum markmiðum og sjá íslenskt samfélag blómstra sem aldrei fyrr. Ég vil leiða og efla enn frekar það frábæra starf sem á sér stað innan Uppreisnar, þar sem ungt fólk getur komið saman til að læra af hvoru öðru, tjá sig um skoðanir sínar og vangaveltur, og taka virkan þátt í að gera íslenskt samfélag að frjálsu og réttlátu samfélagi. Höfundur er frambjóðandi til forseta Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Efnahagsmál Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er viðvarandi verðbólga sem hefur gífurleg áhrif á daglegt líf allra kynslóða í landinu. Bakslag í hinsegin málum er orðið sýnilegra með hverjum deginum og fregnir af ofbeldi heyrast nær daglega. Upplýsingaóreiða og pólarísering virðist einkenna samfélagslega umræðu í frekari mæli og erfitt er að komast að sameiginlegri niðurstöðu í mikilvægum málaflokkum. Ekkert svakalega eftirsóknarverð staða, er það nokkuð? Þessi staða kemur hins vegar ekki svo mikið á óvart. Við höfum nefnilega haft sömu ríkisstjórnina við völd í nánast sex ár. Sex ár sem hafa einkennst af innbyrðis átökum um sjálfsköpuð vandamál, þar sem lítill sem enginn tími gefst til þess að bregðast við þeim fjölda áskoranna sem við stöndum frammi fyrir. Á tímum sem þessum er mikilvægt að rödd þeirra sem tala fyrir nýjum lausnum og standa vörð um mannréttindi allra heyrist. Þeirra sem fagna fjölbreytileikanum og öllum þeim tækifærum sem í honum felst, og þeirra sem vilja að íslenskt samfélag einkennist af fjölbreyttum tækifærum, réttlæti og efnahagslegum stöðugleika. Rödd þessara sjónarmiða á sér greiðan farveg í Viðreisn. Við viljum að á Íslandi ríki heilbrigð samkeppni, þar sem neytendur hafa raunverulegt valfrelsi í innkaupum sínum með aðgangi að fleiri mörkuðum og afnámi verndartolla, og fyllast því ekki af áhyggjum þegar þeir sjá verðið á matarkörfunni. Samfélag þar sem gjaldmiðillinn sveiflast ekki í sífellu og veldur óendanlegri óvissu, þar sem fasteignakaup eru ekki fjarlægur draumur, heldur raunverulegur valkostur. Samfélag þar sem jaðarhópar upplifa sig örugga og þurfa ekki að berjast ítrekað fyrir grundvallarmannréttindum. Samfélag þar sem er gott að búa, og þar sem fólk vill búa og byggja upp líf sitt. Ég er tilbúin að sjá Ísland í þessu nýja ljósi, og hef því gefið kost á mér til forseta Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar. Uppreisn er öflug hreyfing sem hefur sýnt í orðum og verki að ungt fólk hefur rödd, og henni ber að taka eftir og hlusta á. Sést slíkt einna helst með nýrri nálgun Viðreisnar í umhverfismálum, sem var keyrð áfram af ungu fólki innan flokksins, og skilaði sér í því að Viðreisn fékk eina hæstu einkunn Sólarkvarðans árið 2021. Við í Uppreisn höfnum íhaldssemi og sjáum tækifæri í því að hugsa hlutina upp á nýtt, vinna með öðrum að sameiginlegum markmiðum og sjá íslenskt samfélag blómstra sem aldrei fyrr. Ég vil leiða og efla enn frekar það frábæra starf sem á sér stað innan Uppreisnar, þar sem ungt fólk getur komið saman til að læra af hvoru öðru, tjá sig um skoðanir sínar og vangaveltur, og taka virkan þátt í að gera íslenskt samfélag að frjálsu og réttlátu samfélagi. Höfundur er frambjóðandi til forseta Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun