Við getum verið stolt af laxinum okkar Kristján Ingimarsson skrifar 8. október 2023 09:00 Kvótinn farinn. Yfirgefin hús. Flagnandi málning. Óhirtar lóðir. Ljósin í höfuðborginni heilla og ungt fólk yfirgefur litla þorpið sem það ólst upp í. Þannig var þetta í áratugi. Í 49. tölublaði Bæjarins besta, 4. desember árið 1995 mátti lesa fyrirsögnina „Talið er að íbúum Vestfjarða hafi fækkað um rúm fimm hundruð á líðandi ári“ En núna hefur þetta að snúist við í samfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum, ungt fólk flytur aftur vestur og austur og er um kyrrt. Ljósunum fjölgar í sjávarplássunum, ný hús rísa, húsunum er núna vel við haldið lóðirnar snyrtilegar og fólk er á ferli. Fasteignamarkaðurinn er líflegur og fasteignamat og verðmæti eignanna hafa allt í einu hækkað. Af hverju? Svarið er laxeldi. Nú er í boði fjölbreytt og áhugaverð vinna sem krefst margvíslegrar menntunar og færni í friðsælum fjölskylduvænum byggðarlögum. Á árunum 2017 til 2021 var fjárfest fyrir um 30 milljarða í uppbyggingu í fiskeldi viðs vegar um landið til að undirbúa jarðveginn fyrir komandi ár (Heimild www.radarinn.is). Ekkert af þessari uppbyggingu hefur verið kostuð með almannafé frá hinu opinbera. Öll er hún kostuð af fyrirtækjum og einstaklingum sem án efa fá að njóta ávaxtanna. En þeir sem sætustu ávextina fá eru samfélögin, fólkið sem sér framtíð sína og tækifæri í þessari nýju spennandi atvinnugrein. Fiskeldi er atvinnugrein sem laðar að sér fólk með margvíslegt atgervi. Til hafa orðið hundruð starfa en á árinu 2021 fengu um 600 manns laun frá fiskeldi sem er hátt í fjórföldun frá árinu 2008. Langflestir búa á landsbyggðinni, eða vel yfir 80%. Árið 2022 voru framleidd 44.900 tonn af laxi sem eru um 140 milljónir máltíða. Við megum vera stolt af þessu. Við megum vera stolt af því að hér á Íslandi sé stundað laxeldi. Við megum vera stolt af því að geta verið í fararbroddi í sjálfbærri og umhverfisvænni matvælaframleiðslu. Við megum vera stolt af því að framleiða holl og næringarrík matvæli af háum gæðum. Við megum vera stolt af því að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins og samfélögin sem við búum í. Ef laxeldið færi í burtu núna væri búið að söðva þá atvinnugrein sem er hvað sjálfbærust og í mestum vexti. Að undanförnu hefur borið á töluverðri taugaveiklun og hávaða út af laxeldinu og virðist sem umræðan hafi stjórnast af fordómum og fáfræði með dassi af tilfinningum en það er uppskrift sem virðist ná vel til fólks. Ekki bætir úr skák þegar Ríkissjónvarpið smitast af þessum fordómum og tekur afstöðu í einhliða umræðu með því að hleypa aðeins andsæðingum laxeldis að, sem gjarnan fá að ausa út fyllyrðingum og ósannindum gagnrýnislaust. Þeir sem þekkja lítið til mála gleypa hrátt það sem RÚV matreiðir og því er ábyrgð þeirra mikil í að stjórna þjóðfélagsumræðunni. Hvort sem þetta er gert vegna þess að það er sérstaklega greitt fyrir þetta, vegna persónulegra skoðana starfsfólks, vinskapar eða einhvers annars þá er þetta augljós skortur á fagmennsku. Neikvæðar fréttir virðast selja betur en þær jákvæðu og það hefur eflaust áhrif líka. Fyrir stuttu kynnti Matvælaráðuneytið drög að stefnu Íslands í fiskeldi og RÚV ákvað af því tilefni að kalla til spunameistara veiðiréttarhafa, sem lætur sig lítið varða afkomu fólks og samfélaga á landsbyggðinni, til að ræða stefnuna og engan annann. Það var fagmennskan í það skiptið og dæmin eru fjölmörg. Það væri stofnuninni til sóma ef hún myndi sjá sér fært að upplýsa fólk um allar þær jákvæðu staðreyndir sem laxeldið hefur leitt af sér. Fiskeldi skiptir máli fyrir landið okkar, kynslóðir framtíðarinnar og jörðina sem við búum á. Íslenskur eldislax er framtíðin. Höfundur er íbúi á Djúpavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Kvótinn farinn. Yfirgefin hús. Flagnandi málning. Óhirtar lóðir. Ljósin í höfuðborginni heilla og ungt fólk yfirgefur litla þorpið sem það ólst upp í. Þannig var þetta í áratugi. Í 49. tölublaði Bæjarins besta, 4. desember árið 1995 mátti lesa fyrirsögnina „Talið er að íbúum Vestfjarða hafi fækkað um rúm fimm hundruð á líðandi ári“ En núna hefur þetta að snúist við í samfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum, ungt fólk flytur aftur vestur og austur og er um kyrrt. Ljósunum fjölgar í sjávarplássunum, ný hús rísa, húsunum er núna vel við haldið lóðirnar snyrtilegar og fólk er á ferli. Fasteignamarkaðurinn er líflegur og fasteignamat og verðmæti eignanna hafa allt í einu hækkað. Af hverju? Svarið er laxeldi. Nú er í boði fjölbreytt og áhugaverð vinna sem krefst margvíslegrar menntunar og færni í friðsælum fjölskylduvænum byggðarlögum. Á árunum 2017 til 2021 var fjárfest fyrir um 30 milljarða í uppbyggingu í fiskeldi viðs vegar um landið til að undirbúa jarðveginn fyrir komandi ár (Heimild www.radarinn.is). Ekkert af þessari uppbyggingu hefur verið kostuð með almannafé frá hinu opinbera. Öll er hún kostuð af fyrirtækjum og einstaklingum sem án efa fá að njóta ávaxtanna. En þeir sem sætustu ávextina fá eru samfélögin, fólkið sem sér framtíð sína og tækifæri í þessari nýju spennandi atvinnugrein. Fiskeldi er atvinnugrein sem laðar að sér fólk með margvíslegt atgervi. Til hafa orðið hundruð starfa en á árinu 2021 fengu um 600 manns laun frá fiskeldi sem er hátt í fjórföldun frá árinu 2008. Langflestir búa á landsbyggðinni, eða vel yfir 80%. Árið 2022 voru framleidd 44.900 tonn af laxi sem eru um 140 milljónir máltíða. Við megum vera stolt af þessu. Við megum vera stolt af því að hér á Íslandi sé stundað laxeldi. Við megum vera stolt af því að geta verið í fararbroddi í sjálfbærri og umhverfisvænni matvælaframleiðslu. Við megum vera stolt af því að framleiða holl og næringarrík matvæli af háum gæðum. Við megum vera stolt af því að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins og samfélögin sem við búum í. Ef laxeldið færi í burtu núna væri búið að söðva þá atvinnugrein sem er hvað sjálfbærust og í mestum vexti. Að undanförnu hefur borið á töluverðri taugaveiklun og hávaða út af laxeldinu og virðist sem umræðan hafi stjórnast af fordómum og fáfræði með dassi af tilfinningum en það er uppskrift sem virðist ná vel til fólks. Ekki bætir úr skák þegar Ríkissjónvarpið smitast af þessum fordómum og tekur afstöðu í einhliða umræðu með því að hleypa aðeins andsæðingum laxeldis að, sem gjarnan fá að ausa út fyllyrðingum og ósannindum gagnrýnislaust. Þeir sem þekkja lítið til mála gleypa hrátt það sem RÚV matreiðir og því er ábyrgð þeirra mikil í að stjórna þjóðfélagsumræðunni. Hvort sem þetta er gert vegna þess að það er sérstaklega greitt fyrir þetta, vegna persónulegra skoðana starfsfólks, vinskapar eða einhvers annars þá er þetta augljós skortur á fagmennsku. Neikvæðar fréttir virðast selja betur en þær jákvæðu og það hefur eflaust áhrif líka. Fyrir stuttu kynnti Matvælaráðuneytið drög að stefnu Íslands í fiskeldi og RÚV ákvað af því tilefni að kalla til spunameistara veiðiréttarhafa, sem lætur sig lítið varða afkomu fólks og samfélaga á landsbyggðinni, til að ræða stefnuna og engan annann. Það var fagmennskan í það skiptið og dæmin eru fjölmörg. Það væri stofnuninni til sóma ef hún myndi sjá sér fært að upplýsa fólk um allar þær jákvæðu staðreyndir sem laxeldið hefur leitt af sér. Fiskeldi skiptir máli fyrir landið okkar, kynslóðir framtíðarinnar og jörðina sem við búum á. Íslenskur eldislax er framtíðin. Höfundur er íbúi á Djúpavogi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun