Geðheilbrigðismál á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn Sylvía Rós Bjarkadóttir skrifar 10. október 2023 08:00 Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, 10. október, og að þessu sinni undir þeirri yfirskrift að geðheilbrigði teljist til algildra mannréttinda. Í því felst að við eigum öll rétt á að vera ekki útsett fyrir þáttum sem eru ógn við geðheilbrigði okkar, að við fáum góða geðheilbrigðisþjónustu eftir þörfum og að við eigum rétt til frelsis, sjálfstæðis og þátttöku í samfélaginu. Geðþjónusta Landspítala veitir fjölbreytta heilbrigðisþjónustu og er hún í stöðugri þróun líkt og önnur starfsemi spítalans. Á þriðju hæð geðdeildarbyggingarinnar við Hringbraut er Meðferðargeðdeild geðrofsjúkdóma, sem er rétt tæplega tveggja ára gömul deild. Þar er unnið í þverfaglegum teymum, sem leitast við að tryggja skjólstæðingum okkar bestu meðferð sem völ er á. Sú meðferð getur verið allt frá bráðameðferð yfir í endurhæfingu. Skjólstæðingar geta þurft að dvelja lengi hjá okkur og við leggjum upp úr því að deildin sé heimilisleg og að fólki líði vel. Það er líka lykilþáttur í að tryggja að fólk sé tilbúið að koma aftur til okkar ef það þarf á að halda síðar. Meðferð miðuð við einstaklinginn Við vinnum ekki eftir almennum reglum eins og alvanalegar eru á spítala, þar sem allir sjúklingar fá mat og lyf og eru vaktir á sama tíma. Þess í stað hönnum við rammann í samráði við hvern og einn skjólstæðing og leggjum áherslu á sjálfsforræði og athafnafrelsi á öllum sviðum þar sem því er við komið. Svo dæmi sé tekið, leggjum við áherslu á félagslega þátttöku og virkni meðan á innlögn stendur. Innanhúss er margt í boði og við stöndum líka fyrir ferðum og reynum eftir fremsta megni að tengja fólk við úrræði út í samfélaginu til þess að reyna að tryggja rútínu og félagslega þátttöku eftir útskrift. Hér gildir að nálgast einstaklinginn eftir hans þörfum og veruleika og sníða prógrammið eftir því. Stundum mætum við mótstöðu innan heilbrigðiskerfisins en oft stafar það af skorti á þekkingu á ólíkum þáttum heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um það varðar reykingar en almennt vill Landspítali vera reyklaus stofnun, sem er bæði eðlilegt og skiljanlegt. Hins vegar er það líka svo að bráðveikir einstaklingar eru ekki endilega í stöðu til að hætta að reykja og við þurfum að finna leiðir til að fólk sem dvelur á lokuðum deildum geti reykt ef það kýs svo. Unnið með fjölskyldunni Við leggjum einnig mikið upp úr fjölskyldustuðningi. Við vinnum með nánustu aðstandendum og sú vinna gengur ekki eingöngu út á upplýsingagjöf, heldur líka að styðja við aðstandendur í sínu hlutverki. Góður stuðningur aðstandenda er mikilvægur fyrir heilsu sjúklinga, en til þess að það gangi þurfa aðstandendur að hafa aðgengi að bæði þekkingu og stuðningi. Við höfum séð mjög góðan árangur af þessari nálgun. Enn eru miklir fordómar gagnvart geðröskunum og þeir birtast bæði í samfélaginu og innan heilbrigðiskerfisins. Skjólstæðingar okkar finna fyrir slíkum fordómum og þurfa jafnvel að takast á við sjálfsfordóma. Geðraskanir eru eðlilegur hluti af mannlegri tilveru en fordómar fyrir geðröskunum geta hindrað bata, ýtt undir veikindi og heft aðgengi að meðferðum. Sumt fólk veikist tímabundið á meðan aðrir glíma við sínar raskanir alla ævi. En það er hægt að ná ýmist bata og bættum lífsgæðum. Því er til mikils að vinna að fá góða meðferð og hana viljum við veita. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er þarft tækifæri til að staldra við og velta því upp hvað tekst vel til og hvar við þurfum að sækja fram. Höfundur er deildarstjóri á meðferðardeild geðrofssjúkdóma á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Landspítalinn Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, 10. október, og að þessu sinni undir þeirri yfirskrift að geðheilbrigði teljist til algildra mannréttinda. Í því felst að við eigum öll rétt á að vera ekki útsett fyrir þáttum sem eru ógn við geðheilbrigði okkar, að við fáum góða geðheilbrigðisþjónustu eftir þörfum og að við eigum rétt til frelsis, sjálfstæðis og þátttöku í samfélaginu. Geðþjónusta Landspítala veitir fjölbreytta heilbrigðisþjónustu og er hún í stöðugri þróun líkt og önnur starfsemi spítalans. Á þriðju hæð geðdeildarbyggingarinnar við Hringbraut er Meðferðargeðdeild geðrofsjúkdóma, sem er rétt tæplega tveggja ára gömul deild. Þar er unnið í þverfaglegum teymum, sem leitast við að tryggja skjólstæðingum okkar bestu meðferð sem völ er á. Sú meðferð getur verið allt frá bráðameðferð yfir í endurhæfingu. Skjólstæðingar geta þurft að dvelja lengi hjá okkur og við leggjum upp úr því að deildin sé heimilisleg og að fólki líði vel. Það er líka lykilþáttur í að tryggja að fólk sé tilbúið að koma aftur til okkar ef það þarf á að halda síðar. Meðferð miðuð við einstaklinginn Við vinnum ekki eftir almennum reglum eins og alvanalegar eru á spítala, þar sem allir sjúklingar fá mat og lyf og eru vaktir á sama tíma. Þess í stað hönnum við rammann í samráði við hvern og einn skjólstæðing og leggjum áherslu á sjálfsforræði og athafnafrelsi á öllum sviðum þar sem því er við komið. Svo dæmi sé tekið, leggjum við áherslu á félagslega þátttöku og virkni meðan á innlögn stendur. Innanhúss er margt í boði og við stöndum líka fyrir ferðum og reynum eftir fremsta megni að tengja fólk við úrræði út í samfélaginu til þess að reyna að tryggja rútínu og félagslega þátttöku eftir útskrift. Hér gildir að nálgast einstaklinginn eftir hans þörfum og veruleika og sníða prógrammið eftir því. Stundum mætum við mótstöðu innan heilbrigðiskerfisins en oft stafar það af skorti á þekkingu á ólíkum þáttum heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um það varðar reykingar en almennt vill Landspítali vera reyklaus stofnun, sem er bæði eðlilegt og skiljanlegt. Hins vegar er það líka svo að bráðveikir einstaklingar eru ekki endilega í stöðu til að hætta að reykja og við þurfum að finna leiðir til að fólk sem dvelur á lokuðum deildum geti reykt ef það kýs svo. Unnið með fjölskyldunni Við leggjum einnig mikið upp úr fjölskyldustuðningi. Við vinnum með nánustu aðstandendum og sú vinna gengur ekki eingöngu út á upplýsingagjöf, heldur líka að styðja við aðstandendur í sínu hlutverki. Góður stuðningur aðstandenda er mikilvægur fyrir heilsu sjúklinga, en til þess að það gangi þurfa aðstandendur að hafa aðgengi að bæði þekkingu og stuðningi. Við höfum séð mjög góðan árangur af þessari nálgun. Enn eru miklir fordómar gagnvart geðröskunum og þeir birtast bæði í samfélaginu og innan heilbrigðiskerfisins. Skjólstæðingar okkar finna fyrir slíkum fordómum og þurfa jafnvel að takast á við sjálfsfordóma. Geðraskanir eru eðlilegur hluti af mannlegri tilveru en fordómar fyrir geðröskunum geta hindrað bata, ýtt undir veikindi og heft aðgengi að meðferðum. Sumt fólk veikist tímabundið á meðan aðrir glíma við sínar raskanir alla ævi. En það er hægt að ná ýmist bata og bættum lífsgæðum. Því er til mikils að vinna að fá góða meðferð og hana viljum við veita. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er þarft tækifæri til að staldra við og velta því upp hvað tekst vel til og hvar við þurfum að sækja fram. Höfundur er deildarstjóri á meðferðardeild geðrofssjúkdóma á Landspítala.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun