Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar er verulega brugðið Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. október 2023 09:21 Drengirnir sem köstuðu stíflueyðinum í stúlkuna á lóð Breiðagerðisskóla hafa birt myndbönd af heimatilbúnum sprengjum og flugeldum á samfélagsmiðlinum TikTok. Vilhelm/Tiktok Stíflueyðir sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hefur verið tekinn úr sölu í verslunum Hagkaups. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra horfa á á samfélagsmiðlum. Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar var verulega brugðið. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við hrukkum í kút við að sjá þessar fréttir og spurðum okkur hvað getum við gert og fórum strax í að innkalla þessar vörur úr okkar búðum og klukkutíma síðar voru þær allar farnar úr sölu,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Í dag taki í gildi nýjar reglur í verslunum Hagkaups. „Við ætlum að setja ákveðnar vörur sem við flokkum sem hættulegar undir svona ákveðinn spurningalista í kassakerfinu þar sem við spyrjum spurninga hvort að viðkomandi kaupandi sé orðinn sextán ára,“ segir Sigurður. Verslunin ein og sér muni þó ekki leysa þetta verkefni. „Ég held að við þurfum öll sem eigum börn að líta í eigin barm og segja á hvaða stað erum við og hvað getum við gert. Viljum við vera á þessum stað?“ Fréttastofa náði ekki tali af skólastjórnendum Breiðagerðisskóla í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Skólastjórnendur sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom meðal annars að enn sé ekki ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlega skaða af. Rétt fyrstu viðbrögð stúlkunnar sem og þeirra sem hún leitaði til í nærliggjandi húsi hafi án efa dregið úr skaðanum. Það hafi vonandi komið í veg fyrir varanlegan skaða. Fréttastofa náði tali af fólkinu sem stúlkan leitaði til. Þau vilja ekki láta nafn síns getið og er mikið brugðið eftir þetta áfall. Þau segjast strax hafa áttað sig á því að stúlkan væri mjög slösuð án þess þó að vita hvað hefði nákvæmlega gerst. Í ljósi þess að stúlkan átti erfitt með að opna augun auk þess að finna fyrir brunatilfinningu í munni hafi þau brugðið á það ráð að skola augu hennar og öndunarfæri með vatni og mjólk á meðan þau biðu eftir sjúkrabíl. Rannsóknarlögreglumaður sagði í kvöldfréttum okkar í fyrradag að svo virtist sem árásin hafi verið tilefnislaus. Drengirnir hafi verið að herma eftir athæfi sem þeir sáu á Youtube. Þessir sömu drengir hafi verið búnir að kaupa þennan tiltekna stíflueyði og búið til sprengjur sem þeir hafi sprengt á víð og dreif. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa drengirnir tekið upp sprengingar og sett myndbönd á samfélagsmiðilinn TikTok. Berglind Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Foreldrahúss.Vísir/Einar Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra skoði á samfélagsmiðlum. „Eru þau að horfa á eitthvað gagnlegt eða einhvern sora hreinlega og eitthvað sem er hættulegt og varðar jafnvel lög. Það er mikilvægt að taka samtalið,“ segir hún. „Við berum ábyrgð á börnunum okkar og hver á að fylgjast með þeim ef það eru ekki foreldrar. Ég sé enga aðra,“ segir Berglind. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Stíflueyðirinn tekinn úr sölu og aldurstakmörk til skoðunar Forstjóri Haga, sem rekur meðal annars verslanir Hagkaups, segir stíflueyði sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á mánudagskvöldi á skólalóð á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tekinn rakleiðis úr sölu eftir að upp komst um atvikið. 18. október 2023 12:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við hrukkum í kút við að sjá þessar fréttir og spurðum okkur hvað getum við gert og fórum strax í að innkalla þessar vörur úr okkar búðum og klukkutíma síðar voru þær allar farnar úr sölu,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Í dag taki í gildi nýjar reglur í verslunum Hagkaups. „Við ætlum að setja ákveðnar vörur sem við flokkum sem hættulegar undir svona ákveðinn spurningalista í kassakerfinu þar sem við spyrjum spurninga hvort að viðkomandi kaupandi sé orðinn sextán ára,“ segir Sigurður. Verslunin ein og sér muni þó ekki leysa þetta verkefni. „Ég held að við þurfum öll sem eigum börn að líta í eigin barm og segja á hvaða stað erum við og hvað getum við gert. Viljum við vera á þessum stað?“ Fréttastofa náði ekki tali af skólastjórnendum Breiðagerðisskóla í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Skólastjórnendur sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom meðal annars að enn sé ekki ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlega skaða af. Rétt fyrstu viðbrögð stúlkunnar sem og þeirra sem hún leitaði til í nærliggjandi húsi hafi án efa dregið úr skaðanum. Það hafi vonandi komið í veg fyrir varanlegan skaða. Fréttastofa náði tali af fólkinu sem stúlkan leitaði til. Þau vilja ekki láta nafn síns getið og er mikið brugðið eftir þetta áfall. Þau segjast strax hafa áttað sig á því að stúlkan væri mjög slösuð án þess þó að vita hvað hefði nákvæmlega gerst. Í ljósi þess að stúlkan átti erfitt með að opna augun auk þess að finna fyrir brunatilfinningu í munni hafi þau brugðið á það ráð að skola augu hennar og öndunarfæri með vatni og mjólk á meðan þau biðu eftir sjúkrabíl. Rannsóknarlögreglumaður sagði í kvöldfréttum okkar í fyrradag að svo virtist sem árásin hafi verið tilefnislaus. Drengirnir hafi verið að herma eftir athæfi sem þeir sáu á Youtube. Þessir sömu drengir hafi verið búnir að kaupa þennan tiltekna stíflueyði og búið til sprengjur sem þeir hafi sprengt á víð og dreif. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa drengirnir tekið upp sprengingar og sett myndbönd á samfélagsmiðilinn TikTok. Berglind Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Foreldrahúss.Vísir/Einar Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra skoði á samfélagsmiðlum. „Eru þau að horfa á eitthvað gagnlegt eða einhvern sora hreinlega og eitthvað sem er hættulegt og varðar jafnvel lög. Það er mikilvægt að taka samtalið,“ segir hún. „Við berum ábyrgð á börnunum okkar og hver á að fylgjast með þeim ef það eru ekki foreldrar. Ég sé enga aðra,“ segir Berglind.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Stíflueyðirinn tekinn úr sölu og aldurstakmörk til skoðunar Forstjóri Haga, sem rekur meðal annars verslanir Hagkaups, segir stíflueyði sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á mánudagskvöldi á skólalóð á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tekinn rakleiðis úr sölu eftir að upp komst um atvikið. 18. október 2023 12:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Stíflueyðirinn tekinn úr sölu og aldurstakmörk til skoðunar Forstjóri Haga, sem rekur meðal annars verslanir Hagkaups, segir stíflueyði sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á mánudagskvöldi á skólalóð á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tekinn rakleiðis úr sölu eftir að upp komst um atvikið. 18. október 2023 12:26