Ellefu ára drengur viðriðinn báðar stíflueyðisárásir Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa 19. október 2023 16:07 Árásirnar tvær voru framdar á skólalóð Breiðagerðisskóla. Vísir/Vilhelm Lögregla hefur tekið skýrslur af tveimur drengjum, fæddum árin 2011 og 2012, í tengslum við tvær aðskildar stíflueyðisárásir á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík. Sá sem er fæddur árið 2012 er viðriðinn báðar árásir. Þetta staðfestir Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður í samtali við fréttastofu. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá því í gær að á sunnudag fyrir rúmri viku hafi stíflueyði verið kastað á bak tíu ára drengs, sem var í fótbolta á lóð skólans Greint var frá því kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að kvöldið áður hefði tólf ára stúlka hefði verið flutt á bráðamóttöku Landspítalans kvöldið áður, eftir að hópur drengja kastaði stíflueyðisdufti í andlit hennar. Þá sagði Þorkell Daníel Jónsson, skólastjóri Breiðagerðisskóla, í tölvupósti til foreldra í gær að stúlkan hafi dvalið lengi á bráðamóttöku, þar sem unnið hafi verið að því að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. Ekki væri enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. Guðrún segir að skýrsla hafi verið tekin af drengjunum tveimur í gær og þar hafi meðal annars komið fram að þeir hafi verið að apa eftir hegðun sem þeir hafa séð á samfélagsmiðlinum Youtube. Þeir hafi verið að útbúa einhvers konar sprengjur úr stíflueyðinum. Guðrún segir að engin mál séu á borði lögreglu í tengslum við sprengjur en að Barnavernd sé með bæði málin til meðferðar. Ekki hefur náðst í Þorkel Daníel skólastjóra frá því að málin komu upp þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar er verulega brugðið Stíflueyðir sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hefur verið tekinn úr sölu í verslunum Hagkaups. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra horfa á á samfélagsmiðlum. Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar var verulega brugðið. 19. október 2023 09:21 Atvikið í Breiðagerðisskóla sé áminning til foreldra Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd, segir að atvik þar sem stíflueyðisdufti var skvett í andlit grunnskólastúlku vera áminningu til foreldra um að fylgjast með netnotkun barnanna sinna. Þau beri ábyrgð á börnunum sínum. 18. október 2023 20:12 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Þetta staðfestir Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður í samtali við fréttastofu. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá því í gær að á sunnudag fyrir rúmri viku hafi stíflueyði verið kastað á bak tíu ára drengs, sem var í fótbolta á lóð skólans Greint var frá því kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að kvöldið áður hefði tólf ára stúlka hefði verið flutt á bráðamóttöku Landspítalans kvöldið áður, eftir að hópur drengja kastaði stíflueyðisdufti í andlit hennar. Þá sagði Þorkell Daníel Jónsson, skólastjóri Breiðagerðisskóla, í tölvupósti til foreldra í gær að stúlkan hafi dvalið lengi á bráðamóttöku, þar sem unnið hafi verið að því að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. Ekki væri enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. Guðrún segir að skýrsla hafi verið tekin af drengjunum tveimur í gær og þar hafi meðal annars komið fram að þeir hafi verið að apa eftir hegðun sem þeir hafa séð á samfélagsmiðlinum Youtube. Þeir hafi verið að útbúa einhvers konar sprengjur úr stíflueyðinum. Guðrún segir að engin mál séu á borði lögreglu í tengslum við sprengjur en að Barnavernd sé með bæði málin til meðferðar. Ekki hefur náðst í Þorkel Daníel skólastjóra frá því að málin komu upp þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar er verulega brugðið Stíflueyðir sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hefur verið tekinn úr sölu í verslunum Hagkaups. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra horfa á á samfélagsmiðlum. Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar var verulega brugðið. 19. október 2023 09:21 Atvikið í Breiðagerðisskóla sé áminning til foreldra Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd, segir að atvik þar sem stíflueyðisdufti var skvett í andlit grunnskólastúlku vera áminningu til foreldra um að fylgjast með netnotkun barnanna sinna. Þau beri ábyrgð á börnunum sínum. 18. október 2023 20:12 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar er verulega brugðið Stíflueyðir sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hefur verið tekinn úr sölu í verslunum Hagkaups. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra horfa á á samfélagsmiðlum. Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar var verulega brugðið. 19. október 2023 09:21
Atvikið í Breiðagerðisskóla sé áminning til foreldra Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd, segir að atvik þar sem stíflueyðisdufti var skvett í andlit grunnskólastúlku vera áminningu til foreldra um að fylgjast með netnotkun barnanna sinna. Þau beri ábyrgð á börnunum sínum. 18. október 2023 20:12