Vinstri beygju bjargað fyrir horn Marta Guðjónsdóttir skrifar 23. október 2023 07:31 Í grein á Vísi á laugardag um fyrirhugaðar umferðarþrengingar við gatnamót Hringbrautar, Eiðsgranda og Ánanausta, hélt ég því fram að einni hugmynd þar að lútandi væri ætlað að útiloka vinstri beygju frá nyrsta hluta Hringbrautar, vestur Eiðsgrandann. Sú fullyrðing rataði í frétt Stöðvar 2 á laugardagskvöld. Á sunnudag birtist frétt á Vísi þar sem því er haldið fram að þetta sé misskilningur. Bann við vinstri beygju ætti við um útkeyrslu frá porti hins svo kallaða JL húss, ekki um gatnamót Eiðsgranda, Hringbrautar og Ánanausta. Skilningur minn á hugmyndinni byggði hins vegar á þeirri einföldu staðreynd að Hringbraut 121, stendur við fyrrnefnd gatnamót og í greinargerð með tillögunni stendur orðrétt: „Tillagan gerir ráð fyrir að ekki verði unnt að taka vinstri beygju frá Hringbraut 121 vestur Eiðsgranda.“Lái mér hver sem vill þennan skilning. Ég fagna því þó heilshugar að vinstri beygju sé þannig bjargað fyrir horn. En skilningur minn var þó engu að síður byggður á afar tvíræðri og óljósri framsetningu tillögunnar. Fjölgun íbúa - aukinn umferðarþungi Kjarni málsins um fyrirhugaðar umferðarþrengingar við gatnamót Eiðsgranda, Hringbrautar og Ánanausta, er hins vegar eftirfarandi: Íbúum vestast í Vesturbænum hefur farið ört fjölgandi á undanförnum árum. Nú er í uppbyggingu, eða í þann mund að hefjast uppbygging á fjölda íbúða á Héðinsreitnum, Byko-reitnum, á Landhelgisgæslu-reitnum, KR-reitnum og í Vesturbugtinni við Mýrargötu. Hér er um að ræða íbúafjölgun sem nemur 2500 - 3000 íbúum. Til samanburðar eru íbúar Úlfarsársdals nú um 3000 talsins. Þessi fjölgun mun hafa í för með sér umferðaraukningu sem nemur fleiri þúsundum ökutækja á sólarhring. Þá ber að hafa í huga að fyrrnefnd gatnamót eru endapunktur megin umferðaræðar borgarinnar, frá Vesturlandsvegi og vestur í Ánanaust. Auk þess er Eiðsgrandinn önnur helsta umferðaræð til og frá Seltjarnarnesi. Umferðarþrengin á þessum slóðum hefur því óhjákvæmilega í för með sér umferðaraukningu um Hofsvallagötu og Nesveg, til og frá Seltjarnarnesi. Þessar staðreyndir hafa beinlínis hrópað á raunhæfar umferðarlausnir á þessum gatnamótum sem tryggja hvoru tveggja, umferðarflæði á svæðinu og umferðaröryggi þeirra sem þarna hjóla eða ganga. Öruggast væri að sjálfsögðu að halda þarna umferð hjólandi og gangandi vegfarenda í öðru plani, með hjóla- og göngubrú eða undirgöngum. Umferðaröryggi verður aldrei bætt með umferðaröngþveiti En í stað þess að huga að raunhæfum samgöngubótum hafa borgaryfirvöld nú þegar þrengt mjög að gatnamótunum með afar þéttri nýtingu á BYKO reitnum. Síðan eru uppi hugmyndir um að bæta gráu ofan á svart með því sem ætíð hafa verið ær og kýr þessa borgarstjórnarmeirihluta: að fækka akreinum. Til vitnis um það er bókun meirihlutans við málið frá 8. mars sl., þar sem segir meðal annars: „Æskileg[t] væri að fækka akreinum með fram ströndinni og breyta hringtorginu í klassísk ljósastýrð T-gatnamót.“ Hugmyndir um T-gatnamót þar sem hringtorgið er nú, fækkun akreina og fjölgun ljósastýrðra gönguljósa á þessu svæði mun skapa þar umferðaröngþveiti á álagstímum, án þess að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Umferðaröryggi þeirra verður aldrei bætt með umferðaröngþveiti. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Umferðaröryggi Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í grein á Vísi á laugardag um fyrirhugaðar umferðarþrengingar við gatnamót Hringbrautar, Eiðsgranda og Ánanausta, hélt ég því fram að einni hugmynd þar að lútandi væri ætlað að útiloka vinstri beygju frá nyrsta hluta Hringbrautar, vestur Eiðsgrandann. Sú fullyrðing rataði í frétt Stöðvar 2 á laugardagskvöld. Á sunnudag birtist frétt á Vísi þar sem því er haldið fram að þetta sé misskilningur. Bann við vinstri beygju ætti við um útkeyrslu frá porti hins svo kallaða JL húss, ekki um gatnamót Eiðsgranda, Hringbrautar og Ánanausta. Skilningur minn á hugmyndinni byggði hins vegar á þeirri einföldu staðreynd að Hringbraut 121, stendur við fyrrnefnd gatnamót og í greinargerð með tillögunni stendur orðrétt: „Tillagan gerir ráð fyrir að ekki verði unnt að taka vinstri beygju frá Hringbraut 121 vestur Eiðsgranda.“Lái mér hver sem vill þennan skilning. Ég fagna því þó heilshugar að vinstri beygju sé þannig bjargað fyrir horn. En skilningur minn var þó engu að síður byggður á afar tvíræðri og óljósri framsetningu tillögunnar. Fjölgun íbúa - aukinn umferðarþungi Kjarni málsins um fyrirhugaðar umferðarþrengingar við gatnamót Eiðsgranda, Hringbrautar og Ánanausta, er hins vegar eftirfarandi: Íbúum vestast í Vesturbænum hefur farið ört fjölgandi á undanförnum árum. Nú er í uppbyggingu, eða í þann mund að hefjast uppbygging á fjölda íbúða á Héðinsreitnum, Byko-reitnum, á Landhelgisgæslu-reitnum, KR-reitnum og í Vesturbugtinni við Mýrargötu. Hér er um að ræða íbúafjölgun sem nemur 2500 - 3000 íbúum. Til samanburðar eru íbúar Úlfarsársdals nú um 3000 talsins. Þessi fjölgun mun hafa í för með sér umferðaraukningu sem nemur fleiri þúsundum ökutækja á sólarhring. Þá ber að hafa í huga að fyrrnefnd gatnamót eru endapunktur megin umferðaræðar borgarinnar, frá Vesturlandsvegi og vestur í Ánanaust. Auk þess er Eiðsgrandinn önnur helsta umferðaræð til og frá Seltjarnarnesi. Umferðarþrengin á þessum slóðum hefur því óhjákvæmilega í för með sér umferðaraukningu um Hofsvallagötu og Nesveg, til og frá Seltjarnarnesi. Þessar staðreyndir hafa beinlínis hrópað á raunhæfar umferðarlausnir á þessum gatnamótum sem tryggja hvoru tveggja, umferðarflæði á svæðinu og umferðaröryggi þeirra sem þarna hjóla eða ganga. Öruggast væri að sjálfsögðu að halda þarna umferð hjólandi og gangandi vegfarenda í öðru plani, með hjóla- og göngubrú eða undirgöngum. Umferðaröryggi verður aldrei bætt með umferðaröngþveiti En í stað þess að huga að raunhæfum samgöngubótum hafa borgaryfirvöld nú þegar þrengt mjög að gatnamótunum með afar þéttri nýtingu á BYKO reitnum. Síðan eru uppi hugmyndir um að bæta gráu ofan á svart með því sem ætíð hafa verið ær og kýr þessa borgarstjórnarmeirihluta: að fækka akreinum. Til vitnis um það er bókun meirihlutans við málið frá 8. mars sl., þar sem segir meðal annars: „Æskileg[t] væri að fækka akreinum með fram ströndinni og breyta hringtorginu í klassísk ljósastýrð T-gatnamót.“ Hugmyndir um T-gatnamót þar sem hringtorgið er nú, fækkun akreina og fjölgun ljósastýrðra gönguljósa á þessu svæði mun skapa þar umferðaröngþveiti á álagstímum, án þess að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Umferðaröryggi þeirra verður aldrei bætt með umferðaröngþveiti. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun