Við öll, náttúran og loftslagið Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 24. október 2023 07:46 Náttúran hefur líklega aldrei átt minni og veikari stuðning en nú á tímum hamfarahlýnunar og loftslagsvár. Að fórna náttúrunni fyrir loftslagið virðist vera stefna stjórnvalda, sem of margt fólk trúir á. Það hentar í augnablikinu fyrir orkugeirann, hrattvaxandi fyrirtæki og hagvöxt til skamms tíma, en er gjöreyðandi fyrir loftslag og umhverfi til framtíðar. Loftslagsmál eru óreiðukennt umræðuefni og hagsmunaaðilar hafa ranglega stillt náttúruverndinni upp sem andstæðingi loftslagsins. Þótt niðurbrot náttúrunnar sé hin raunverulega ógn. Kröfur á almenning en ekki atvinnulíf Síðustu ár hefur einstaklega vel tekist til með að rugla almenning í ríminu með illskiljanlegum loftslagsmarkmiðum og kröfum um breytta hegðun. Því miður ná þær kröfur bara til almennra borgara en hvorki til fyrirtækja né forystufólks. Við óbreyttu eigum að hjóla, flokka, endurnýta, planta trjám, minnka neyslu, hætta að keyra, fljúga og skjóta flugeldum og skammast okkar fyrir plastið, kjötið og prumpandi kýr í haga. Meðan þessu fer fram gortar atvinnulífið sig af milljarðauppbyggingu í nýjum mengandi atvinnugreinum, útflutningi á fjöllum, vatni og eldisfiskum og innflutningi á ríkum túristum á einkaþotum og skemmtiferðaskipum. Sama atvinnulíf boðar stóraukinn hagvöxt byggðan á innfluttu vinnuafli, sem býr í iðnaðarhúsnæði í úthverfum, ekur á díseldruslum í þrælavinnuna og þvælist landa á milli fyrir skattalegt hagræði fyrirtækja. Krafan um að atvinnulífið taki sig á er lágstemmd ef nokkur. Orkuskortur og orkuþensla Leiðtogarnir stofna sjóði af almannafé til að styrkja mengandi stórfyrirtæki í að menga aðeins minna, veita hvaða mannafls- og orkufrekum framkvæmdum sem er fullan stuðning, ýta undir endalausa þenslu og innflutning á vinnuafli, kenna flóttamönnum um álag á innviðina og boða fjölda virkjana til að mæta orkuskortinum sem þeir búa til sjálfir. Ógnirnar eru ræddar með áhyggjusvip á ráðstefnum út um allan heim, þar sem sammælst er fjarlæg óskýr markmið, sem er frestað við og við. Samfélagsábyrgð, sjálfbærni, losun, binding og loftslagsmarkmið, gegna mikilvægu hlutverki sem skrautyrði í markaðssetningu stórfyrirtækja. Blandað saman við heimsendaspár. Ekki þarf að undrast að loftslagskvíði sé orðinn að heimsfaraldri hjá ungu fólki við þessar aðstæður. Og sá kvíði er líka markaðssettur. Við virkjum okkur ekki frá loftslagsvánni Náttúruvernd og verndun loftslags eru ekki andstæður. Það vitum við sem betur fer mörg. Loftslagið er hluti af náttúrunni og við virkjum okkur ekki frá loftslagsvánni. Ekki frekar en við flokkum okkur frá ofneyslunni. Við sem styðjum náttúruvernd og almannarétt erum miklu fleiri en þeir sem meta allt út frá skjótfengnum milljörðum og hagvexti. Tökum höndum saman og látum ekki rugla í okkur lengur. Við öll náttúruverndar-, útivistar-, launþega-, heilsuverndar-, almannaheilla- og neytendasamtök erum sterkari saman í baráttunni fyrir náttúruna, loftslagið og heilbrigt samfélag. Gerum kröfur á atvinnulífið og ráðamenn og látum ekki tvístra samstöðunni með fráleitum kenningum um að fórna náttúru fyrir loftslag. Stórfyrirtæki og stjórnvöld þurfa að axla sinn hluta af ábyrgðinni. Og hann er stór. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Náttúran hefur líklega aldrei átt minni og veikari stuðning en nú á tímum hamfarahlýnunar og loftslagsvár. Að fórna náttúrunni fyrir loftslagið virðist vera stefna stjórnvalda, sem of margt fólk trúir á. Það hentar í augnablikinu fyrir orkugeirann, hrattvaxandi fyrirtæki og hagvöxt til skamms tíma, en er gjöreyðandi fyrir loftslag og umhverfi til framtíðar. Loftslagsmál eru óreiðukennt umræðuefni og hagsmunaaðilar hafa ranglega stillt náttúruverndinni upp sem andstæðingi loftslagsins. Þótt niðurbrot náttúrunnar sé hin raunverulega ógn. Kröfur á almenning en ekki atvinnulíf Síðustu ár hefur einstaklega vel tekist til með að rugla almenning í ríminu með illskiljanlegum loftslagsmarkmiðum og kröfum um breytta hegðun. Því miður ná þær kröfur bara til almennra borgara en hvorki til fyrirtækja né forystufólks. Við óbreyttu eigum að hjóla, flokka, endurnýta, planta trjám, minnka neyslu, hætta að keyra, fljúga og skjóta flugeldum og skammast okkar fyrir plastið, kjötið og prumpandi kýr í haga. Meðan þessu fer fram gortar atvinnulífið sig af milljarðauppbyggingu í nýjum mengandi atvinnugreinum, útflutningi á fjöllum, vatni og eldisfiskum og innflutningi á ríkum túristum á einkaþotum og skemmtiferðaskipum. Sama atvinnulíf boðar stóraukinn hagvöxt byggðan á innfluttu vinnuafli, sem býr í iðnaðarhúsnæði í úthverfum, ekur á díseldruslum í þrælavinnuna og þvælist landa á milli fyrir skattalegt hagræði fyrirtækja. Krafan um að atvinnulífið taki sig á er lágstemmd ef nokkur. Orkuskortur og orkuþensla Leiðtogarnir stofna sjóði af almannafé til að styrkja mengandi stórfyrirtæki í að menga aðeins minna, veita hvaða mannafls- og orkufrekum framkvæmdum sem er fullan stuðning, ýta undir endalausa þenslu og innflutning á vinnuafli, kenna flóttamönnum um álag á innviðina og boða fjölda virkjana til að mæta orkuskortinum sem þeir búa til sjálfir. Ógnirnar eru ræddar með áhyggjusvip á ráðstefnum út um allan heim, þar sem sammælst er fjarlæg óskýr markmið, sem er frestað við og við. Samfélagsábyrgð, sjálfbærni, losun, binding og loftslagsmarkmið, gegna mikilvægu hlutverki sem skrautyrði í markaðssetningu stórfyrirtækja. Blandað saman við heimsendaspár. Ekki þarf að undrast að loftslagskvíði sé orðinn að heimsfaraldri hjá ungu fólki við þessar aðstæður. Og sá kvíði er líka markaðssettur. Við virkjum okkur ekki frá loftslagsvánni Náttúruvernd og verndun loftslags eru ekki andstæður. Það vitum við sem betur fer mörg. Loftslagið er hluti af náttúrunni og við virkjum okkur ekki frá loftslagsvánni. Ekki frekar en við flokkum okkur frá ofneyslunni. Við sem styðjum náttúruvernd og almannarétt erum miklu fleiri en þeir sem meta allt út frá skjótfengnum milljörðum og hagvexti. Tökum höndum saman og látum ekki rugla í okkur lengur. Við öll náttúruverndar-, útivistar-, launþega-, heilsuverndar-, almannaheilla- og neytendasamtök erum sterkari saman í baráttunni fyrir náttúruna, loftslagið og heilbrigt samfélag. Gerum kröfur á atvinnulífið og ráðamenn og látum ekki tvístra samstöðunni með fráleitum kenningum um að fórna náttúru fyrir loftslag. Stórfyrirtæki og stjórnvöld þurfa að axla sinn hluta af ábyrgðinni. Og hann er stór. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun