Staðan skýrist betur á morgun Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. október 2023 23:35 Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á Reykjanesskaga muni vonandi skýrast betur á morgun með nýjum myndum frá gervitungli ESA. Vísir/Vilhelm Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á Reykjanesskaga muni skýrast betur á morgun þegar nýjar myndir berast frá SENTINEL, gervitungli Evrópsku geimstofnunarinnar. Landris hófst við Svartsengi í gær og merki eru um aflögun við Fagradalsfjall. Ekki er talið að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborð að svo stöddu. Veðurstofan greindi frá því í dag að landris mældist norðvestan við Þorbjörn. Það bendi til aukins þrýstings, líklega vegna kvikuinnskots á nokkru dýpi. Fyrsta mat Veðurstofunnar er að hraði landrissins sem er í gangi núna sé hraðara en sviðsmyndir fyrri ára. Landris við Svartsengi og Fagradalsfjall Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að hægt hafi á landrisi við Fagradalsfjall í gær, en að það gæti mögulega aukist að nýju. Virknin sé á svipuðum stað og árið 2021 en þá hafi einnig verið landris við Svartsengi og Þorbjörn. Atburðarásin sé þó að einhverju leyti hraðari en þá. „Þetta er flókin staða. Við erum bæði að sjá þetta landris núna við Svartsengi en svo höfum við líka séð aflögun við Fagradalsfjall. Þannig að þetta er einhvers konar samspil þarna á milli og kannski flóknari staða en við höfum verið að sjá á síðustu árum og verður í rauninni ekkert kannski ljósari fyrr en í fyrsta lagi á morgun þegar við fáum nýja SENTINEL mynd, þá vonandi skýrist þetta aðeins betur. Hún er tekin yfir nokkurra daga tímabil þannig að þá fáum við kannski skýrari mynd af því hvernig þetta samspil er. En við höfum verið að sjá bæði á þessum inSAR myndum og GPS, landris bæði við Svartsengi og svo við Fagradalsfjall,“ segir Salóme. Töluverð spennulosun á skaganum Yfir 7.000 jarðskjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinunni sem hófst 25. október norðan við Grindavík. Salóme segir að skjálftavirknin hafi farið minnkandi en gæti þó allt eins tekið sig upp aftur. „Fyrir fyrsta gosið 2021 þá var mjög mikil jarðskjálftavirkni og í svolítinn tíma. Það var líka kannski svolítið tengt því að það var í upphafi þessa ferils. Þá var töluverð spenna búin að byggjast upp á Reykjanesskaganum sem var ekki búin að losna. Þá komu þessir stóru skjálftar - eða stóru skjálftar á íslenskan mælikvarða. Við erum ekki alveg að búast við jafnmikilli skjálftavirkni. Það er búin að vera töluverð spennulosun á skaganum en svo náttúrulega alltaf þegar þú kemur með eitthvað nýtt efni, þrýstir nýju efni inn í kerfið, þá eykst þrýstingurinn,“ segir Salóme. Ekki kvikuhreyfingar á grunnu dýpi Eins og staðan sé í dag bendi þó ekkert til þess að kvika sé að komast upp á yfirborðið. „Við sjáum engin merki um það. Þetta eru hreyfingar og við erum ekki að sjá kvikuhreyfingar á grunnu dýpi. Það er svolítið óljóst nákvæmlega á hvaða dýpi þetta er, það er ekki enn þá búið að ná að „módelera“ það alveg en þetta er ekki alveg undir yfirborði. Þetta skýrist vonandi enn þá betur á morgun. En það er ekkert sem bendir til þess að kvikan sé að troða sér upp í þessum töluðu orðum. Að því sögðu þá náttúrulega getur sú atburðarás farið að stað en hún er ekki það núna,“ bætir Salóme við. Hún ítrekar að gott sé að hafa í huga að landris, sem bendir til þess að kvikusöfnun sé að eiga sér stað, endi ekki alltaf með eldgosi - heldur þvert á móti. Í flestum tilvikum nái kvikan ekki upp á yfirborðið. Náttúruvársérfræðingar fylgist þó áfram vel með gangi mála. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Veðurstofan greindi frá því í dag að landris mældist norðvestan við Þorbjörn. Það bendi til aukins þrýstings, líklega vegna kvikuinnskots á nokkru dýpi. Fyrsta mat Veðurstofunnar er að hraði landrissins sem er í gangi núna sé hraðara en sviðsmyndir fyrri ára. Landris við Svartsengi og Fagradalsfjall Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að hægt hafi á landrisi við Fagradalsfjall í gær, en að það gæti mögulega aukist að nýju. Virknin sé á svipuðum stað og árið 2021 en þá hafi einnig verið landris við Svartsengi og Þorbjörn. Atburðarásin sé þó að einhverju leyti hraðari en þá. „Þetta er flókin staða. Við erum bæði að sjá þetta landris núna við Svartsengi en svo höfum við líka séð aflögun við Fagradalsfjall. Þannig að þetta er einhvers konar samspil þarna á milli og kannski flóknari staða en við höfum verið að sjá á síðustu árum og verður í rauninni ekkert kannski ljósari fyrr en í fyrsta lagi á morgun þegar við fáum nýja SENTINEL mynd, þá vonandi skýrist þetta aðeins betur. Hún er tekin yfir nokkurra daga tímabil þannig að þá fáum við kannski skýrari mynd af því hvernig þetta samspil er. En við höfum verið að sjá bæði á þessum inSAR myndum og GPS, landris bæði við Svartsengi og svo við Fagradalsfjall,“ segir Salóme. Töluverð spennulosun á skaganum Yfir 7.000 jarðskjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinunni sem hófst 25. október norðan við Grindavík. Salóme segir að skjálftavirknin hafi farið minnkandi en gæti þó allt eins tekið sig upp aftur. „Fyrir fyrsta gosið 2021 þá var mjög mikil jarðskjálftavirkni og í svolítinn tíma. Það var líka kannski svolítið tengt því að það var í upphafi þessa ferils. Þá var töluverð spenna búin að byggjast upp á Reykjanesskaganum sem var ekki búin að losna. Þá komu þessir stóru skjálftar - eða stóru skjálftar á íslenskan mælikvarða. Við erum ekki alveg að búast við jafnmikilli skjálftavirkni. Það er búin að vera töluverð spennulosun á skaganum en svo náttúrulega alltaf þegar þú kemur með eitthvað nýtt efni, þrýstir nýju efni inn í kerfið, þá eykst þrýstingurinn,“ segir Salóme. Ekki kvikuhreyfingar á grunnu dýpi Eins og staðan sé í dag bendi þó ekkert til þess að kvika sé að komast upp á yfirborðið. „Við sjáum engin merki um það. Þetta eru hreyfingar og við erum ekki að sjá kvikuhreyfingar á grunnu dýpi. Það er svolítið óljóst nákvæmlega á hvaða dýpi þetta er, það er ekki enn þá búið að ná að „módelera“ það alveg en þetta er ekki alveg undir yfirborði. Þetta skýrist vonandi enn þá betur á morgun. En það er ekkert sem bendir til þess að kvikan sé að troða sér upp í þessum töluðu orðum. Að því sögðu þá náttúrulega getur sú atburðarás farið að stað en hún er ekki það núna,“ bætir Salóme við. Hún ítrekar að gott sé að hafa í huga að landris, sem bendir til þess að kvikusöfnun sé að eiga sér stað, endi ekki alltaf með eldgosi - heldur þvert á móti. Í flestum tilvikum nái kvikan ekki upp á yfirborðið. Náttúruvársérfræðingar fylgist þó áfram vel með gangi mála.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira