Skjálfti upp á 4,5 fannst víða Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 30. október 2023 12:28 Skjálftinn var 2,5 kílómetra norðaustur af Þorbirni við Grindavík. vísir/Egill Fólk á suðvesturhorninu fann margt hvert vel fyrir jarðskjálfta nærri Grindavík um klukkan nítján mínútur yfir tólf. Íbúar á Akranesi voru á meðal þeirra sem fundu fyrir skjálftanum sem reyndist 4,5 að stærð. Þær upplýsingar fengust frá Veðurstofu Íslands upptök skjálftans hefðu verið um 2,5 kílómetra norðaustur af fjallinu Þorbirni. Þar hefur mælst ört landris undanfarið. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ört landris við Svartsengi og Þorbjörn séu ekki góðar fréttir í ljósi staðsetningar. Langvarandi landris sé til marks um að töluvert hafi safnast af kviku á svæðinu og því ætti eldgos þar að vera aðeins kraftmeira en síðustu tvö. Hann segir farsælla að viðbragðsaðilar geri í undirbúningi sínum ráð fyrir slæmri útkomu til að þeir séu betur í stakk búnir að leysa málin skjótt og örugglega. Gervitunglagögn sýna og staðfesta að áframhaldandi þensla er norðvestan við Þorbjörn og Svartsengi er þenslan hröð. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að samfelldar GPS-mælingar sýni áframhaldandi merki um landris. Hraði þenslunnar hafi þó minnkað örlítið miðað við í upphafi, en fyrstu niðurstöður líkanreikninga bendi til að kvika sé að safnast fyrir á um fjögurra klómetra dýpi. Síðasta sólarhringinn hafa mælst um 1.300 jarðskjálftar á Reykjanesskaga og er meirihluti skjálftavirkninnar á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að þessi virkni, sem er á óheppilegum stað, hafi verið fyrirséð. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, rýnir í þróun mála á Reykjanesskaga.vísir/Vilhelm „Úr því að Reykjanesið er byrjað, Reykjanesskaginn, og alltaf þegar hann hefur byrjað þá fer hann allur hægt og rólega í gang en þetta er kannski hraðara heldur en við höfðum kannski vonað. Þetta er mjög hratt ferli og þessar síðustu fréttir í kringum Eldvarpakerfið þarna, það eru ekki nógu góðar fréttir því við erum með svolítið af innviðum þar sem við erum kannski ekki búin að klára að undirbúa mótvægisaðgerðir,“ segir Ármann. Ekki góðar fréttir Landris hefur mælst á þessu svæði í langan tíma en það hefur ýmist hægst á því eða það hætt alveg í einhvern tíma. „Það segir okkur að það er töluvert af kviku sem hefur náð að safnast fyrir á þessu svæði og ef það segir okkur eitthvað þá ættu eldgosin þarna að verða aðeins kraftmeiri heldur en þau sem voru úti í Fagradalsfjalli þannig að það er í sjálfu sér ekki góðar fréttir heldur því þá bara rennur hraunið hraðar og þá hafa menn styttri tíma til að koma upp varnaraðgerðum.“ Svartsengi og Bláa lónið Fólk sé heppið ef það fái sex eða sjö klukkustunda fyrirvara. Það sé vandamál því Bláa lónið er til að mynda nálægt. „Svo kannski ennþá verra er Svartsengi og sú starfsemi sem þar er. Þar er náttúrulega framleidd raforka og heitt vatn og kalt vatn fyrir Suðurnesin, þannig að það væri vont ef eitthvað færi að skaðast í því þegar við erum að koma inn í veturinn þannig að menn verða náttúrulega að halda áfram að setja upp plönin og kannski gera ráð fyrir ekkert allt of góðri útkomu þannig að menn séu bara tilbúnir að leysa það skjótt og örugglega.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Þær upplýsingar fengust frá Veðurstofu Íslands upptök skjálftans hefðu verið um 2,5 kílómetra norðaustur af fjallinu Þorbirni. Þar hefur mælst ört landris undanfarið. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ört landris við Svartsengi og Þorbjörn séu ekki góðar fréttir í ljósi staðsetningar. Langvarandi landris sé til marks um að töluvert hafi safnast af kviku á svæðinu og því ætti eldgos þar að vera aðeins kraftmeira en síðustu tvö. Hann segir farsælla að viðbragðsaðilar geri í undirbúningi sínum ráð fyrir slæmri útkomu til að þeir séu betur í stakk búnir að leysa málin skjótt og örugglega. Gervitunglagögn sýna og staðfesta að áframhaldandi þensla er norðvestan við Þorbjörn og Svartsengi er þenslan hröð. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að samfelldar GPS-mælingar sýni áframhaldandi merki um landris. Hraði þenslunnar hafi þó minnkað örlítið miðað við í upphafi, en fyrstu niðurstöður líkanreikninga bendi til að kvika sé að safnast fyrir á um fjögurra klómetra dýpi. Síðasta sólarhringinn hafa mælst um 1.300 jarðskjálftar á Reykjanesskaga og er meirihluti skjálftavirkninnar á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að þessi virkni, sem er á óheppilegum stað, hafi verið fyrirséð. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, rýnir í þróun mála á Reykjanesskaga.vísir/Vilhelm „Úr því að Reykjanesið er byrjað, Reykjanesskaginn, og alltaf þegar hann hefur byrjað þá fer hann allur hægt og rólega í gang en þetta er kannski hraðara heldur en við höfðum kannski vonað. Þetta er mjög hratt ferli og þessar síðustu fréttir í kringum Eldvarpakerfið þarna, það eru ekki nógu góðar fréttir því við erum með svolítið af innviðum þar sem við erum kannski ekki búin að klára að undirbúa mótvægisaðgerðir,“ segir Ármann. Ekki góðar fréttir Landris hefur mælst á þessu svæði í langan tíma en það hefur ýmist hægst á því eða það hætt alveg í einhvern tíma. „Það segir okkur að það er töluvert af kviku sem hefur náð að safnast fyrir á þessu svæði og ef það segir okkur eitthvað þá ættu eldgosin þarna að verða aðeins kraftmeiri heldur en þau sem voru úti í Fagradalsfjalli þannig að það er í sjálfu sér ekki góðar fréttir heldur því þá bara rennur hraunið hraðar og þá hafa menn styttri tíma til að koma upp varnaraðgerðum.“ Svartsengi og Bláa lónið Fólk sé heppið ef það fái sex eða sjö klukkustunda fyrirvara. Það sé vandamál því Bláa lónið er til að mynda nálægt. „Svo kannski ennþá verra er Svartsengi og sú starfsemi sem þar er. Þar er náttúrulega framleidd raforka og heitt vatn og kalt vatn fyrir Suðurnesin, þannig að það væri vont ef eitthvað færi að skaðast í því þegar við erum að koma inn í veturinn þannig að menn verða náttúrulega að halda áfram að setja upp plönin og kannski gera ráð fyrir ekkert allt of góðri útkomu þannig að menn séu bara tilbúnir að leysa það skjótt og örugglega.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira