Valdníðsla framkvæmdavaldsins! Inga Sæland skrifar 31. október 2023 09:30 Hver er raunveruleg staða eldra fólks á Íslandi í dag? 11 þúsund þeirra skrapa botninn og eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af 6 þúsund í sárri fátækt. Hvað hefur verið gert til að taka utan um þennan þjóðfélagshóp? Nánast ekki neitt. Fullorðnu fólki er hreinlega haldið á Landspítala háskólasjúkrahúsi löngu eftir að það er tilbúið til útskriftar. Ástæðan er sú að það á í engin hús að vernda við útskrift. Stórkostlegur skortur á hjúkrunarrýmum og allri annari þjónustu utan spítalans. Kjaragliðnun á launakjörum almannatryggingaþega vex stöðugt. Frá efnahagshruninu 2008 hafa kjör þessa fátækasta hóps dregist aftur úr um tæpar 80 þúsund krónur á mánuði. Við höldum áfram að skerða þau og skattleggja þrátt fyrir að þau sem hafa það verst séu í sárri fátækt. Þvílík mannvonska. Við skulum ekki gleyma því að allt sem á sér stað er að ráði sitjandi ríkisstjórnar og Alþingis Íslendinga. Allt sem við erum að ganga í gegnum sem er neikvætt í þessu samfélagi er mannanna verk. Fullorðið fólk á ekki að þurfa að vera lokað inni í dýrustu legurýmum landsins og það algjörlega gegn eigin vilja. Af því að stjórnvöldum er sama um þau. Er það furða þótt manni misbjóði þegar fleygt er í andlitið á manni frasanum um að „það sé gott að eldast“ á Íslandi. Ég var með sérstaka umræðu á Alþingi síðastliðinn fimmtudag, við félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðbúnað og kjör eldra fólks. Hvernig getur hann mögulega afsakað þá ömurlegu stöðu sem þúsundir aldraðra búa við í dag? Er hann ekki hissa á að enginn taki eftir öllum þessum fallegu aðgerðum sem hann segist hafa gripið til? Ég tel að púið sem hann fékk á risastóra fundi Landsambands eldri borgara (LEB) á Hilton á dögunum segi allt um það. Þann 13. júní 2021 samþykkti þingheimur einróma að ráðherranum meðtöldum þingsályktun Flokks fólksins um að komið yrði á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Með umboði Vinstri grænna, sá félags- og vinnumarkaðsráðherra til þess að ómetanlegum umboðsmanni fyrir eldra fólk var sópað út af borðinu. Það var nefnilega einhver stýrihópur á hans vegum sem taldi Alþingismenn vanhæfa í ákvarðanatöku sinni og ákvað að taka fram fyrir hendur löggjafans. Flokkur fólksins var stofnaður til að vera málsvari þeirra sem búa við óréttlæti, mismunun og fátækt. Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki fátækt, einmanaleiki, kvíði og ótti. Árlega finnast um 25 aldraðir einstaklingar dánir heima án þess að nokkur hafi haft hugmynd um það. Hagsmunafulltrúinn sem ráðherrann sópaði út af borðinu í trússi við vilja Alþingis er fullorðna fólkinu okkar ómetanlegur í þeirri viðleitni að gera efri árin gæðaár. Eitt er víst að við í Flokki fólksins munum ekki taka þessari valdníðslu framkvæmdavaldsins með þegjandi þögninni. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Kjaramál Mest lesið Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Sjá meira
Hver er raunveruleg staða eldra fólks á Íslandi í dag? 11 þúsund þeirra skrapa botninn og eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af 6 þúsund í sárri fátækt. Hvað hefur verið gert til að taka utan um þennan þjóðfélagshóp? Nánast ekki neitt. Fullorðnu fólki er hreinlega haldið á Landspítala háskólasjúkrahúsi löngu eftir að það er tilbúið til útskriftar. Ástæðan er sú að það á í engin hús að vernda við útskrift. Stórkostlegur skortur á hjúkrunarrýmum og allri annari þjónustu utan spítalans. Kjaragliðnun á launakjörum almannatryggingaþega vex stöðugt. Frá efnahagshruninu 2008 hafa kjör þessa fátækasta hóps dregist aftur úr um tæpar 80 þúsund krónur á mánuði. Við höldum áfram að skerða þau og skattleggja þrátt fyrir að þau sem hafa það verst séu í sárri fátækt. Þvílík mannvonska. Við skulum ekki gleyma því að allt sem á sér stað er að ráði sitjandi ríkisstjórnar og Alþingis Íslendinga. Allt sem við erum að ganga í gegnum sem er neikvætt í þessu samfélagi er mannanna verk. Fullorðið fólk á ekki að þurfa að vera lokað inni í dýrustu legurýmum landsins og það algjörlega gegn eigin vilja. Af því að stjórnvöldum er sama um þau. Er það furða þótt manni misbjóði þegar fleygt er í andlitið á manni frasanum um að „það sé gott að eldast“ á Íslandi. Ég var með sérstaka umræðu á Alþingi síðastliðinn fimmtudag, við félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðbúnað og kjör eldra fólks. Hvernig getur hann mögulega afsakað þá ömurlegu stöðu sem þúsundir aldraðra búa við í dag? Er hann ekki hissa á að enginn taki eftir öllum þessum fallegu aðgerðum sem hann segist hafa gripið til? Ég tel að púið sem hann fékk á risastóra fundi Landsambands eldri borgara (LEB) á Hilton á dögunum segi allt um það. Þann 13. júní 2021 samþykkti þingheimur einróma að ráðherranum meðtöldum þingsályktun Flokks fólksins um að komið yrði á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Með umboði Vinstri grænna, sá félags- og vinnumarkaðsráðherra til þess að ómetanlegum umboðsmanni fyrir eldra fólk var sópað út af borðinu. Það var nefnilega einhver stýrihópur á hans vegum sem taldi Alþingismenn vanhæfa í ákvarðanatöku sinni og ákvað að taka fram fyrir hendur löggjafans. Flokkur fólksins var stofnaður til að vera málsvari þeirra sem búa við óréttlæti, mismunun og fátækt. Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki fátækt, einmanaleiki, kvíði og ótti. Árlega finnast um 25 aldraðir einstaklingar dánir heima án þess að nokkur hafi haft hugmynd um það. Hagsmunafulltrúinn sem ráðherrann sópaði út af borðinu í trússi við vilja Alþingis er fullorðna fólkinu okkar ómetanlegur í þeirri viðleitni að gera efri árin gæðaár. Eitt er víst að við í Flokki fólksins munum ekki taka þessari valdníðslu framkvæmdavaldsins með þegjandi þögninni. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun