Vel undirbúin fari að gjósa Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2023 20:00 Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu. Vísir/Arnar Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. Síðastliðinn sólarhring hafa um ellefu hundruð skjálftar mælst á Reykjanesskaganum. Fimm mældust yfir þrír að stærð, sá stærsti þrír komma sjö en sá varð einungis rúma þrjá kílómetra frá Grindavík. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veðurstofunni eru engar vísbendingar um gosóróa en þó eru skýr merki um kvikuhlaup. Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi sem hófst fyrir fjórum dögum síðan. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir starfsmenn vera vel undirbúna komi til eldgoss. „Eins og staðan er þá er óvissustig sem þýðir að við erum að yfirfara alla okkar ferla og gera okkur tilbúin til þess að geta brugðist við ef eitthvað myndi gerast en eins og staðan er núna er þetta óvissustig og almannavarnir hafa ekki hækkað það,“ segir Helga. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að ekki sé hægt að útiloka það að kvika nái að brjóta sér leið upp við Bláa lónið þrátt fyrir að engin skýr merki séu um að það sé að fara að gerast þar eða annars staðar. Helga segir ferðamenn sem mæta í lónið vera upplýsta um stöðuna á staðnum. „Þeir hafa fundið fyrir þeim og spurt og verið að mörgu leyti forvitnir. Það hefur engin hræðsla gripið um sig eða neitt slíkt heldur meira forvitni og við reynt að upplýsa þá eins og unnt er. Við upplýsum gestina þegar þeir koma eftir bestu getu og reynum að fræða þá á sama tíma. Þeir taka þessari fræðslu vel og finnst þetta áhugavert, miklu frekar en hitt,“ segir Helga. Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Sundlaugar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Síðastliðinn sólarhring hafa um ellefu hundruð skjálftar mælst á Reykjanesskaganum. Fimm mældust yfir þrír að stærð, sá stærsti þrír komma sjö en sá varð einungis rúma þrjá kílómetra frá Grindavík. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veðurstofunni eru engar vísbendingar um gosóróa en þó eru skýr merki um kvikuhlaup. Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi sem hófst fyrir fjórum dögum síðan. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir starfsmenn vera vel undirbúna komi til eldgoss. „Eins og staðan er þá er óvissustig sem þýðir að við erum að yfirfara alla okkar ferla og gera okkur tilbúin til þess að geta brugðist við ef eitthvað myndi gerast en eins og staðan er núna er þetta óvissustig og almannavarnir hafa ekki hækkað það,“ segir Helga. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að ekki sé hægt að útiloka það að kvika nái að brjóta sér leið upp við Bláa lónið þrátt fyrir að engin skýr merki séu um að það sé að fara að gerast þar eða annars staðar. Helga segir ferðamenn sem mæta í lónið vera upplýsta um stöðuna á staðnum. „Þeir hafa fundið fyrir þeim og spurt og verið að mörgu leyti forvitnir. Það hefur engin hræðsla gripið um sig eða neitt slíkt heldur meira forvitni og við reynt að upplýsa þá eins og unnt er. Við upplýsum gestina þegar þeir koma eftir bestu getu og reynum að fræða þá á sama tíma. Þeir taka þessari fræðslu vel og finnst þetta áhugavert, miklu frekar en hitt,“ segir Helga.
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Sundlaugar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira