Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. nóvember 2023 14:56 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Vísir/Arnar Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. Óvissustig Almannavarna á Reykjanesskaga tók gildi fyrir rúmri viku. Jarðhræringar hafa meðal annars mælst á Svartsengi, sem er skammt frá Bláa lóninu. Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur birti í gær skoðunargrein á Vísi þar sem hann spyr hvers vegna ekki sé búið að loka Bláa lóninu vegna jarðhræringanna. Hann vekur athygli á því að þrjú síðustu eldgos á Reykjanesskaga hófust án viðvörunar um að gos væri við það að hefjast. „Það gera allir mistök. Sérfræðingar líka. Við sáum það í vetur þegar snjóflóð féll á hús sem ekki hafði verið rýmt á Neskaupstað. Að sama skapi féll snjóflóð á hús sem átti að vera varið á Flateyri árið 2020,“ segir í greininni. „Við hikum ekki við að loka vegum ef veður er vont. Við rýmum hús á hverju ári vegna snjóflóðahættu. Við fórum í alls konar aðgerðir þegar Covid geysaði. Við eigum að loka Bláa Lóninu þar til þessa hrina jarðhræringa er gengin yfir,“ segir jafnframt í greininni, sem nálgast má hér. Fylgja mati sérfræðinga Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, segir forsvarsmenn lónsins í nánu samstarfi með sérfræðingum og að ráðleggingum þeirra sé fylgt í einu og öllu. „Við fylgjum mati sérfræðinga, sem eru Almannavarnir og sérfræðingarnir hjá Veðurstofunni.“ Hún segir að síðan óvissustig var sett hafa forsvarsmenn Bláa lónsins verið í þéttu og góðu samtali við Almannavarnir og staðan sé metin daglega. „Ef að til rýmingar ætti að koma þá er það samkvæmt mati Almannavarna, og samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra,“ segir Helga. Hún ítrekar að Bláa lónið fylgi alfarið ráðleggingum sérfræðinga Veðurstofunnar og Almannavarna. Ef til þess kæmi að hættustig Almannavarna yrði tekið í gildi þá væri það lögreglustjórans að ákveða hvort þörf sé á rýmingu. Bláa lónið Almannavarnir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Fleiri fréttir Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Sjá meira
Óvissustig Almannavarna á Reykjanesskaga tók gildi fyrir rúmri viku. Jarðhræringar hafa meðal annars mælst á Svartsengi, sem er skammt frá Bláa lóninu. Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur birti í gær skoðunargrein á Vísi þar sem hann spyr hvers vegna ekki sé búið að loka Bláa lóninu vegna jarðhræringanna. Hann vekur athygli á því að þrjú síðustu eldgos á Reykjanesskaga hófust án viðvörunar um að gos væri við það að hefjast. „Það gera allir mistök. Sérfræðingar líka. Við sáum það í vetur þegar snjóflóð féll á hús sem ekki hafði verið rýmt á Neskaupstað. Að sama skapi féll snjóflóð á hús sem átti að vera varið á Flateyri árið 2020,“ segir í greininni. „Við hikum ekki við að loka vegum ef veður er vont. Við rýmum hús á hverju ári vegna snjóflóðahættu. Við fórum í alls konar aðgerðir þegar Covid geysaði. Við eigum að loka Bláa Lóninu þar til þessa hrina jarðhræringa er gengin yfir,“ segir jafnframt í greininni, sem nálgast má hér. Fylgja mati sérfræðinga Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, segir forsvarsmenn lónsins í nánu samstarfi með sérfræðingum og að ráðleggingum þeirra sé fylgt í einu og öllu. „Við fylgjum mati sérfræðinga, sem eru Almannavarnir og sérfræðingarnir hjá Veðurstofunni.“ Hún segir að síðan óvissustig var sett hafa forsvarsmenn Bláa lónsins verið í þéttu og góðu samtali við Almannavarnir og staðan sé metin daglega. „Ef að til rýmingar ætti að koma þá er það samkvæmt mati Almannavarna, og samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra,“ segir Helga. Hún ítrekar að Bláa lónið fylgi alfarið ráðleggingum sérfræðinga Veðurstofunnar og Almannavarna. Ef til þess kæmi að hættustig Almannavarna yrði tekið í gildi þá væri það lögreglustjórans að ákveða hvort þörf sé á rýmingu.
Bláa lónið Almannavarnir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Fleiri fréttir Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Sjá meira