Óskað eftir endurflutningi ráðherra Sandra B. Franks skrifar 5. nóvember 2023 09:00 Á gömlum plötum er oft bestu lögin sem verða sífellt betri við hverja hlustun. Stundum nær tónlistin til nýrra hlustenda sem sumir endurflytja og verða þá nýjir boðberar gömlu laganna. Við hjá Sjúkraliðafélaginu erum eins og gömul plata. Ítrekað flytjum við sama boðskapinn sem er að verða eins og gamall slagari, sem er; „AÐGERÐIR GEGN KYNBUNDNUM LAUNAMUN“. Ég veit ekki hversu margar greinar og ræður ég hef flutt um þetta efni. Flutt ákall til stjórnvalda um aðgerðir. Aftur og aftur tala þessi sömu stjórnvöld um að kynbundinn launamunur og kynskiptur vinnumarkaður sé eitt brýnasta jafnréttis- og mannréttindamál okkar tíma. En svo gerist ekkert. Með þessu aðgerðarleysi stjórnvalda er ekki einungis verið að brjóta kerfisbundið á lögbundnum réttindum kvenna, heldur er einnig verið að hafa af okkur peninga, ígildi heillar íbúðar á starfsævi sjúkraliða. Mörgum munar um minna. Tækifærið er núna Við sjúkraliðar höfum ekki bara kallað hátt á torgum úti og sungið gamla slagara. Við höfum einnig lagt fram tillögur um mögulegar aðgerðir. Ein þeirra er í gegnum stofnanasamninga, sem er kjörin leið til að uppræta kynbundnum launamun. Nýverið tóku forsætisráðherra og vinnumarkaðsráðherra undir að aðgerða væri þörf við að „uppræta kynbundinn launamun“ og „endurmeta virði kvennastétta“. Gott og vel. Nú er lag frú forsætisráðherra og herra vinnumarkaðsráðherra. Hvernig ætli þið að gera þetta? Hvernig væri að þið tækjuð upp þennan gamla slagara okkar sjúkraliða og endurflytjið boðskapinn til stjórnenda stofnana til að bæta kjör kvennastétta í gegnum áðurnefnda stofnanasamninga? Ef það strandar á fjármagni þá er fjárlagafrumvarpið enn opið. Annað eins hefur ratað í fjáraukalög af mun minna tilefni. Það er erfitt fyrir konur og okkur sjúkraliða að bíða endalaust eftir enn einni nefndinni, á meðan þessi tiltekna og raunhæfa aðgerð stendur nú þegar til boða. Fögur orð um að uppræta þurfi kynbuninn launamun og endurmeta virði kvennastétta rata ekki í veski sjúkraliða. Aðgerðir eins og aukið fjármagn í stofnanasamninga gera það hins vegar. Sömuleiðis aðgerðir eins og „kvenna-kjarasamningar“ og launamyndunarkerfi byggðar á hugmyndafræði STARFSMATS gerir það einnig. Þessar þrjár aðgerðir eru vel færar á þessum tímapunkti. Ráðamenn þjóðarinnar eiga ekki að geta vikið sér undan því að fylgja lögum og tryggja jöfn kjör fyrir öll kyn. Kerfisbundið misrétti á ekki að vera í boði stjórnvalda. Höfundur formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Jafnréttismál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sandra B. Franks Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Á gömlum plötum er oft bestu lögin sem verða sífellt betri við hverja hlustun. Stundum nær tónlistin til nýrra hlustenda sem sumir endurflytja og verða þá nýjir boðberar gömlu laganna. Við hjá Sjúkraliðafélaginu erum eins og gömul plata. Ítrekað flytjum við sama boðskapinn sem er að verða eins og gamall slagari, sem er; „AÐGERÐIR GEGN KYNBUNDNUM LAUNAMUN“. Ég veit ekki hversu margar greinar og ræður ég hef flutt um þetta efni. Flutt ákall til stjórnvalda um aðgerðir. Aftur og aftur tala þessi sömu stjórnvöld um að kynbundinn launamunur og kynskiptur vinnumarkaður sé eitt brýnasta jafnréttis- og mannréttindamál okkar tíma. En svo gerist ekkert. Með þessu aðgerðarleysi stjórnvalda er ekki einungis verið að brjóta kerfisbundið á lögbundnum réttindum kvenna, heldur er einnig verið að hafa af okkur peninga, ígildi heillar íbúðar á starfsævi sjúkraliða. Mörgum munar um minna. Tækifærið er núna Við sjúkraliðar höfum ekki bara kallað hátt á torgum úti og sungið gamla slagara. Við höfum einnig lagt fram tillögur um mögulegar aðgerðir. Ein þeirra er í gegnum stofnanasamninga, sem er kjörin leið til að uppræta kynbundnum launamun. Nýverið tóku forsætisráðherra og vinnumarkaðsráðherra undir að aðgerða væri þörf við að „uppræta kynbundinn launamun“ og „endurmeta virði kvennastétta“. Gott og vel. Nú er lag frú forsætisráðherra og herra vinnumarkaðsráðherra. Hvernig ætli þið að gera þetta? Hvernig væri að þið tækjuð upp þennan gamla slagara okkar sjúkraliða og endurflytjið boðskapinn til stjórnenda stofnana til að bæta kjör kvennastétta í gegnum áðurnefnda stofnanasamninga? Ef það strandar á fjármagni þá er fjárlagafrumvarpið enn opið. Annað eins hefur ratað í fjáraukalög af mun minna tilefni. Það er erfitt fyrir konur og okkur sjúkraliða að bíða endalaust eftir enn einni nefndinni, á meðan þessi tiltekna og raunhæfa aðgerð stendur nú þegar til boða. Fögur orð um að uppræta þurfi kynbuninn launamun og endurmeta virði kvennastétta rata ekki í veski sjúkraliða. Aðgerðir eins og aukið fjármagn í stofnanasamninga gera það hins vegar. Sömuleiðis aðgerðir eins og „kvenna-kjarasamningar“ og launamyndunarkerfi byggðar á hugmyndafræði STARFSMATS gerir það einnig. Þessar þrjár aðgerðir eru vel færar á þessum tímapunkti. Ráðamenn þjóðarinnar eiga ekki að geta vikið sér undan því að fylgja lögum og tryggja jöfn kjör fyrir öll kyn. Kerfisbundið misrétti á ekki að vera í boði stjórnvalda. Höfundur formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar