Kirkjur og kór Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 14:00 Ég fylltist ánægju við að flytja í hverfið okkar. Bæði vegna fallegs og fjölskylduvæns umhverfis en ekki síst vegna þess að ég vissi að tónlist, kórastarf og skólahljómsveitastarf er í hávegum haft í bæjarfélaginu. Krakkarnir mínir nutu þess að syngja með yndislegum leikskólakennurum í gegnum leikskólagönguna og ekki var laust við fiðring í maga mömmunnar þegar kom að því að börnin hæfu grunnskólagöngu, ekki síst vegna þess að þau voru að komast á aldur til að nema tónlist og syngja í kór. Þess má einnig geta að í skóla barnanna minna er kórastarf ekki valfag heldur komið inn í stundaskrá sem mér finnst frábært, enda söngkona sjálf og Íslendingar söngelskt fólk. Ör-kynning á heimsmynd móðurinnar Trúmál hafa lengi verið mér hugleikin. Þau koma svo sem ekki oft upp í daglegum umræðum en ég ætla að leyfa mér að gera trúmál að umtalsefni hér því heimsmynd mín er ekki flókin hvað þau varðar. Ég trúi ekki á guð af neinu tagi. Ég ber virðingu fyrir trú annarra og ég reyni eftir fremsta megni að ala upp í börnunum mínum almenna víðsýni og virðingu fyrir skoðunum og trú annarra. Biblíuvers – með hoppukastala og pylsum Í núverandi skólastarfi, þá fyrst og fremst kórastarfi, upplifi ég að ekki sé hlúð að börnunum mínum á sama hátt. Svo virðist sem kórastarf og kirkjustarf sé að mati stjórnenda kórs og skóla órjúfanleg hefð þar sem helstu samkomur og tónleikahald fer fram í kirkju hverfisins. Reglulega er foreldrum sendur póstur þess efnis að öllum börnum í vissum bekkjum sé boðið að taka þátt í barnamessum þar sem jafnvel er boðið upp á hoppukastala og pylsur á eftir. Spennandi ekki satt? Jafnvel geggjað stuð! Ég hef tekist á við þetta á þann hátt að leyfa börnunum að velja sjálf hvort þau vilja taka þátt. Eitt skiptið valdi dóttir mín að syngja með kórnum sínum og ég sjálf mætti galvösk í mína fyrstu messu síðan ég fermdist (já, ég fermdist!). Þar fór fram trúboð. Börnunum voru kennd biblíuvers, þau greind og túlkuð og talað um kærleika guðs. Þar voru einnig sungin lög um kærleika guðs. Þvingaðir kristilegir söngvar Ég á sem betur fer í hreinskiptum samskiptum við börnin mín og trúmál eru þar oft á baugi. Því gat ég útskýrt fyrir dóttur minni að messuhaldið hafi byggst á trú annars fólks en okkar og hefðum kristinna þjóða í gegnum aldirnar o.s.frv. Þó fóru að renna á mig tvær grímur eftir því sem leið á veturinn og eftir því sem liðið hefur á grunnskólagöngu barnanna minna. Flestir viðburðir kórsins, sem ég minni á að börnin hafa ekki val um, fara fram í kirkjunni, nánar tiltekið í barnamessum og hluti náms barnanna minna er að læra kristilega söngva. Tímaskekkja Fyrir mér er málið einfalt: við lifum á tímum þar sem gerð er krafa um að börn búi við jöfn tækifæri. Hér gæti ég stuðst við lagabálka og reglugerðir en ætla að reyna að hafa þetta stutt og hnitmiðað. Fjöldi barna í skólum landsins býr ekki á kristnum heimilum. Því er það tímaskekkja að börn og foreldrar séu sett í þá stöðu að taka ýmist þátt í viðburðum sem fela í sér boðskap sem er andstæður gildum þeirra, eða að börnin geti að öðrum kosti ekki tekið þátt með samnemendum sínum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Kórar Börn og uppeldi Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég fylltist ánægju við að flytja í hverfið okkar. Bæði vegna fallegs og fjölskylduvæns umhverfis en ekki síst vegna þess að ég vissi að tónlist, kórastarf og skólahljómsveitastarf er í hávegum haft í bæjarfélaginu. Krakkarnir mínir nutu þess að syngja með yndislegum leikskólakennurum í gegnum leikskólagönguna og ekki var laust við fiðring í maga mömmunnar þegar kom að því að börnin hæfu grunnskólagöngu, ekki síst vegna þess að þau voru að komast á aldur til að nema tónlist og syngja í kór. Þess má einnig geta að í skóla barnanna minna er kórastarf ekki valfag heldur komið inn í stundaskrá sem mér finnst frábært, enda söngkona sjálf og Íslendingar söngelskt fólk. Ör-kynning á heimsmynd móðurinnar Trúmál hafa lengi verið mér hugleikin. Þau koma svo sem ekki oft upp í daglegum umræðum en ég ætla að leyfa mér að gera trúmál að umtalsefni hér því heimsmynd mín er ekki flókin hvað þau varðar. Ég trúi ekki á guð af neinu tagi. Ég ber virðingu fyrir trú annarra og ég reyni eftir fremsta megni að ala upp í börnunum mínum almenna víðsýni og virðingu fyrir skoðunum og trú annarra. Biblíuvers – með hoppukastala og pylsum Í núverandi skólastarfi, þá fyrst og fremst kórastarfi, upplifi ég að ekki sé hlúð að börnunum mínum á sama hátt. Svo virðist sem kórastarf og kirkjustarf sé að mati stjórnenda kórs og skóla órjúfanleg hefð þar sem helstu samkomur og tónleikahald fer fram í kirkju hverfisins. Reglulega er foreldrum sendur póstur þess efnis að öllum börnum í vissum bekkjum sé boðið að taka þátt í barnamessum þar sem jafnvel er boðið upp á hoppukastala og pylsur á eftir. Spennandi ekki satt? Jafnvel geggjað stuð! Ég hef tekist á við þetta á þann hátt að leyfa börnunum að velja sjálf hvort þau vilja taka þátt. Eitt skiptið valdi dóttir mín að syngja með kórnum sínum og ég sjálf mætti galvösk í mína fyrstu messu síðan ég fermdist (já, ég fermdist!). Þar fór fram trúboð. Börnunum voru kennd biblíuvers, þau greind og túlkuð og talað um kærleika guðs. Þar voru einnig sungin lög um kærleika guðs. Þvingaðir kristilegir söngvar Ég á sem betur fer í hreinskiptum samskiptum við börnin mín og trúmál eru þar oft á baugi. Því gat ég útskýrt fyrir dóttur minni að messuhaldið hafi byggst á trú annars fólks en okkar og hefðum kristinna þjóða í gegnum aldirnar o.s.frv. Þó fóru að renna á mig tvær grímur eftir því sem leið á veturinn og eftir því sem liðið hefur á grunnskólagöngu barnanna minna. Flestir viðburðir kórsins, sem ég minni á að börnin hafa ekki val um, fara fram í kirkjunni, nánar tiltekið í barnamessum og hluti náms barnanna minna er að læra kristilega söngva. Tímaskekkja Fyrir mér er málið einfalt: við lifum á tímum þar sem gerð er krafa um að börn búi við jöfn tækifæri. Hér gæti ég stuðst við lagabálka og reglugerðir en ætla að reyna að hafa þetta stutt og hnitmiðað. Fjöldi barna í skólum landsins býr ekki á kristnum heimilum. Því er það tímaskekkja að börn og foreldrar séu sett í þá stöðu að taka ýmist þátt í viðburðum sem fela í sér boðskap sem er andstæður gildum þeirra, eða að börnin geti að öðrum kosti ekki tekið þátt með samnemendum sínum!
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun