Kirkjur og kór Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 14:00 Ég fylltist ánægju við að flytja í hverfið okkar. Bæði vegna fallegs og fjölskylduvæns umhverfis en ekki síst vegna þess að ég vissi að tónlist, kórastarf og skólahljómsveitastarf er í hávegum haft í bæjarfélaginu. Krakkarnir mínir nutu þess að syngja með yndislegum leikskólakennurum í gegnum leikskólagönguna og ekki var laust við fiðring í maga mömmunnar þegar kom að því að börnin hæfu grunnskólagöngu, ekki síst vegna þess að þau voru að komast á aldur til að nema tónlist og syngja í kór. Þess má einnig geta að í skóla barnanna minna er kórastarf ekki valfag heldur komið inn í stundaskrá sem mér finnst frábært, enda söngkona sjálf og Íslendingar söngelskt fólk. Ör-kynning á heimsmynd móðurinnar Trúmál hafa lengi verið mér hugleikin. Þau koma svo sem ekki oft upp í daglegum umræðum en ég ætla að leyfa mér að gera trúmál að umtalsefni hér því heimsmynd mín er ekki flókin hvað þau varðar. Ég trúi ekki á guð af neinu tagi. Ég ber virðingu fyrir trú annarra og ég reyni eftir fremsta megni að ala upp í börnunum mínum almenna víðsýni og virðingu fyrir skoðunum og trú annarra. Biblíuvers – með hoppukastala og pylsum Í núverandi skólastarfi, þá fyrst og fremst kórastarfi, upplifi ég að ekki sé hlúð að börnunum mínum á sama hátt. Svo virðist sem kórastarf og kirkjustarf sé að mati stjórnenda kórs og skóla órjúfanleg hefð þar sem helstu samkomur og tónleikahald fer fram í kirkju hverfisins. Reglulega er foreldrum sendur póstur þess efnis að öllum börnum í vissum bekkjum sé boðið að taka þátt í barnamessum þar sem jafnvel er boðið upp á hoppukastala og pylsur á eftir. Spennandi ekki satt? Jafnvel geggjað stuð! Ég hef tekist á við þetta á þann hátt að leyfa börnunum að velja sjálf hvort þau vilja taka þátt. Eitt skiptið valdi dóttir mín að syngja með kórnum sínum og ég sjálf mætti galvösk í mína fyrstu messu síðan ég fermdist (já, ég fermdist!). Þar fór fram trúboð. Börnunum voru kennd biblíuvers, þau greind og túlkuð og talað um kærleika guðs. Þar voru einnig sungin lög um kærleika guðs. Þvingaðir kristilegir söngvar Ég á sem betur fer í hreinskiptum samskiptum við börnin mín og trúmál eru þar oft á baugi. Því gat ég útskýrt fyrir dóttur minni að messuhaldið hafi byggst á trú annars fólks en okkar og hefðum kristinna þjóða í gegnum aldirnar o.s.frv. Þó fóru að renna á mig tvær grímur eftir því sem leið á veturinn og eftir því sem liðið hefur á grunnskólagöngu barnanna minna. Flestir viðburðir kórsins, sem ég minni á að börnin hafa ekki val um, fara fram í kirkjunni, nánar tiltekið í barnamessum og hluti náms barnanna minna er að læra kristilega söngva. Tímaskekkja Fyrir mér er málið einfalt: við lifum á tímum þar sem gerð er krafa um að börn búi við jöfn tækifæri. Hér gæti ég stuðst við lagabálka og reglugerðir en ætla að reyna að hafa þetta stutt og hnitmiðað. Fjöldi barna í skólum landsins býr ekki á kristnum heimilum. Því er það tímaskekkja að börn og foreldrar séu sett í þá stöðu að taka ýmist þátt í viðburðum sem fela í sér boðskap sem er andstæður gildum þeirra, eða að börnin geti að öðrum kosti ekki tekið þátt með samnemendum sínum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Kórar Börn og uppeldi Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fylltist ánægju við að flytja í hverfið okkar. Bæði vegna fallegs og fjölskylduvæns umhverfis en ekki síst vegna þess að ég vissi að tónlist, kórastarf og skólahljómsveitastarf er í hávegum haft í bæjarfélaginu. Krakkarnir mínir nutu þess að syngja með yndislegum leikskólakennurum í gegnum leikskólagönguna og ekki var laust við fiðring í maga mömmunnar þegar kom að því að börnin hæfu grunnskólagöngu, ekki síst vegna þess að þau voru að komast á aldur til að nema tónlist og syngja í kór. Þess má einnig geta að í skóla barnanna minna er kórastarf ekki valfag heldur komið inn í stundaskrá sem mér finnst frábært, enda söngkona sjálf og Íslendingar söngelskt fólk. Ör-kynning á heimsmynd móðurinnar Trúmál hafa lengi verið mér hugleikin. Þau koma svo sem ekki oft upp í daglegum umræðum en ég ætla að leyfa mér að gera trúmál að umtalsefni hér því heimsmynd mín er ekki flókin hvað þau varðar. Ég trúi ekki á guð af neinu tagi. Ég ber virðingu fyrir trú annarra og ég reyni eftir fremsta megni að ala upp í börnunum mínum almenna víðsýni og virðingu fyrir skoðunum og trú annarra. Biblíuvers – með hoppukastala og pylsum Í núverandi skólastarfi, þá fyrst og fremst kórastarfi, upplifi ég að ekki sé hlúð að börnunum mínum á sama hátt. Svo virðist sem kórastarf og kirkjustarf sé að mati stjórnenda kórs og skóla órjúfanleg hefð þar sem helstu samkomur og tónleikahald fer fram í kirkju hverfisins. Reglulega er foreldrum sendur póstur þess efnis að öllum börnum í vissum bekkjum sé boðið að taka þátt í barnamessum þar sem jafnvel er boðið upp á hoppukastala og pylsur á eftir. Spennandi ekki satt? Jafnvel geggjað stuð! Ég hef tekist á við þetta á þann hátt að leyfa börnunum að velja sjálf hvort þau vilja taka þátt. Eitt skiptið valdi dóttir mín að syngja með kórnum sínum og ég sjálf mætti galvösk í mína fyrstu messu síðan ég fermdist (já, ég fermdist!). Þar fór fram trúboð. Börnunum voru kennd biblíuvers, þau greind og túlkuð og talað um kærleika guðs. Þar voru einnig sungin lög um kærleika guðs. Þvingaðir kristilegir söngvar Ég á sem betur fer í hreinskiptum samskiptum við börnin mín og trúmál eru þar oft á baugi. Því gat ég útskýrt fyrir dóttur minni að messuhaldið hafi byggst á trú annars fólks en okkar og hefðum kristinna þjóða í gegnum aldirnar o.s.frv. Þó fóru að renna á mig tvær grímur eftir því sem leið á veturinn og eftir því sem liðið hefur á grunnskólagöngu barnanna minna. Flestir viðburðir kórsins, sem ég minni á að börnin hafa ekki val um, fara fram í kirkjunni, nánar tiltekið í barnamessum og hluti náms barnanna minna er að læra kristilega söngva. Tímaskekkja Fyrir mér er málið einfalt: við lifum á tímum þar sem gerð er krafa um að börn búi við jöfn tækifæri. Hér gæti ég stuðst við lagabálka og reglugerðir en ætla að reyna að hafa þetta stutt og hnitmiðað. Fjöldi barna í skólum landsins býr ekki á kristnum heimilum. Því er það tímaskekkja að börn og foreldrar séu sett í þá stöðu að taka ýmist þátt í viðburðum sem fela í sér boðskap sem er andstæður gildum þeirra, eða að börnin geti að öðrum kosti ekki tekið þátt með samnemendum sínum!
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun