Um 800 skjálftar frá miðnætti Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2023 09:14 Eignatjón er verulegt í Grindavík. Vísir/Vilhelm Enn er stöðug skjálftavirkni þótt hún hafi róast eitthvað. Kvikugangurinn virðist enn undir Grindavík. Almannavarnir héldu stöðufund um klukkan átta. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir að fundurinn hafi aðallega verið til þess að stilla saman strengi. Staðan sé sú sama og í nótt. Hún segir að fólk sé að snúa aftur úr hvíld en viðbragðsaðilar voru margir sendir heim eftir að rýmingu Grindavíkur lauk. Viðbragðsaðilar eru farnir frá Grindavík en enn löggæsla á staðnum. Þrír bílar eru á staðnum. „Það er verið að meta stöðuna og fara yfir verkefni næstu klukkutíma.“ Hjördís segist ekki hafa heyrt neitt annað en að vel hafi gengið í fjöldahjálparstöðunum í nótt. Hjördís Guðmundsdóttir stendur vaktina eins og margir aðrir. Vísir/Vilhelm „Rýming gekk vel og fólk vissi greinilega hvernig þetta átti allt að fara fram. Þetta var ekki neyðarrýming þrátt fyrir að það hafi verið upplifunin. Það gekk mjög vel að rýma. En eftir situr að fólk keyrði frá bænum sínum og fylgja því eflaust erfiðar tilfinningar,“ segir Hjördís hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Aðeins róast skjálftavirknin Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur aðeins hægst á skjálftavirkni en enn mælast sterkir skjálftar. Frá miðnætti hafa mælst um 800 skjálftar, sá stærsti var 4,4 að stærð að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofunnar, Sigríðar Kristjánsdóttur. Hann var rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Enn virðist kvikugangurinn liggja undir Grindavík og er skjálftavirknin sömuleiðis mest suðvestan við Grindavík. Almannavarnir funda með Veðurstofunni klukkan 9.30. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sjá meira
Almannavarnir héldu stöðufund um klukkan átta. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir að fundurinn hafi aðallega verið til þess að stilla saman strengi. Staðan sé sú sama og í nótt. Hún segir að fólk sé að snúa aftur úr hvíld en viðbragðsaðilar voru margir sendir heim eftir að rýmingu Grindavíkur lauk. Viðbragðsaðilar eru farnir frá Grindavík en enn löggæsla á staðnum. Þrír bílar eru á staðnum. „Það er verið að meta stöðuna og fara yfir verkefni næstu klukkutíma.“ Hjördís segist ekki hafa heyrt neitt annað en að vel hafi gengið í fjöldahjálparstöðunum í nótt. Hjördís Guðmundsdóttir stendur vaktina eins og margir aðrir. Vísir/Vilhelm „Rýming gekk vel og fólk vissi greinilega hvernig þetta átti allt að fara fram. Þetta var ekki neyðarrýming þrátt fyrir að það hafi verið upplifunin. Það gekk mjög vel að rýma. En eftir situr að fólk keyrði frá bænum sínum og fylgja því eflaust erfiðar tilfinningar,“ segir Hjördís hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Aðeins róast skjálftavirknin Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur aðeins hægst á skjálftavirkni en enn mælast sterkir skjálftar. Frá miðnætti hafa mælst um 800 skjálftar, sá stærsti var 4,4 að stærð að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofunnar, Sigríðar Kristjánsdóttur. Hann var rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Enn virðist kvikugangurinn liggja undir Grindavík og er skjálftavirknin sömuleiðis mest suðvestan við Grindavík. Almannavarnir funda með Veðurstofunni klukkan 9.30. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sjá meira