Vonast til þess að geta hleypt Grindvíkingum heim í stutta stund Lovísa Arnardóttir skrifar 12. nóvember 2023 08:48 Hjördís Guðmundsdóttir ítrekar að enn sé veruleg hætta á svæðinu. Það fari engin inn ef að vísindamenn meti svo að það sé enn of hættulegt. Vísir/Vilhelm Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir að á fundi almannavarna og sérfræðinga Veðurstofunnar klukkan 9.30 verði farið yfir stöðuna, hættumatið og það endurmetið hvort að íbúar fái að fara inn á hættusvæðið. „Okkar helsta verkefni er að sjá eftir fundinn hvort hættumatið sé breytt og hvort að íbúar fái að fara heim til sín og stoppa stutt til að sækja verðmæti, lyf og dýrin og búfénað.“ Hjördís segir að margir hafi verið farnir áður en rýmingin var sett af stað og hafi því ekki náð að taka dýr, tryggja búfénað eða gera ráðstafanir til að flytja þau. Þess vegna sé nú beðið eftir niðurstöðum fundarins og hættumati. Metið verður í dag hvort að íbúar Grindavíkur fái að fara inn á hættusvæði í verðmætabjörgun. Vísir/Einar „Þetta yrði stærsta verkefni dagsins. Fólk myndi þá komast heim í 20 til 30 mínútur í fylgd viðbragðsaðila. En þetta fer allt eftir því hvernig mat vísindamanna er á hættustigi á svæðinu. Það er okkar helsta ósk að komast í þetta verkefni í dag en við biðjum íbúa að hinkra eftir upplýsingum af stöðufundi sem hefst klukkan 9.30,“ segir Hjördís. Hún segir erfitt að áætla um lengd fundar. Það þurfi að fara vel yfir gögn vísindamanna. „Hættan er enn til staðar og það er alltaf forgangsatriði við skipulagningu slíkrar aðgerðar. Eins erfitt og það er fyrir fólk að bíða þá þarf að gera þetta rétt og skipulega, og alltaf með öryggi í fyrirrúmi,“ segir Hjördís og ítrekar að þótt svo að niðurstaða liggi fyrir á fundinum þá myndi þetta ekki hefjast í beinu framhaldi. Skipulagning aðgerðarinnar sé þó í fullum gangi. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í vakt Vísis. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
„Okkar helsta verkefni er að sjá eftir fundinn hvort hættumatið sé breytt og hvort að íbúar fái að fara heim til sín og stoppa stutt til að sækja verðmæti, lyf og dýrin og búfénað.“ Hjördís segir að margir hafi verið farnir áður en rýmingin var sett af stað og hafi því ekki náð að taka dýr, tryggja búfénað eða gera ráðstafanir til að flytja þau. Þess vegna sé nú beðið eftir niðurstöðum fundarins og hættumati. Metið verður í dag hvort að íbúar Grindavíkur fái að fara inn á hættusvæði í verðmætabjörgun. Vísir/Einar „Þetta yrði stærsta verkefni dagsins. Fólk myndi þá komast heim í 20 til 30 mínútur í fylgd viðbragðsaðila. En þetta fer allt eftir því hvernig mat vísindamanna er á hættustigi á svæðinu. Það er okkar helsta ósk að komast í þetta verkefni í dag en við biðjum íbúa að hinkra eftir upplýsingum af stöðufundi sem hefst klukkan 9.30,“ segir Hjördís. Hún segir erfitt að áætla um lengd fundar. Það þurfi að fara vel yfir gögn vísindamanna. „Hættan er enn til staðar og það er alltaf forgangsatriði við skipulagningu slíkrar aðgerðar. Eins erfitt og það er fyrir fólk að bíða þá þarf að gera þetta rétt og skipulega, og alltaf með öryggi í fyrirrúmi,“ segir Hjördís og ítrekar að þótt svo að niðurstaða liggi fyrir á fundinum þá myndi þetta ekki hefjast í beinu framhaldi. Skipulagning aðgerðarinnar sé þó í fullum gangi. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í vakt Vísis.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira