Grindvíkingar bíði rólegir Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 12. nóvember 2023 12:39 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir að viðbragðsaðilar fari nú yfir það hvort að framkvæmanlegt sé að hleypa Grindvíkingum heim að sækja nauðsynjar. Hann biður Grindvíkinga um að bíða, þeir muni fyrstir frétta af gangi mála. Eins og fram hefur komið sendi Veðurstofan frá sér yfirlýsingu í hádeginu um að tímabundið svigrúm væri nú fyrir aðgerðir almannavarna til þess að sækja nauðsynjar. Í fyrstu kom ekki fram að um aðgerðir almannavarna væri að ræða og flýttu margir Grindvíkingar sér að lokunarpóstum. Viðbragðsaðilar leggja mat á stöðuna Hvernig verður þessu háttað? „Þetta er tvennskonar. Það er annars vegar hvað er talið mögulegt að gera og hins vegar hvort það sé framkvæmanlegt,“ segir Víðir. „Og það sem við erum að leggja mat á núna, eru þær upplýsingar sem við fengum núna rétt fyrir fréttir frá Veðurstofunni, mat um það hvort hugsanlegt sé að fara inn á ákveðin svæði, en það fylgir því líka til okkar ábendingar og leiðbeiningar um viðbragðstíma, vöktun slíkt.“ Víðir segir mikinn ábyrgðarhluta að hleypa fólki inn á svona svæði. Á endanum sé það á ábyrgð lögreglustjórans á Suðurnesjum. „Og við erum að vinna með honum í því, hvort þetta sé framkvæmanlegt, þó að kannski sé öruggt að gera þetta, við vitum það ekki alveg 100 prósent en það ábyrgðarhluti að fara í svona aðgerð án þess að vera viss um alla þætti málsins og það er það sem við erum að vinna að núna.“ Fólk bíði Verði það gert segir Víðir að almannavarnir muni birta mjög skýrar leiðbeiningar um það hvernig þetta verði framkvæmt. „Og við biðjum fólk um að bíða heima og fylgjast með fjölmiðlum en þetta verður aldrei nema í mesta lagi hluti af bænum sem verður hægt að fara inn í.“ Er þá eitthvað hægt að segja til um hvenær verður hægt að fara í þetta, ef það verður hægt? „Við ætluðum okkur að vera búin að taka þessa ákvörðun fyrir hádegi en þessar upplýsingar frá vísindamönnum eru bara tiltölulega nýkomnar, þannig að lokaútfærslan á þessu er í vinnslu og aftur þetta, hvort að þetta sé raunverulega framkvæmanlegt af því öryggi sem við verðum að hafa á svona aðgerðum.“ Meiri líkur á gosi í dag en í gær Til þess að framkvæma þetta er talað um auka vaktina, hvert væri hlutverk þessara auka vaktmanna? „Það er verið að tala um að setja þarna sjónræna vöktun, það er að segja koma fólki fyrir á sjónpóstum til þess að fylgjast með svæðinu þar sem kvikugangurinn er, vera með dróna á lofti með hitamyndavélum og margt margt fleira sem að þarf að gera til þess að uppfylla þessar ábendingar Veðurstofunnar.“ Hvað teluru þetta vera stóran glugga sem mögulega hefur opnast? „Við erum að tala fram í myrkur.“ Eru þá minni líkur á gosi en í gærkvöldi? „Nei. Það eru meiri líkur í dag. Það er það sem við erum að horfa á í þessu. Annað sem við höfum fengið, þegar menn eru að reyna að setja einhvern tímaramma á þetta að þá gæti það tekið kvikuna innan við þrjátíu mínútur að fara til yfirborðs í þeirri stöðu sem er núna og aftur þetta hvort það sé ásættanlegt að gera þetta og þessari ábyrgð sem við berum í því að taka þessar ákvarðanir og leiðbeiningar, því tökum við ekki léttvægt.“ Grindvíkingar sem eru að hlusta, ættu þeir að koma sér í startholurnar? „Bíða bara þar sem þeir eru, fylgjast með fjölmiðlum. Við komum þessu til ykkar, ekki spurning, þið munuð vita þetta fyrst.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Eins og fram hefur komið sendi Veðurstofan frá sér yfirlýsingu í hádeginu um að tímabundið svigrúm væri nú fyrir aðgerðir almannavarna til þess að sækja nauðsynjar. Í fyrstu kom ekki fram að um aðgerðir almannavarna væri að ræða og flýttu margir Grindvíkingar sér að lokunarpóstum. Viðbragðsaðilar leggja mat á stöðuna Hvernig verður þessu háttað? „Þetta er tvennskonar. Það er annars vegar hvað er talið mögulegt að gera og hins vegar hvort það sé framkvæmanlegt,“ segir Víðir. „Og það sem við erum að leggja mat á núna, eru þær upplýsingar sem við fengum núna rétt fyrir fréttir frá Veðurstofunni, mat um það hvort hugsanlegt sé að fara inn á ákveðin svæði, en það fylgir því líka til okkar ábendingar og leiðbeiningar um viðbragðstíma, vöktun slíkt.“ Víðir segir mikinn ábyrgðarhluta að hleypa fólki inn á svona svæði. Á endanum sé það á ábyrgð lögreglustjórans á Suðurnesjum. „Og við erum að vinna með honum í því, hvort þetta sé framkvæmanlegt, þó að kannski sé öruggt að gera þetta, við vitum það ekki alveg 100 prósent en það ábyrgðarhluti að fara í svona aðgerð án þess að vera viss um alla þætti málsins og það er það sem við erum að vinna að núna.“ Fólk bíði Verði það gert segir Víðir að almannavarnir muni birta mjög skýrar leiðbeiningar um það hvernig þetta verði framkvæmt. „Og við biðjum fólk um að bíða heima og fylgjast með fjölmiðlum en þetta verður aldrei nema í mesta lagi hluti af bænum sem verður hægt að fara inn í.“ Er þá eitthvað hægt að segja til um hvenær verður hægt að fara í þetta, ef það verður hægt? „Við ætluðum okkur að vera búin að taka þessa ákvörðun fyrir hádegi en þessar upplýsingar frá vísindamönnum eru bara tiltölulega nýkomnar, þannig að lokaútfærslan á þessu er í vinnslu og aftur þetta, hvort að þetta sé raunverulega framkvæmanlegt af því öryggi sem við verðum að hafa á svona aðgerðum.“ Meiri líkur á gosi í dag en í gær Til þess að framkvæma þetta er talað um auka vaktina, hvert væri hlutverk þessara auka vaktmanna? „Það er verið að tala um að setja þarna sjónræna vöktun, það er að segja koma fólki fyrir á sjónpóstum til þess að fylgjast með svæðinu þar sem kvikugangurinn er, vera með dróna á lofti með hitamyndavélum og margt margt fleira sem að þarf að gera til þess að uppfylla þessar ábendingar Veðurstofunnar.“ Hvað teluru þetta vera stóran glugga sem mögulega hefur opnast? „Við erum að tala fram í myrkur.“ Eru þá minni líkur á gosi en í gærkvöldi? „Nei. Það eru meiri líkur í dag. Það er það sem við erum að horfa á í þessu. Annað sem við höfum fengið, þegar menn eru að reyna að setja einhvern tímaramma á þetta að þá gæti það tekið kvikuna innan við þrjátíu mínútur að fara til yfirborðs í þeirri stöðu sem er núna og aftur þetta hvort það sé ásættanlegt að gera þetta og þessari ábyrgð sem við berum í því að taka þessar ákvarðanir og leiðbeiningar, því tökum við ekki léttvægt.“ Grindvíkingar sem eru að hlusta, ættu þeir að koma sér í startholurnar? „Bíða bara þar sem þeir eru, fylgjast með fjölmiðlum. Við komum þessu til ykkar, ekki spurning, þið munuð vita þetta fyrst.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira